Fundinn sátu: Valtýr Þór Hreiðarsson oddviti, Guðfinna Steingrímsdóttir varaoddviti, Ólafur Rúnar Ólafsson aðalmaður, Halldór Jóhannesson aðalmaður, Anna Karen Úlfarsdóttir aðalmaður, Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri og Harpa Halldórsdóttir skrifstofustjóri.
Fundargerð ritaði: Harpa Halldórsdóttir, skrifstofustjóri.
Dagskrá:
| 
 Almenn mál  | 
||
| 
 1.  | 
 1703006 – Erindi frá Leó Árnasyni fyrir hönd Rover ehf. þar sem óskað er eftir því  | 
|
| 
 
  | 
 Breytingin er ekki í samræmi við meginreglu aðalskipulagsins um aðgreiningu frístundabyggðar frá íbúðabyggð. Jafnframt hefði breytingin víðtækt fordæmisgildi um búsetu á frístundasvæðum. Sveitarstjórn telur því ekki unnt að verða við erindinu. Varðandi nánari rökstuðning vísast í umsögn skipulagsráðgjafa.  | 
|
| 
 2.  | 
 1703007 – Fundargerð nr. 293 frá stjórn Eyþings. Lagt fram til kynningar.  | 
|
| 
 
  | 
||
| 
 3.  | 
 1703008 – Erindi frá Ósafli sf. sem óskar eftir tímabundnu stöðuleyfi fyrir  | 
|
| 
 
  | 
 Sveitarstjórn samþykkir framlagða tillögu skv. meðfylgjandi skipulagsuppdrætti.  | 
|
| 
 4.  | 
 1703009 – Erindi frá Ósafli sf. sem óskar eftir framlengingu á tímabundnu leyfi  | 
|
| 
 
  | 
 Sveitarstjórn samþykkir framlagða tillögu skv. meðfylgjandi skipulagsuppdrætti.  | 
|
| 
 5.  | 
 1703010 – Laun kjörinna fulltrúa og nefnda hjá Svalbarðsstrandarhreppi.  | 
|
| 
 
  | 
 Sveitarstjórn samþykkir að halda viðmiðun launa sveitarstjórnar og nefnda við þingfararkaup en lækka prósentur og verða þær eftirfarandi: Oddviti 8% fast og 1,6% fyrir hvern fund, aðrir aðalfulltrúar 4% fast og 1,6% fyrir hvern fund. Formenn nefnda 2,4% fyrir hvern fund, aðrir nefndarmenn 1,6% fyrir hvern fund. Hækkun launa sveitarstjórnar og nefnda verður með þessu móti um 15,5% í stað 44% hækkunar. Hækkunin tekur gildi 1. apríl n.k. 
 Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30 
  | 
|