Sveitarstjórn

43. fundur 23. mars 2016

Fundargerð

43. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2014 -2018 var haldinn í Ráðhúsinu Svalbarðseyri, miðvikudaginn 23. mars 2016 kl. 13:30.

Fundinn sátu: Valtýr Þór Hreiðarsson oddviti, Guðfinna Steingrímsdóttir varaoddviti, Ólafur Rúnar Ólafsson aðalmaður, Halldór Jóhannesson aðalmaður, Anna Karen Úlfarsdóttir aðalmaður og Harpa Halldórsdóttir skrifstofustjóri.

Fundargerð ritaði: Harpa Halldórsdóttir

Dagskrá:


1. 1407234 – Sólberg land, landnúmer 201243 í Svalbarðsstrandarhreppi. Lögð fram skipulagslýsing og erindi þar sem óskað er eftir heimild til að hefja vinnu við deiliskipulag fyrir íbúðarsvæði sem í aðalskipulagi sveitarfélagsins er merkt (Íb 17), landnúmer 201243.
Sveitarstjórn samþykkir að heimila umsækjanda að vinna deiliskipulag fyrir svæðið í samræmi við skipulagslýsingu og að lýsingin verði kynnt almenningi og leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um hana í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2. 1407235 – Hallland, landnúmer 152894 í Svalbarðsstrandarhreppi
Lögð fram skipulagslýsing og erindi þar sem óskað er eftir heimild til að hefja vinnu við deiliskipulag fyrir íbúðarsvæði sem í aðalskipulagi sveitarfélagsins er merkt (Íb 15), landnúmer 152894.
Sveitarstjórn samþykkir að heimila umsækjanda að vinna deiliskipulag fyrir svæðið í samræmi við skipulagslýsingu og að lýsingin verði kynnt almenningi og leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um hana í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 14:20