Sveitarstjórn

51. fundur 10. ágúst 2016

51. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2014 -2018 var haldinn í Ráðhúsinu Svalbarðseyri, miðvikudaginn 10. ágúst 2016 kl. 13:30.

Fundinn sátu: Valtýr Þór Hreiðarsson oddviti, Guðfinna Steingrímsdóttir varaoddviti, Ólafur Rúnar Ólafsson aðalmaður, Halldór Jóhannesson aðalmaður, Anna Karen Úlfarsdóttir aðalmaður, Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri og Harpa Halldórsdóttir skrifstofustjóri.

Fundargerð ritaði: Harpa Halldórsdóttir

Dagskrá:

  1. 1406009 – Kosning oddvita og varaoddvita.

Tillaga um að Valtýr Hreiðarsson verði áfram oddviti næsta ár, og Guðfinna Steingrímsdóttir verði áfram varaoddviti, var samþykkt einróma.

2. 1407246 – Deiliskipulag í Sólbergslandi norðan Sólheima.
Farið verður yfir innsendar athugasemdir.

Ómar Ívarsson skipulagsfulltrúi var gestur fundarins, fór yfir

athugasemdir og skýrði sitt mat á þeim.

 

Tvær umsagnir bárust:

 

  1. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra, 9. ágúst 2016.

HNE gerir ekki athugasemd við tillöguna en fer fram á að frágangur fráveitumannvirkja verði unninn í samráði við HNE.

HNE bendir á að til framtíðar ætti að stefna á að koma á fót sameiginlegu fráveitukerfi á svæðinu.

Mat skipulagsfulltrúa:

Umsögn gefur ekki tilefni til svars.

 

  1. Minjastofnun Íslands, 28. júlí 2016.
    1. Minjavörður kannaði skipulagssvæðið á vettvangi og gerir ekki athugasemd við deiliskipulagstillöguna.

Mat skipulagsfulltrúa:

Umsögn gefur ekki tilefni til svars.

Þrjár athugasemdir bárust:

  1. Bergþóra Aradóttir á Sólheimum 9, dagsett í júlí 2016.
    1. Telur að ákvæðum gildandi aðalskipulags sé ekki fylgt að öllu leyti, sér í lagi eftirfarandi ákvæðum sem eiga m.a. við íbúðarsvæðið í landi Sólbergs:

“Sett er fram stefna um yfirbragð og þéttleika slíkrar byggðar þar sem miðað er við að ná sérstökum eiginleikum íbúðarbyggðar í sveit.”

  • og

“Ekki verður þar mótuð hefðbundin bæjarmynd heldur miðað við að ná sérstökum eiginleikum íbúðarbyggðar í sveit.”

Mat skipulagsfulltrúa:

Ljóst er að tillaga að deiliskipulagi fellur að ákvæðum aðalskipulags hvað varðar þéttleika og lágmarksstæðir lóða á íbúðarsvæði ÍB17. Varðandi ákvæðið „Ekki verður þar mótuð hefðbundin bæjarmynd heldur miðað við að ná sérstökum eiginleikum íbúðarbyggðar í sveit“ þá er í tillögu að deiliskipulagi gert ráð fyrir að allar lóðir séu stærri en 2.000 m2 og a.m.k. 20 m eru á milli byggingarreita. Þá eru byggingarreitir staðsettir mislangt frá aðkomuvegi að lóðum á svæðunum og vegna landhalla er gert ráð fyrir að aðkomur að húsum verði skáhalt að hverju húsi.

Í hefðbundnu þéttbýli eru lóðir einbýlishúsa að jafnaði minni en 1.000 m2, bil á milli húsa oft 7-9 m, byggingarlínur húsa frá götu 6-8 m og aðkoma að húsum lóðrétt frá götu inn á bílastæði.

Það er mat skipulagsfulltrúa að yfirbragð fyrirhugaðrar byggðar skv. tillögu að deiliskipulagi sé ekki eins og um hefðbundna bæjarmynd sé að ræða og að tillagan falli undir það sem kallast sérstakir eiginleikar íbúðarbyggðar í sveit.

  1. Telja að skipulagið brjóti í bága við þá byggð sem fyrir er á svæðinu (sér í lagi við Sólheimaveg), en þar eru stærri lóðir og hús dreifðari.

Mat skipulagsfulltrúa:

Á núverandi íbúðarsvæði við Sólheimaveg sunnan fyrirhugaðrar íbúðarbyggðar eru 5 mjög stórar lóðir neðan vegar og tvær lóðir ofan vegar (önnur óbyggð) sem eru álíka að stærð og fyrirhugaðar lóðir skv. tillögu að deiliskipulagi. Þrátt fyrir að núverandi lóðir neðan vegar séu mun stærri en lóðir neðan vegar skv. tillögu að deiliskipulag og nokkuð lengra á milli húsa er fyrirkomulag byggðarinnar sambærilegt, þ.e. hús mislagt frá aðkomuvegi og aðkoma skáhalt að húsum vegna landhalla.

