Sveitarstjórn

42. fundur 09. mars 2016

42. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2014 -2018 var haldinn í Ráðhúsinu Svalbarðseyri, miðvikudaginn 9. mars 2016 kl. 13:30.

Fundinn sátu: Valtýr Þór Hreiðarsson oddviti, Guðfinna Steingrímsdóttir varaoddviti, Ólafur Rúnar Ólafsson aðalmaður, Halldór Jóhannesson aðalmaður, Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri og Harpa Halldórsdóttir skrifstofustjóri.

Fundargerð ritaði: Harpa Halldórsdóttir

Dagskrá:

1. 1407230 – Fundargerðir nr. 835 og 836 frá stjórn Sambands íslenskra

Sveitarfélaga.

Lagt fram til kynningar.

 

2. 1407231 – Fundargerðir nr. 277 frá stjórn Eyþings og fundargerð

fulltrúaráðs Eyþings frá 28.01.2016.

Lagt fram til kynningar.

 

3. 1407232 – Bréf dags. 02.03.2016 frá Snorra Egilssyni og Þórunni

Ragnarsdóttur, en þar óska þau eftir því að skipta upp landspildunni

Strönd 226-7418 upp í þrjá hluta skv. meðfylgjandi skipulagsuppdrætti.

Umrætt svæði er á skilgreindu landbúnaðarsvæði (L2) í aðalskipulagi og á landbúnaðarsvæðum er aðeins heimilt að reisa tvö frístundarhús án þess að svæðin séu skilgreind sem svæði fyrir frístundabyggð, sjá skilgreiningu í kafla 4.3.2 hér að neðan: “FRÍSTUNDAHÚS Á LÖGBÝLUM. Heimilt er að afmarka lóðir og reisa allt að tvö frístundahús þar sem aðstæður leyfa á núverandi lögbýlum á skipulagstímabilinu. Þau skulu, eftir því sem við verður komið, nýta sömu tengingu við þjóðveg og lögbýlið, vera í ákveðnum tengslum og samhengi við aðra byggð og fylgja, eftir því sem kostur er og við á, byggðarmynstri viðkomandi svæðis. Fleiri frístundahús verða einungis byggð á svæðum sem í aðalskipulagi eru skilgreind sem svæði fyrir frístundabyggð.” Erindinu er því hafnað.

 

4. 1407233 – Tekið á dagskrá með samþykki allra fundarmanna.

Sveitarstjórn telur brýnt að móta sér stefnu varðandi verklagsreglur sem snúa að breyttri notkun húsnæðis í sveitarfélaginu. Heimagisting í íbúðarhúsum, sem og breytingar ýmiss húsnæðis í gistihús/frístundahús hefur aukist undanfarin ár auk þess sem frístundabyggðir hafa stækkað verulega. Samræma þarf álagningu fasteignagjalda, setja öryggisreglur og taka á öðrum þeim þáttum sem snúa að þessum málum.

 

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:00