Sveitarstjórn

45. fundur 11. maí 2016

45. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2014 -2018 var haldinn í Ráðhúsinu Svalbarðseyri, miðvikudaginn 11. maí 2016 kl. 13:30.

Fundinn sátu: Valtýr Þór Hreiðarsson oddviti, Guðfinna Steingrímsdóttir varaoddviti, Ólafur Rúnar Ólafsson aðalmaður, Halldór Jóhannesson aðalmaður, Anna Karen Úlfarsdóttir aðalmaður, Sigurður Halldórsson varamaður og Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri.

Gestir fundarins voru Ómar Ívarsson skipulagsfulltrúi og Þorsteinn G. Þorsteinsson endurskoðandi.

Fundargerð ritaði: Eiríkur H Hauksson

Dagskrá:

1. 1407247 – Ársreikningur Svalbarðsstrandarhrepps fyrir árið 2015.
Fyrri umræða.

Endurskoðandi sveitarfélagsins fór yfir ársreikninginn og svaraði
spurningum fundarmanna. Ársreikningnum var svo í framhaldinu
vísað til seinni umræðu á næsta fundi.

2. 1407246 – Tillaga að deiliskipulagi í Sólbergslandi norðan Sólheima.

Skipulagsfulltrúi fór yfir innsenda tillögu og ræddi hvernig hún sæmræmdist
núgildandi aðalskipulagi. Sveitarstjórn hefur fengið ábendingu um að
tillagan falli ekki vel að ákvæðum aðalskipulags á bls. 25 í kafla 4.4.2.
Ekki verður þar mótuð hefðbundin bæjarmynd miðað við að ná sérstökum
eiginleikum íbúðabyggðar í sveit“

Sveitarstjórn samþykkir að tillagan verði kynnt á íbúafundi skv. 4 málsgrein
40. gr. skipulaglaga nr 123/2010.

3. 1407248 – Fundargerð nr. 100 frá byggingarnefnd Eyjafjarðar.

Lagt fram til kynningar.

4. 1407250 – Fundargerð nr. 182 frá HNE.

Lagt fram til kynningar.

5. 1407245F – Fundargerð 13. fundar skólanefndar.

Guðfinna Steingrímsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

Sveitarstjórn frestar staðfestingu á lið 2d en staðfestir fundargerðina að
öðru leiti. Skólastjóri getur því strax ráðið inn einn leikskólakennara og
hafið undirbúning að stofnun á ungbarnadeild. Jafnframt verður auglýst
eftir deildarstjóra tónlistasviðs við sameinaðann skóla.

6. 1407249F – Fundargerð 5. fundar umhverfis- og atvinnumálanefndar.

Fundargerðin staðfest.

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 17.15