Sveitarstjórn

50. fundur 12. júlí 2016

50. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2014 -2018 var haldinn í Ráðhúsinu Svalbarðseyri, þriðjudaginn 12. júlí 2016 kl. 13:00.

Fundinn sátu: Valtýr Þór Hreiðarsson oddviti, Guðfinna Steingrímsdóttir varaoddviti, Ólafur Rúnar Ólafsson aðalmaður, Anna Karen Úlfarsdóttir aðalmaður, Sigurður Halldórsson varamaður, Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri og Harpa Halldórsdóttir skrifstofustjóri.

Fundargerð ritaði: Harpa Halldórsdóttir

Dagskrá:

1. 1407272 – Ósk um breytingu á byggingarreit og staðsetningu rotþróar
á lóð nr. 8 í Vaðlabrekku skv. skipulagsuppdrætti frá arkitektastofunni Form dags. 08.07.2016.
Sveitarstjórn samþykkir að setja breytinguna í grenndarkynningu og tekur afstöðu þegar niðurstaða liggur fyrir.

2. 1407271 – Fundargerð nr. 101 frá Bygginganefnd.
Lagt framt til kynningar.

3. 1407270 – Fundargerð nr. 841 frá stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

4. 1407273 – Nýr vegur / gata frá Svalbarðseyrarvegi og norður tippinn.
Samþykkt að hefja framkvæmdaferli á veginum norður undir Valsá. Sveitarstjóra falið að fá sundurliðuð tilboð í verkið.

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:15