Sveitarstjórn

48. fundur 15. júní 2016

48. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2014 -2018 var haldinn í Ráðhúsinu Svalbarðseyri, miðvikudaginn 15. júní 2016 kl. 20:30.

Fundinn sátu: Valtýr Þór Hreiðarsson oddviti, Guðfinna Steingrímsdóttir varaoddviti, Ólafur Rúnar Ólafsson aðalmaður, Halldór Jóhannesson aðalmaður, Anna Karen Úlfarsdóttir aðalmaður, Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Eiríkur H. Hauksson

Dagskrá:

  1. 1407246 – Tillaga að deiliskipulagi í Sólbergslandi norðan Sólheima.

Áður á dagskrá á 47. fundi sveitarstjórnar.

Á síðasta fundi var samþykkt að deiliskipulagstillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um samþykki eigenda aðliggjandi lands þar sem byggingarreitir eru nær mörkum lögbýla og mörkum landnotkunarreita en 30 m.

Nú hefur landeigandi dregið til baka fyrri tillögu og sent inn nýja tillögu að deiliskipulagi sbr. meðfylgjandi skipulagsuppdrátt og skýringarmynd. Nýja tillagan er nánast eins og sú fyrri nema að tvennu leiti. Byggingareitir hafa aðeins verið færðir til og göngustígur sem var á milli lóða 19 og 21 er nú norðan við lóð 21.

Sveitarstjórn telur því að bókun þann 08.06.2016 við fyrri tillögu standi óbreytt og samþykkir að setja fyrirlyggjandi tillögu í auglýsingarferli.

Fyrri bókun:

Tillaga að deiliskipulagi var kynnt á íbúafundi þann 18. maí. Nokkrar athugasemdir komu fram við tillöguna um að fjöldi lóða væri of mikill og að tillagan miðaði ekki við að ná sérstökum eiginleikum íbúðarbyggðar í sveit eins og gert er ráð fyrir í aðalskipulagi.

Málið var á dagskrá fundar sveitarstjórnar þann 25. maí og á þeim fundi taldi sveitarstjórn að tillagan félli ekki nægilega vel að ákvæðum aðalskipulags sem segir að á íbúðasvæðum á þessum stað í sveitarfélaginu verði ekki mótuð hefðbundin bæjarmynd heldur miðað við að ná sérstökum eiginleikum íbúðabyggðar í sveit.

Gerðar hafa verið lagfæringar á tillögu að deiliskipulagi til þess að koma til móts við þessar athugasemdir og m.a. hefur lóðum verið fækkað úr 11 í 10 og staðsetningu byggingarreita breytt. Útbúin var skýringaruppdráttur sem sýnir mögulega staðsetningu og fjarlægð á milli húsa og legu heimreiða.

Sveitarstjórn samþykkir með atkvæðum þriggja aðila að deiliskipulagstillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um samþykki eigenda aðliggjandi lands þar sem byggingarreitir eru nær mörkum lögbýla og mörkum landnotkunarreita en 30 m. Anna Karen Úlfarsdóttir situr hjá en Guðfinna Steingrímsdóttir hafnar að tillagan verði auglýst og óskar að eftirfarandi bókun verði gerð:

“Á fundi sveitastjórnar þann 25. maí 2016 var samþykkt bókun um tillögu að deiliskipulagi sem þá var til kynningar þar sem meðal annars stendur „Sveitarstjórn telur að tillagan falli ekki nægilega vel að ákvæðum aðalskipulags sem segir að á íbúðasvæðum á þessum stað í sveitarfélaginu verði ekki mótuð hefðbundin bæjarmynd heldur miðað við að ná sérstökum eiginleikum íbúðabyggðar í sveit“. Þessum hluta bókunarinnar hefur ekki verið fullnægt að mínu mati og tillagan því ekki tilbúin til auglýsingar. Ég samþykki tillöguna ekki eins og hún er núna.”

Erindi frá Bergþóru Aradóttur dagsett 7. júní 2016 var lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 21:55