Sveitarstjórn

66. fundur 05. apríl 2017

66. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2014-2018, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, miðvikudaginn 5. apríl 2017 kl. 13:30.

Fundinn sátu: Valtýr Þór Hreiðarsson oddviti, Guðfinna Steingrímsdóttir varaoddviti, Halldór Jóhannesson aðalmaður, Ólafur Rúnar Ólafsson aðalmaður, Anna Karen Úlfarsdóttir aðalmaður, Sigurður Halldórsson 1. varamaður, Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri og Harpa Halldórsdóttir skrifstofustjóri.

Fundargerð ritaði: Harpa Halldórsdóttir, skrifstofustjóri.

Dagskrá:

1.

1704001 - Niðurstöður úr grenndarkynningu vegna beiðni um endurbyggingu á varphúsi í Sveinbjarnargerði

 

Halldór Jóhannesson vék af fundi undir þessum lið. Að fengnu áliti lögmanns sveitarfélagsins og skipulagsráðgjafa samþykkir sveitarstjórn að veita leyfi fyrir endurbyggingu á varphúsi í Sveinbjarnargerði í samræmi við innsend gögn. Sveitarstjóra falið að svara innsendum athugasemdum í samráði við skipulagsráðgjafa sveitarstjórnar.

 

   

2.

1704002 - Tillaga að breytingu á aðalskipulagi í Halllandsnesi

 

Sveitarstjórn samþykkir að setja í auglýsingu tillögu að breytingu á aðalskipulagi í Halllandsnesi skv. meðfylgjandi skipulagsuppdrætti.

 

   

3.

1704003 - Fundargerð nr. 848 frá stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

4.

1704004 - Bréf dags. 27. mars frá stjórnarformanni Moltu ehf þar sem boðar er til aðalfundar Moltu ehf þann 11. apríl næstkomandi

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

5.

1704005 - Tölvupóstur 28. mars frá hafnarstjóra Hafnarsamlags Norðurlands þar sem boðar er til aðalfundar Hafnarsamlagsins þann 17. maí næstkomandi

 

Lagt fram til kynningar. Halldór Jóhannesson mætir á fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.

 

   

6.

1704006 - Erindi dags. 29. mars Air 66N en þar er óskað eftir áframhaldandi samstarfi árin 2018-2019

 

Sveitarstjórn samþykkir áframhaldandi stuðning við verkefnið Air 66N árin 2018-2019.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:30.