Sveitarstjórn

64. fundur 08. mars 2017

64. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2014-2018, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, miðvikudaginn 8. mars 2017 kl. 13:30.

Fundinn sátu: Valtýr Þór Hreiðarsson oddviti, Guðfinna Steingrímsdóttir varaoddviti, Ólafur Rúnar Ólafsson aðalmaður, Halldór Jóhannesson aðalmaður, Anna Karen Úlfarsdóttir aðalmaður, Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri og Harpa Halldórsdóttir skrifstofustjóri.

Fundargerð ritaði: Harpa Halldórsdóttir, skrifstofustjóri.

Gestir fundarins voru Árni Ólafsson og Lilja Filippusdóttir frá Teiknistofu arkitekta ásamt Vigfúsi Björnssyni skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðarsvæðis.

Dagskrá:

1.

1703001 - Deiliskipulag norðan Valsár. Tilbúin tillaga tekin fyrir

 

Árni kynnti tillögu að deiliskipulagi norðan Valsár og fór yfir 1. áfanga. Teiknistofunni falið að ganga endanlega frá tillögunni og ákveðið að auglýsa hana í næstu viku.

 

   

2.

1703002 - Tillaga að gatnagerðargjaldi á Svalbarðseyri

 

Sveitarstjóra og Halldóri Jóhannessyni var falið að útfæra nánar tillögu að gatnagerðargjaldi.

 

   

3.

1703003 - Tölvupóstur dags. 28. feb. frá stjórnarformanni Flokkunar þar sem boðað er til aðalfundar þann 14. mars

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

4.

1703004 - Fundargerð nr. 847 frá stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

5.

1703005 - Fundargerð 8 fundar Umhverfis- og atvinnmálanefndar

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:45.