Sveitarstjórn

53. fundur 07. september 2016

53. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2014 -2018 var haldinn í Ráðhúsinu Svalbarðseyri, miðvikudaginn 7. september 2016 kl. 13:30.

Fundinn sátu: Valtýr Þór Hreiðarsson oddviti, Guðfinna Steingrímsdóttir varaoddviti, Ólafur Rúnar Ólafsson aðalmaður, Halldór Jóhannesson aðalmaður, Anna Karen Úlfarsdóttir aðalmaður, Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri og Harpa Halldórsdóttir skrifstofustjóri.

Fundargerð ritaði: Harpa Halldórsdóttir

Dagskrá:

  1. 1407283 – Í bréfi dags. 06.09.2016 óskar Örn Smári Kjartansson eftir afstöðu sveitarstjórnar til hugmyndar um fjölgun íbúðarhúsalóða neðan vegar í landi Heiðarholts sem nemur einni lóð til viðbótar skv. meðfylgjandi uppdrætti.

Guðfinna Steingrímsdóttir vék af fundi undir þessum lið. Sveitarstjórn er jákvæð gagnvart erindinu.

 

  1. 1407284 – Framkvæmdir 2017.

Rætt um mögulegar framkvæmdir á næsta ári.

 

  1. 1407285 – Sala / leiga á íbúðum við Laugartún 5-7.

Samþykkt að auglýsa íbúðirnar aftur til sölu. Guðfinna og Ólafur verða umsjónarmenn með þessum lið.

 

  1. 1407286 – Fundargerð nr. 185 frá HNE.

Lagt fram til kynningar.

 

5. 1407272 – Tekið á dagskrá með samþykki allra fundarmanna.
Ósk um breytingu á byggingarreit og staðsetningu rotþróar á lóð nr. 8
í Vaðlabrekku skv. skipulagsuppdrætti frá arkitektastofunni Form dags.
08.07.2016. Áður á dagskrá á 50. fundi sveitarstjórnar.
Halldór Jóhannesson vék af fundi undir þessum liði. Engar athugasemdur bárust úr grenndarkynningu
og samþykkir sveitarstjórn því þessa breytingu.

 

6. 1407287 – Tekið á dagskrá með samþykki allra fundarmanna

Ákveðið að fela Umhverfisnefnd að huga að framtíðarstað fyrir tippinn.

 

Fleira ekki gert.

 

Fundi slitið kl. 15:35