Sveitarstjórn

55. fundur 05. október 2016

55. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2014 -2018 var haldinn í Ráðhúsinu Svalbarðseyri, miðvikudaginn 5. október 2016 kl. 13:30.

Fundinn sátu: Valtýr Þór Hreiðarsson oddviti, Guðfinna Steingrímsdóttir varaoddviti, Ólafur Rúnar Ólafsson aðalmaður, Halldór Jóhannesson aðalmaður, Anna Karen Úlfarsdóttir aðalmaður, Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri og Harpa Halldórsdóttir skrifstofustjóri.

Fundargerð ritaði: Harpa Halldórsdóttir

Dagskrá:

  1. 1610002 – Í bréfi dagsettu 27. sept tilkynnir EBÍ (Brunabót)
    Svalbarðsstrandarhreppi um ágóðahlutagreiðslu 2016.

Lagt fram til kynningar.

 

  1. 1610003 – Úlfar Arason fyrir hönd Svanhildar Friðriksdóttur óskar eftir
    samþykki sveitarstjórnar fyrir nýrri 12.693 fm lóð úr landi Sólbergs.
    Á lóðinni standa íbúðarhús og vélageymsla, sjá meðfylgjandi

teikningu frá 20.9.2016 sem unnin er af Búgarði ráðgjafaþjónustu.

Anna Karen Úlfarsdóttir vék af fundi undir þessum lið. Sveitarstjórn samþykkir erindið.

 

  1. 1610004 – Deiliskipulag norðan Valsár.

Árni Ólafsson arkitekt var gestur fundarinns. Farið var yfir hugmyndir um drög að deiliskipulagi norðan Valsár frá mars 2014. Árna falið að útfæra þær hugmyndir frekar. Stefnt er að íbúafundi í byrjun febrúar 2017.

 

  1. 1609009 – Hjólreiða- og göngustígur.

Farið yfir drög að yfirlitsteikningu og skýrslu Landslags frá sept. 2016. Sveitarstjóra falið að halda áfram vinnu við málið.

 

  1. 1610005 – Tölvupóstur dags. 3 okt. frá Arnari Þorsteinssyni þar sem

hann óskar eftir afstöðu sveitarstjórnar varðandi hugmynd um 5 hús

fyrir ferðaþjónustu í Halllandsnesi skv. meðfylgjandi uppdrætti.

Sveitarstjórn er jákvæð gagnvart hugmyndinni og felur sveitarstjóra að ræða nánar við hlutaðeigandi.

 

  1. 1610006 – Erindi dags. 20 sept. frá Form arkitektum þar sem óskað er
    eftir breytingu á byggingarreit á lóð 46 í Kotabyggð skv.meðfylgjandi
    afstöðumynd.

Halldór Jóhannesson vék af fundi undir þessum lið.

Samþykkt að setja viðkomandi tillögu í grenndarkynningu.

  1. 1610007 – Tekið á dagskrá með samþykki allra sveitarstjórnarmanna.

Upplýsingarbæklingur um sveitarfélagið er kominn út. Samþykkt að láta þýða bæklinginn á pólsku. Sveitarstjóra falið að ráða þýðanda.

 

Fleira ekki gert.

 

Fundi slitið kl. 16:00