Sveitarstjórn

52. fundur 24. ágúst 2016

52. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2014 -2018 var haldinn í Ráðhúsinu Svalbarðseyri, miðvikudaginn 24. ágúst 2016 kl. 13:30.

Fundinn sátu: Valtýr Þór Hreiðarsson oddviti, Guðfinna Steingrímsdóttir varaoddviti, Ólafur Rúnar Ólafsson aðalmaður, Halldór Jóhannesson aðalmaður, Anna Karen Úlfarsdóttir aðalmaður, Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri og Harpa Halldórsdóttir skrifstofustjóri.

Fundargerð ritaði: Harpa Halldórsdóttir

 

Dagskrá:

  1. 1407279 – Markaðsstofa Norðurlands óskar eftir framlengingu á samstarfssamningi milli MN og Svalbarðsstrandarhrepps. Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdarstjóri MN mætir á fundinn og segir frá helstu verkefnum MN í dag.

Arnheiður lýsti hlutverki MN og verkefnum, þ.m.t aðkomu þess að Flugklasanum Air 66N. Samþykkt að framlengja samstarfssamninginn milli MN og Svalbarðsstrandarhrepps um þrjú ár.

  1. 1407246 – Deiliskipulag í Sólbergslandi norðan Sólheima. Áður á dagskrá á 51. fundi.

Tillagan er samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveimur.

Meirihluti telur að deiliskipulag sé í samræmi við aðalskipulag og samþykkir það með heildarhagsmuni sveitarfélagsins í huga.

 

Guðfinna Steingrímsdóttir og Anna Karen Úlfarsdóttir óska eftir að eftirfarandi verði bókað. Það er okkar mat að umrætt skipulag í Sólbergslandi (Íb17) hafi rík einkenni þéttbýlis. Teljum við að mikilvægt sé að fylgja öllum stöðlum aðalskipulags, ekki eingöngu tölulegum lágmörkum sem gefin eru til viðmiðunar, einnig þeim sem áður hefur verið talað um sem mjúka staðla. Það er okkar sannfæring að við séum í þessari sveitarstjórn til að vinna fyrir fólkið í sveitinni og álit þess skiptir máli. Því getum við ekki samþykkt þetta deiliskipulag.

 

  1. 1407280 – Fundargerðir nr. 281, 282 og 283 frá stjórn Eyþings.

Lagt fram til kynningar.

  1. 1407235 – Tillaga að deiliskipulagi í landi Halllands skv. meðfylgjandi
    skipulagsuppdrætti, unninn af Búgarði Ráðgjafaþjónustu dags. 02.08.2016. Um er að ræða svæði rétt austan þjóðvegar 1 með vegtengingu við Veigastaðarveg 828.

Sveitarstjórn samþykkir að setja fyrirliggjandi tillögu í auglýsingarferli.

 

  1. 1407281 – Umsókn um námsstyrk. Bryndís Hafþórsdóttir leikskólakennari óskar eftir námsstyrk frá sveitarfélaginu vegna fyrirhugaðs diplómanáms í vetur.

Umsækjandi er deildarstjóri leikskóladeildar og telur sveitarstjórn að námið styrki stöðu skólans. Umsóknin er samþykkt.

 

  1. 1407218 – Erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra varðandi
    tilnefningu í stjórn Legatsjóðs Jóns Sigurðssonar.

Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps veitir stjórn Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar fullt umboð til að tilnefna fulltrúa í stjórn sjóðsins.

 

  1. 1407282 – Tekið á dagskrá með samþykki allra sveitarstjórnarmanna.

Sveitarstjórn verður ekki við þessari beiðni í ljósi aldurs umsækjanda og óvissu um framlag Jöfnunarsjóðs.

 

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:45