Sveitarstjórn

56. fundur 19. október 2016

56. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2014 -2018 var haldinn í Ráðhúsinu Svalbarðseyri, miðvikudaginn 19. október 2016 kl. 13:30.

Fundinn sátu: Valtýr Þór Hreiðarsson oddviti, Guðfinna Steingrímsdóttir varaoddviti, Ólafur Rúnar Ólafsson aðalmaður, Halldór Jóhannesson aðalmaður, Anna Karen Úlfarsdóttir aðalmaður, Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri og Harpa Halldórsdóttir skrifstofustjóri.

Fundargerð ritaði: Harpa Halldórsdóttir

Dagskrá:

1. 1610011 – Bréf dags. 03.10.2016 frá IMPACT lögmönnum fyrir hönd
umbjóðenda sinna (Jónas H. Jónasson, Guðbjörg Lárusdóttir, Jónas
Halldórsson og Anný Larsdóttir) en þar er farið fram á skaðabætur frá
sveitarfélaginu vegna meints saknæms háttsemi eða athafnarleysis
sveitarstjórnar og Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra í málefnum er
vörðuðu Sveitarhótelið ehf.

Halldór Jóhannesson vék af fundi undir þessum lið. Árni Pálsson var

gestur fundarinns og fór yfir bréfið. Samþykkt að hafna bótakröfu og

lögmanni falið að svara erindinu.

2. 1610012 – Ósk frá Greiðri leið ehf. um hlutafjáraukningu.

Samþykkt að verða við beiðni um hlutafjáraukningu að fjárhæð

825.687 kr.

 

3. 1610013 – Bréf dags. 06.10.2017 frá Snorraverkefninu en þar er óskað
eftir stuðningi við verkefnið.

Samþykkt að hafna beiðninni.

 

4. 1609009 – Hjólreiða- og göngustígur – staða mála.

Sveitarstjóri fór yfir stöðu mála. Ýmsar hugmyndir ræddar um

framhaldið.

 

5. 1610005 – Tölvupóstur dags. 3 okt. frá Arnari Þorsteinssyni þar sem hann
óskar eftir afstöðu sveitarstjórnar varðandi hugmynd um 5 hús fyrir
ferðaþjónustu í Halllandsnesi skv. meðfylgjandi uppdrætti.
Áður á dagskrá síðasta fundar.

Sveitarstjórn tekur vel í erindið og sveitarstjóra falið að undibúa gögn

varðandi mögulegar aðalskipulagsbreytingar.

 

6. 1610014 – Leiga á íbúðum við Laugartún 5-7.

Samþykkt að auglýsa tvær íbúðir til leigu og/eða sölu. Ólafi Rúnari og

Guðfinnu falið að fylgja málinu eftir.

 

7. 1610015 – Gjaldskrá sorpmála í sveitarfélaginu.
Drög að nýrri gjaldskrá lögð fram.

 

8. 1610016 – Bréf dags. 10.10.2017 frá Reykjavíkur Akademíunni en þar er
óskað eftir stuðningi við verkefnið.
Samþykkt að hafna beiðninni.

 

9. 1610017 – Tekið á dagskrá með samþykki allra sveitarstjórnarmanna. Erindi frá Helga Jóhannssyni þess efnis að bæjarnafninu Sigtúnir verði breytt í Mælifell.

Sveitarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

 

10. 1610018 – Tekið á dagskrá með samþykki allra sveitarstjórnarmanna. Erindi frá Björgu Bjarnadóttur varðandi Breiðablik.

Sveitarstjóra falið að afgreiða erindið.

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:45