Sveitarstjórn

47. fundur 08. júní 2016

47. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2014 -2018 var haldinn í Ráðhúsinu Svalbarðseyri, miðvikudaginn 8. júní 2016 kl. 13:30.

Fundinn sátu: Valtýr Þór Hreiðarsson oddviti, Guðfinna Steingrímsdóttir varaoddviti, Ólafur Rúnar Ólafsson aðalmaður, Halldór Jóhannesson aðalmaður, Anna Karen Úlfarsdóttir aðalmaður, Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri og Harpa Halldórsdóttir skrifstofustjóri.

Fundargerð ritaði: Harpa Halldórsdóttir

Dagskrá:

1407246 – Tillaga að deiliskipulagi í Sólbergslandi norðan Sólheima.

Ómar Ívarsson skipulagsfulltrúi var gestur fundarins.

Tillaga að deiliskipulagi var kynnt á íbúafundi þann 18. maí. Nokkrar athugasemdir komu fram við tillöguna um að fjöldi lóða væri of mikill og að tillagan miðaði ekki við að ná sérstökum eiginleikum íbúðarbyggðar í sveit eins og gert er ráð fyrir í aðalskipulagi.

Málið var á dagskrá fundar sveitarstjórnar þann 25. maí og á þeim fundi taldi sveitarstjórn að tillagan félli ekki nægilega vel að ákvæðum aðalskipulags sem segir að á íbúðasvæðum á þessum stað í sveitarfélaginu verði ekki mótuð hefðbundin bæjarmynd heldur miðað við að ná sérstökum eiginleikum íbúðabyggðar í sveit.

Gerðar hafa verið lagfæringar á tillögu að deiliskipulagi til þess að koma til móts við þessar athugasemdir og m.a. hefur lóðum verið fækkað úr 11 í 10 og staðsetningu byggingarreita breytt. Útbúin var skýringaruppdráttur sem sýnir mögulega staðsetningu og fjarlægð á milli húsa og legu heimreiða.

Sveitarstjórn samþykkir með atkvæðum þriggja aðila að deiliskipulagstillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um samþykki eigenda aðliggjandi lands þar sem byggingarreitir eru nær mörkum lögbýla og mörkum landnotkunarreita en 30 m. Anna Karen Úlfarsdóttir situr hjá en Guðfinna Steingrímsdóttir hafnar að tillagan verði auglýst og óskar að eftirfarandi bókun verði gerð: “Á fundi sveitastjórnar þann 25. maí 2016 var samþykkt bókun um tillögu að deiliskipulagi sem þá var til kynningar þar sem meðal annars stendur „Sveitarstjórn telur að tillagan falli ekki nægilega vel að ákvæðum aðalskipulags sem segir að á íbúðasvæðum á þessum stað í sveitarfélaginu verði ekki mótuð hefðbundin bæjarmynd heldur miðað við að ná sérstökum eiginleikum íbúðabyggðar í sveit“. Þessum hluta bókunarinnar hefur ekki verið fullnægt að mínu mati og tillagan því ekki tilbúin til auglýsingar. Ég samþykki tillöguna ekki eins og hún er núna.”

Erindi frá Bergþóru Aradóttur dagsett 7. júní 2016 var lagt fram til kynningar.

 

2. 1407256F – Fundargerð 14. fundar skólanefndar. Grunnskóli, leikskóli og tónlistarskóli.

a) Staða mála.

b) 1407196 Húsnæðismál Tónlistarskólans.

c) Ráðningar við tónlistardeild.

d) Ráðningar í Álfaborg/Valsárskóla – framhald frá síðasta fundi.

Minnisblað skólastjóra vegna óska um að ráða grunnskólakennara í afleysingastöðu við grunnskólann lagt fram.

e) Ungbarnaleikskóli.

f) Skóladagatal lagt fram til staðfestingar. Minnisblað vegna óska skólastjóra um að loka leikskólanum milli jóla og nýjárs lagt fram til umræðu.

g) Umræða um erindi dags. 23. apríl frá Fanney Snjólaugardóttur, en þar útskýrir hún af hverju hún sækist ekki eftir áframhaldandi starfi sem tónlistarkennari.

Fundargerð skólanefndar staðfest utan d) lið. Sveitarstjórn telur ekki þörf á ráðningu nýs grunnskólakennara að svo stöddu.

 

3. 1407257 – Umsögn um breytingu á rekstrarleyfi.

Sigurður Karl Jóhannsson kt. 050775-3649, Sveinbjarnargerði, 603 Akureyri, sækir um sem forsvarsmaður fyrir Sólfjörð hótels ehf. kt. 460115-0190, breytingu á umsækjanda og forsvarsmann á rekstrarleyfi á Hótel Bjarnargerði / Sveinbjarnargerði 2b. En Bjarnargerði ehf. kt. 620607-2820 / Bjarney Bjarnadóttir, kt. 290650-4299, var áður með þetta leyfi.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að umrædd breyting á rekstrarleyfi verði leyfð.

 

4. 1407258 – Umsögn um breytingu á rekstrarleyfi.

Sigurður Karl Jóhannsson kt. 050775-3649, Sveinbjarnargerði, 603 Akureyri, sækir um sem forsvarsmaður fyrir Sólfjörð hótels ehf. kt. 460115-0190, breytingu á umsækjanda og forsvarsmann á rekstrarleyfi á Hótel Bjarnargerði / Sveinbjarnargerði 2a. En Bjarnargerði ehf. kt. 620607-2820 / Bjarney Bjarnadóttir, kt. 290650-4299, var áður með þetta leyfi.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að umrædd breyting á rekstrarleyfi verði leyfð.

 

5. 1407259 – Boð á aðalfund Gásakaupsstaðar sem haldinn verður 10. júní.

Sveitarstjóra falið að tilnefna aðila sem fulltrúa sveitarfélagsins.

 

6. 1407260 – Fundargerð nr. 839 frá stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga.

Lagt fram til kynningar.

 

7. 1407261 – Fundargerðir nr. 279-280 frá stjórn Eyþings.

Lagðar fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:45