Sveitarstjórn

54. fundur 21. september 2016

Fundinn sátu: Valtýr Þór Hreiðarsson oddviti, Guðfinna Steingrímsdóttir varaoddviti, Ólafur Rúnar Ólafsson aðalmaður, Halldór Jóhannesson aðalmaður, Anna Karen Úlfarsdóttir aðalmaður, Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri og Harpa Halldórsdóttir skrifstofustjóri.

 

Fundargerð ritaði: Harpa Halldórsdóttir

 

 

Dagskrá:

 

1. 1609007 – Skýrsla um samskipti stjórnenda grunnskóla og tónlistarskóla.

Gunnar Gíslason var gestur fundarins. Skýrslan var lögð fram til

kynningar. Eftir umræður um skýrsluna telur sveitarstjórn nauðsynlegt

að formfesta verklagsreglur betur.

2. 1609008 – Bréf dags. 2. sept. frá Elíasi Hákonarsyni en þar óskar hann
eftir svörum frá sveitarstjórn við spurningum sínum er varða verklag fyrri

sveitarstjórnar í málefnum tiltekinnar landspildu í Sólbergslandi sem nú er
verið að klára deiliskipulag á. En Elías var einn af fyrri eigendum
landspildunnar.

Lagt fram til kynningar. Sveitarstjóra og oddvita falið að svara bréfinu.

 

3. 1609002F – 15. fundargerð skólanefndar.

a) Staða mála.

b) 1609001 Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags.

c) Innra mat.

Fundargerðín staðfest.

4. 1407246 – Deiliskipulag í Sólbergslandi norðan Sólheima.
Vegna formgalla í fyrri auglýsingu er tekin fyrir að nýju tillaga að
deiliskipulagi fyrir íbúðarsvæði í landi Sólbergs.

Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa að nýju. Sveitarstjóra falið að

auglýsa tillöguna.

 

5. 1609009 Hjólreiða- og göngustígur.

Sveitarstjóri fór yfir stöðu mála.

 

 

Fleira ekki gert.

 

Fundi slitið kl. 15:35