Sveitarstjórn

59. fundur 14. desember 2016

59. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2014 -2018 var haldinn í Ráðhúsinu Svalbarðseyri, miðvikudaginn 14. desember 2016 kl. 13:30.

Fundinn sátu: Valtýr Þór Hreiðarsson oddviti, Guðfinna Steingrímsdóttir varaoddviti, Ólafur Rúnar Ólafsson aðalmaður, Halldór Jóhannesson aðalmaður, Sigurður Halldórsson varamaður, Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri og Harpa Halldórsdóttir skrifstofustjóri.

Fundargerð ritaði: Harpa Halldórsdóttir

Dagskrá:

1. 1612001 – Samningur um snjómokstur á Svalbarðseyri til þriggja ára.

Sveitarstjórn samþykkir að ganga til samninga við Ísref um snjómokstur

samkvæmt fyrirliggjandi gögnum.

2. 1612002 – Fundargerð nr. 844 frá stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Lagt fram til kynningar.

 

3. 1612003 – Bréf dags. 28. nóv. frá nemendum í 8-10 bekk Valsárskóla.
Með bréfinu vilja nemendurnir koma hugmyndum sínum um betra
samfélag á framfæri.

Lagt fram til kynningar. Sveitarstjóra falið að svara bréfinu.

 

4. 1612004 – Ný afstaðinn hluthafafundur um framtíð Flokkun Eyjafjörður ehf.

Lagt fram til kynningar.

 

5. 1612005 – Styrkumsókn frá Aflinu.

Sveitarstjórn samþykkir erindið.

6. 1612006 – Tölvupóstur dags. 12. des. frá Bergþóru Aradóttur og Starra

Heiðmarssyni en þar óska þau eftir tilfærslu á byggingareit við Sólheima 9.
Jafnframt óska þau eftir afstöðu sveitarstjórnar er varðar rekstur
heimagistingar í væntanlegum bílskúr.

Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að setja tillöguna í

grenndarkynningu.

7. 1612007 – Viðauki við Fjárhagsáætlun 2016.

Farið yfir drög að viðauka við fjárhagsáætlun 2016. Engar breytingar

voru gerðar og viðaukinn því næst samþykktur.

 

8. 1611012 – Fjárhagsáætlun 2017 – Seinni umræða.

Álagningarhlutfall gjalda 2017:

Útsvarsprósenta (hámark) 14,52% verður óbreytt frá fyrra ári.

Álagningarprósentur fasteignagjalda verða óbreyttar frá fyrra ári:

Fasteignaskattur A af fasteignamati 0,385%.

Fasteignaskattur B af fasteignamati 1,32%.

Fasteignaskattur C af fasteignamati 1,20%.

Lóðarleiga af fasteignamati lóða 1,50%.

Fráveitugjald/holræsagjald af fasteignamati húss og lóðar 0,19%

Vatnsskattur er samkvæmt gjaldskrá Norðurorku.

Örorku- og ellilífeyrisþegar fá afslátt samkvæmt reglum Svalbarðsstrandarhrepps, tekjuviðmiðunarmörk hækka um 10%.

Sorphirðugjald verður:

Fyrirtæki A kr. 37.000.-

Fyrirtæki B kr. 70.000.-

Fyrirtæki C kr. 150.000.-

Minni býli kr. 24.000.-

Stærri býli kr. 70.000.-

Frístundahús kr. 15.000.-

Íbúðarhús kr. 37.000.-

Gjaldtaka fyrir losun rotþróa verður óbreytt.

Frístundastyrkur barna verður kr. 18.500.-

Styrkur til örorku- og ellilífeyrisþega vegna snjómokstur verður 43.200.- en tekjutengdur með sömu viðmiðunarmörkum og reglur um afslátt af fasteignaskatti.

Aðrar gjaldskrár hækka um 5% Nema gámaleiga hækkar um 10%. Gjaldskrár verða birtar á heimasíðu hreppsins á næstunni.

Farið var yfir drög að fjárhagsáætlun Svalbarðsstrandarhrepps 2017 og gerðar lítils háttar breytingar. Fjárhagsáætlun var því næst samþykkt.

Samkvæmt henni verður 2,2 mkr. afgangur af rekstri samstæðunnar 2017. Skatttekjur eru áætlaðar 237,5 mkr. og framlög Jöfnunarsjóðs 77,7 mkr. Samanlagðar tekjur A- og B-hluta (samstæðu) eru áætlaðar 343,3 mkr., rekstrargjöld A- og B-hluta 325,0 mkr. og afskriftir á árinu eru áætlaðar um 20,8 mkr. Fjármagnsliðir eru áætlaðir jákvæðir um 4,7 mkr. Fyrirhuguð fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum er 19,2 mkr. Handbært fé í árslok 2017 er áætlað 96,1 mkr. og langtímaskuldir sveitarfélagins í árslok eru áætlaðar 11,7 mkr.

9. 1612018 – Þriggja ára áætlun 2018-2020.

Árin 2018-2020 er reiknað með óbreyttum tekjum.og rekstrarkostnaði. Fjárfestingahreyfingar árin 2018-2020 eru áætlaðar 10 mkr á ári. Þriggja ára áætlun samþykkt.

10. 1612019 – Tekið á dagskrá með samþykki allra sveitarstjórnarmanna.

Samþykkt að Elísabet Ásgrímsdóttir verði fulltrúi sveitarfélagsins á aðalfundi Minjasafnsins á Akureyri 15.desember n.k.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:15