Sveitarstjórn

61. fundur 25. janúar 2017

61. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2014-2018, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, miðvikudaginn 25. janúar 2017 kl. 13:30.

Fundinn sátu: Guðfinna Steingrímsdóttir varaoddviti, Halldór Jóhannesson aðalmaður, Ólafur Rúnar Ólafsson aðalmaður, Anna Karen Úlfarsdóttir aðalmaður, Sigurður Halldórsson 1. varamaður, Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri og Harpa Halldórsdóttir skrifstofustjóri.

Fundargerð ritaði: Harpa Halldórsdóttir, Skrifstofustjóri.

Dagskrá:

1.

1701015 - Árni Geirhjörtur Jónsson, kt. 180553-5769, Kotabyggð 1, 601 Akureyri. sækir um nýtt rekstrarleyfi til sölu gistinga að Kotabyggð 1b, sumarbúst. fnr. 233-8964, 601 Akureyri.

 

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að umrætt rekstrarleyfi verði veitt.

 

   

2.

1701014 - Guðfinna Steingrímsdóttir, kt. 070457- 2619, Litli-Hvammur 2, 601 Akureyri, sækir um nýtt rekstrarleyfi til sölu gistingar að Litla-Hvammi 2, Svalbarðsstrandarhreppi, 601 Akureyri

 

Guðfinna Steingrímsdóttir vék af fundi undir þessum lið. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að umrætt rekstrarleyfi verði veitt.

 

   

3.

1701013 - 33kv háspennulögn, Rangárvellir - Hólsvirkjun, Fnjóskárdal

 

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða staðsetningu jarðstrengs svo fremi sem RARIK fái samþykki allra landeigenda á lagnaleiðinni skv. meðfylgjandi uppdrætti.

 

   

4.

1701012 - Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar 2014-2018 fundargerð 1. fundar

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

5.

1701011 - Hluthafafundur Flokkunar ehf - fundargerð

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

6.

1701010 - Samstarf Sveitarfélaga, erindi frá Akureyrarbæ

 

Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps tekur jákvætt í ósk Bæjarstjórnar Akureyrar um gerð fýsileikakönnunar varðandi mögulega sameiningu sveitarfélaga við Eyjafjörð. Sveitarstjórn tekur undir sjónarmið bæjarstjórnar um að mikilvægt sé að taka málefnalega umræðu um þessi mál á grundvelli væntanlegrar könnunar. Jafnframt skal undirstrika að vilji meirihluta íbúa sveitarfélagsins mun ávallt ráða för varðandi hugsanlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaga. Sveitarstjórn er reiðubúin til viðræðna við Bæjarstjórn Akureyrar um mögulega framkvæmd og gerð slíkrar könnunar.

 

   

7.

1701016 - Reykjavíkurflugvöllur

 

Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps leggur áherslu á nauðsyn þess að ávallt sé greið leið með sjúklinga að eina hátæknisjúkrahúsi landsins, sjúkrahúsi allra landsmanna, sem staðsett er í miðborg Reykjavíkur. Lokun neyðarbrautarinnar svo kölluðu á Reykjavíkurflugvelli hefur á undangengnum vikum leitt til þess að sjúkraflugvélar hafa ekki getað lent í Reykjavík né annars staðar á suðvestur horninu með alvarlega veika einstaklinga, sem hafa þurft á bráðnauðsynlegri umönnun að halda. Það er því ófrávíkjanleg krafa að neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar verði opnuð aftur þar til önnur og jafngóð lausn finnst. Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps skorar á Borgarstjórn Reykjavíkur, Samgönguráðherra, Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis að stuðla að því að svo geti orðið.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:15.