Sveitarstjórn

58. fundur 30. nóvember 2016

58. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2014 -2018 var haldinn í Ráðhúsinu Svalbarðseyri, miðvikudaginn 30. nóvember 2016 kl. 13:30.

Fundinn sátu: Valtýr Þór Hreiðarsson oddviti, Guðfinna Steingrímsdóttir varaoddviti, Ólafur Rúnar Ólafsson aðalmaður, Halldór Jóhannesson aðalmaður, Sigurður Halldórsson varamaður, Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri og Harpa Halldórsdóttir skrifstofustjóri.

Fundargerð ritaði: Harpa Halldórsdóttir

Dagskrá:

1. 1611014 – Fundargerð nr. 288 frá stjórn Eyþings.

Lagt fram til kynningar.

2. 1611015 – Fundargerð nr. 186 frá HNE.

Lagt fram til kynningar.

 

3. 1611016 – Jólaaðstoð - Styrktarbeiðni dags. 17. nóv. frá
góðgerðarsamtökum við Eyjafjörð.

Samþykkt að veita styrk að fjárhæð 50.000 kr.

 

4. 1611017 – Úrskurður frá Úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála
í málefni er varðar skipulagsmál í Sveinbjarnargerði.
Lagt fram til kynningar.

5. 1611018F – Skólanefnd, fundargerð nr. 16.
a) Úttekt á rekstri Valsárskóla.
b) Staða mála.
c) Óskir frá skóla vegna fjárhagsáætlunar.

Fundargerðin staðfest. Sveitarstjórn tekur lið c til skoðunar í tengslum við fjárhagsáætlun.

6. 1611021F – Félagsmálanefnd, fundargerð nr. 8.
a) Staða mála.
b) Vangaveltur um þörf fyrir starfsmann í heimaþjónustu og mögulegt
samstarf við nágrannasveitarfélögin í þeim efnum.
c) Trúnaðarmál.
d) Upplýsingabæklingur sveitarfélagsins á pólsku.

Fundargerðin staðfest.

7. 1611019 – Deiliskipulag í Sólbergslandi norðan Sólheima.

Engar athugasemdir bárust á seinni auglýsingartíma en athugasemdir sem komu á fyrri auglýsingartíma gilda áfram. Sveitarstjórn staðfestir fyrri bókun á 52. fundi sem varðar þetta mál og samþykkir því tillöguna.

8. 1611020 – Deiliskipulag í landi Halllands.

Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma. Sveitarstjórn samþykkir tillöguna.

9. 1611012 – Fjárhagsáætlun 2017 – framhald.
Samþykkt að hlutfall útsvars 2017 verði óbreytt, þ.e. 14,52%

Fundi slitið kl. 17.20