Á íbúðarsvæðum aðeins sunnar í sveitarfélaginu sem falla undir sömu ákvæði aðalskipulags eru íbúðarsvæði sem eru af svipuðum meiði hvað varðar þéttleika, lóðarstærðir, fjarlægð á milli húsa, staðsetningu húsa og aðkomu að þeim.

Það er mat skipulagsfulltrúa að fyrirhuguð íbúðarbyggð brjóti ekki í bága við þá byggð sem fyrir er við Sólheimaveg.

  1. Hópundirskrift (almannahagsmunir), dagsett í júlí 2016.
    1. Telur að ákvæðum gildandi aðalskipulags sé ekki fylgt að öllu leyti, sér í lagi eftirfarandi ákvæðum sem eiga m.a. við íbúðarsvæðið í landi Sólbergs:

“Sett er fram stefna um yfirbragð og þéttleika slíkrar byggðar þar sem miðað er við að ná sérstökum eiginleikum íbúðarbyggðar í sveit” og

“Ekki verður þar mótuð hefðbundin bæjarmynd heldur miðað við að ná sérstökum eiginleikum íbúðarbyggðar í sveit”

Mat skipulagsfulltrúa:

Ljóst er að tillaga að deiliskipulagi fellur að ákvæðum aðalskipulags hvað varðar þéttleika og lágmarksstæðir lóða á íbúðarsvæði ÍB17. Varðandi ákvæðið ákvæðið „Ekki verður þar mótuð hefðbundin bæjarmynd heldur miðað við að ná sérstökum eiginleikum íbúðarbyggðar í sveit“ þá er í tillögu að deiliskipulagi gert ráð fyrir að allar lóðir séu stærri en 2.000 m2 og a.m.k. 20 m eru á milli byggingarreita. Þá eru byggingarreitir staðsettir mislangt frá aðkomuvegi að lóðum á svæðunum og vegna landhalla er gert ráð fyrir að aðkomur að húsum verði skáhalt að hverju húsi.

Í hefðbundnu þéttbýli eru lóðir einbýlishúsa að jafnaði minni en 1.000 m2, bil á milli húsa oft 7-9 m, byggingarlínur húsa frá götu 6-8 m og aðkoma að húsum lóðrétt frá götu inn á bílastæði.

Það er mat skipulagsfulltrúa að yfirbragð fyrirhugaðrar byggðar skv. tillögu að deiliskipulagi sé ekki eins og um hefðbundna bæjarmynd sé að ræða og að tillagan falli undir það sem kallast sérstakir eiginleikar íbúðarbyggðar í sveit.

  1. Telja að skipulagið brjóti í bága við þá byggð sem fyrir er á svæðinu (sér í lagi við Sólheimaveg), en þar eru stærri lóðir og hús dreifðari.

Mat skipulagsfulltrúa:

Á núverandi íbúðarsvæði við Sólheimaveg sunnan fyrirhugaðrar íbúðarbyggðar eru 5 mjög stórar lóðir neðan vegar og tvær lóðir ofan vegar (önnur óbyggð) sem eru álíka að stærð og fyrirhugaðar lóðir skv. tillögu að deiliskipulagi. Þrátt fyrir að núverandi lóðir neðan vegar séu mun stærri en lóðir neðan vegar skv. tillögu að deiliskipulag og nokkuð lengra á milli húsa er fyrirkomulag byggðarinnar sambærilegt, þ.e. hús mislagt frá aðkomuvegi og aðkoma skáhalt að húsum vegna landhalla.

Á íbúðarsvæðum aðeins sunnar í sveitarfélaginu sem falla undir sömu ákvæði aðalskipulags eru íbúðarsvæði sem eru af svipuðum meiði hvað varðar þéttleika, lóðarstærðir, fjarlægð á milli húsa, staðsetningu húsa og aðkomu að þeim.

Það er mat skipulagsfulltrúa að fyrirhuguð íbúðarbyggð brjóti ekki í bága við þá byggð sem fyrir er við Sólheimaveg.

  1. Hópundirskrift (hagsmunir íbúa við Sólheimaveg), dagsett í júlí 2016.
    1. Hafa áhyggjur af aukinni umferð um Sólheimaveg sem skapar ónæði fyrir íbúa sem þar búa. Ásýnd svæðisins í heild breytist og það tekur á sig mynd þéttbýlis í stað sveitar. Getur haft neikvæð áhrif á fasteignaverð og sölumöguleika þeirra húsa sem fyrir eru.

Farið fram á tillögunni sé breytt til að koma á móts við þessar athugasemdir.

