Sveitarstjórn

41. fundur 24. febrúar 2016

 

41. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2014 -2018 var haldinn í Ráðhúsinu Svalbarðseyri, miðvikudaginn 24. febrúar 2016 kl. 13:30.

Fundinn sátu: Valtýr Þór Hreiðarsson oddviti, Guðfinna Steingrímsdóttir varaoddviti, Ólafur Rúnar Ólafsson aðalmaður, Halldór Jóhannesson aðalmaður, Anna Karen Úlfarsdóttir aðalmaður, Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri og Harpa Halldórsdóttir skrifstofustjóri.

Fundargerð ritaði: Harpa Halldórsdóttir

Dagskrá:

1. 1407227 – Fundargerð nr. 180 frá Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra.

Lagt fram til kynningar.

 

2. 1407228 – Bréf dags. 11. feb. frá Heimili og skóla þar sem ályktað er um

niðurskurð í leik- og grunnskólum landsins.

Lagt fram til kynningar.

 

3. 1407229 – Ósk hefur borist frá hópnum „Hjartað í Vaðlaheiði“ um að

endurgera hjartað á þeim stað þar sem það hefur verið. Þvi óskar hópurinn

eftir varanlegu stöðuleyfi fyrir hjartað skv. meðfylgjandi skipulagsuppdrætti,

dags. 11.02.2016 unnin af Eflu verkfræðistofu.

Sveitarstjórn fór yfir meðfylgjandi gögn, ræddi þessi mál og lýsti sig jákvæða gagnvart verkefninu. Samþykkt að setja málið í grrenndarkynningu.

 

4. 1407230 – Tekið á dagskrá með samþykki allra sveitarstjórnarmanna.

Sveitarstjórn samþykkir eftirfarandi bókun:

„Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps skorar á ríkisstjórn Íslands og borgarstjórn Reykjavíkur að tryggja öryggishagsmuni íbúa landsbyggðanna með óskertri starfsemi Reykjavíkurflugvallar. Skorað er á þessa aðila að draga ekki með gjörðum sínum úr öryggi sjúklinga og slasaðra sem þurfa að komast með hraði á Landsspítalann, sem oft hefur sannast, þar sem staðsett er sérhæfð þjónusta. Mikilvægt er að aðgengi íbúa landsbyggðanna að öflugustu heilbrigðisþjónustu landsmanna sé tryggt og ber ríkisstjórn Íslands og borgarstjórn höfuðborgar landsins skylda til að tryggja þetta aðgengi“.

 

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:20