Sveitarstjórn

68. fundur 03. maí 2017

68. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2014-2018, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, miðvikudaginn 3. maí 2017 kl. 13:30.

Fundinn sátu: Valtýr Þór Hreiðarsson oddviti, Guðfinna Steingrímsdóttir varaoddviti, Halldór Jóhannesson aðalmaður, Ólafur Rúnar Ólafsson aðalmaður, Sigurður Halldórsson 1. varamaður, Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri og Harpa Halldórsdóttir skrifstofustjóri.

Fundargerð ritaði: Harpa Halldórsdóttir, skrifstofustjóri.

Dagskrá:

1.

1705004 - Ársreikningur 2016, seinni umræða

 

Ársreikningur 2016, ásamt endurskoðunarskýrslu, skuldbindingayfirliti og staðfestingarbréfi stjórnenda, lagður fram. Helstu niðurstöður eru í þús.kr.:

Sveitarsjóður ............................A hluti ...... A og B hluti saman

Rekstrartekjur alls ................... 366.426 .... 370.086
Rekstrargjöld alls .................... 330.321 .... 330.985
Afskriftir .......................................... 19.696 ...... 20.179
Fjám.tekjur/gjöld ........................... 3.537 ........ 3.146
Rekstrarniðurstaða .................... 19.946 ...... 22.069
Eigið fé í árslok ..........................591.458 .... 599.219

Ársreikningur samþykktur og undirritaður.

 

   

2.

1705001 - Erindi frá AFE varðandi smávirkjanir

 

Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur AFE að leita tilboða í könnunina.

 

   

3.

1705003 - Fundargerð nr. 104 frá Byggingarnefnd

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

4.

1705002 - Fundargerð nr. 294 frá stjón Eyþings

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

5.

1705005 - Uppsögn samnings um hreinsun rotþróa.

 

Tekið á dagskrá með samþykki allra sveitarstjórnarmanna.
Samþykkt að segja upp núverandi samningi við Gámaþjónustu Norðurlands og leita tilboða í nýjan samning í samvinnu við fleiri sveitarfélög.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00.