Mat skipulagsfulltrúa:

Það sem gert er ráð fyrir íbúðarsvæði í landi Sólbergs (ÍB16) og stækkun þess (ÍB17) í gildandi aðalskipulagi er ljóst að íbúðarbyggð myndi byggjast upp á svæðinu og með fleiri húsum og íbúum fylgir meiri bílaumferð um Sólheimaveg.

Ásýnd svæðisins mun breytast þar sem gert er ráð fyrir íbúðarbyggð á þessum stað í gildandi aðalskipulagi en ekki er tekið undir að svæðið taki á sig mynd þéttbýlis. Í tillögu að deiliskipulagi gert ráð fyrir að allar lóðir séu stærri en 2.000 m2 og a.m.k. 20 m eru á milli byggingarreita. Þá eru byggingarreitir staðsettir mislangt frá aðkomuvegi að lóðum á svæðunum og vegna landhalla er gert ráð fyrir að aðkomur að húsum verði skáhalt að hverju húsi. Það er mat sveitatstjórnar að yfirbragð fyrirhugaðrar byggðar skv. tillögu að deiliskipulagi sé ekki eins og um hefðbundið þéttbýli sé að ræða.

Ekki er talið að fyrirhuguð byggð hafi neikvæð áhrif á fasteignaverð eða sölumöguleika á núverandi húsum og minnt er á að gert er ráð fyrir íbúðarsvæði á þessum stað í aðalskipulagi og tillaga að deiliskipulagi er í samræmi við ákvæði aðalskipulags fyrir íbúðarbyggð á þessum stað.

Niðurstaða:
Sveitarstjórn samþykkir að fresta ákvörðun til næsta fundar um tillögu að deiliskipulagi íbúðarsvæðis í landi Sólbergs. Jafnframt samþykkt að halda íbúafund miðvikudaginn 17.08.2016 kl 20:00 og ræða framhald málsins.

3. 1407274 – Fundargerð dags.12.07.2016 frá framkvæmdarstjórn
embættis Byggingafulltrúa Eyjafjarðarsvæðis ásamt ársreikningi fyrir
embættið.

Lagt fram til kynningar.

4. 1407275 – Embætti Byggingafulltrúa Eyjafjarðarsvæðis óskar eftir að
gjaldskrá 2016 vegna byggingareftirlits byggingarfulltrúa Eyjafjarðarsvæðis
skv. 51. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 verði staðfest af sveitarstjórn.

Gjaldskrá samþykkt.

5. 1407276 – Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn vegna
umsóknar um rekstarleyfi. Benedikt Viggósson kt. 230174-3859, Ásvegi 21
600 Akureyri f.h. Garún Akureyri ehf kt. 700910-0750, Ásvegi 21, 600
Akureyri óskar eftir rekstrarleyfi samkvæmt gististaðaflokki II en um er að
ræða íbúð að Kotabyggð 37, Svalbarðsstrandarhreppi, 601 Akureyri undir
nafninu Apartment 37.

Halldór Jóhannesson vék af fundi undir þessum lið.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að umrætt rekstrarleyfi verði veitt.

6. 1407277 – Tölvupóstur dags. 26. júlí frá Jean-Marc Plessy þar sem hann
spyr sveitarstjórn um afstöðu hennar varðandi möguleika á að breyta
íbúðarhúsinu Hörg í gistiheimili.

Sveitarstjórn er jáfkvæð gagnvart erindinu.

 

7. 1407238 – Tekið á dagskrá með samþykki allra fundarmanna.

Erindi dags. 11.04.2016 frá Ósafli, en þar óskar Ósafl eftir því

að fá tímabundið leyfi til að lagera efni á túni Halllandsnes sem er norðan

við athafnarsvæði verktaka í suðurhluta sveitarfélagsins. Sjá nánar á

meðfylgjandi afstöðumynd.

Athugasemdir komu fram í grenndarkynningu. Að fengnu áliti Skipulagsstofnunar hvort fyrirhugað framkvæmdaleyfi samræmist aðalskipulagi hefur komið fram að svo sé. Til að koma á móts við athugasemdir er leyft tímabil stytt til 31.05.2017. Sett verða skilyrði um að ásýnd landssvæðið verði óbreytt þegar framkvæmdum er lokið og að verktaka beri að lágmarka umhverfisáhrif að framkvæmdatíma.

8. 1407278 – Tekið á dagskrá með samþykki allra fundarmanna.

Erindi dagsett 09.08.2016 frá Nesbygg ehf. þar sem óskað er eftir tímabundnu stöðuleyfi fyrir gáma vestan hússins að Halllandsnesi.

Sveitarstjórn samþykkir erindið skv. teikningum frá Opus ehf. Sveitarstjórn ítrekar að um tímabundið úrræði er að ræða.

 

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:30