Sveitarstjórn

69. fundur 17. maí 2017

69. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2014-2018, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, miðvikudaginn 17. maí 2017 kl. 13:30.

Fundinn sátu: Valtýr Þór Hreiðarsson oddviti, Guðfinna Steingrímsdóttir varaoddviti, Halldór Jóhannesson aðalmaður, Ólafur Rúnar Ólafsson aðalmaður, Anna Karen Úlfarsdóttir aðalmaður, Sigurður Halldórsson 1. varamaður og Harpa Halldórsdóttir skrifstofustjóri.

Fundargerð ritaði: Harpa Halldórsdóttir, skrifstofustjóri.

Árni Pálsson lögmaður og Vigfús Björnsson skipulagsfulltrúi Svalbarðsstrandarhrepps voru gestir fundarins.

Dagskrá:

1.

1705006 - Stjórnsýslukæra vegna skipulagsmála í Sveinbjarnargerði

 

Ákvörðun sveitarstjórnar að leyfa stækkun á alifuglabúi Græneggja er kærð.

Halldór Jóhannesson vék af fundi undir þessum lið.

Árni Pálsson lögmaður sveitarfélagsins fór yfir kæruna. Lögmanni falið að skila greinargerð til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

 

   

2.

1705015 - Innsendar athugasemdir við deiliskipulagstillögu norðan Valsár

 

Athugasemdir bárust frá einum aðila.

Vigfús Björnsson skipulagsfulltrúi sveitarfélagsins fór yfir athugasemdirnar sem eru í meginatriðum tvenns konar, annars vegar áfangaskipting og hins vegar byggingaskilmálar:

Að teknu tilliti til framkominna athugasemda samþykkir sveitarstjórn að áfangaskipting deiliskipulagstillögu Valsárhverfis skuli haldast óbreytt.

Að teknu tilliti til framkominna athugasemda samþykkir sveitarstjórn að byggingaskilmálar í deiliskipulagstillögu skuldi haldast óbreyttar.

Oddvita falið að svara framkomnum athugasemdum.

 

   

3.

1705013 - Sameining lóða í Sveinbjarnargerði

 

Sigurður Karl Jóhannsson fyrir hönd Sólfjörð ehf. óskar eftir því að sameina lóðir undir hótelbyggingar í Sveinbjarnargerði.

Sveitarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti en vísar því til Byggingarnefndar.

 

   

4.

1705014 - Landskipti á Efri-Dálksstöðum

 

Gestur Jensson og Jóhannes Kristjánsson óska eftir leyfi til að stofna sér lóð undir íbúðarhúsið á Efri-Dálksstöðum.

Þessum lið frestað þar til skriflegt erindi liggur fyrir.

 

   

5.

1705012 - Samstarfssamningar við Akureyrarbæ

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

6.

1705008 - Erindi frá Sóknarnefnd Svalbarðskirkju

 

Sóknarnefndin vill kanna hvort Vinnuskólinn geti tekið að sér slátt á kirkjugarði, einnig meðfram grindverki og bílaplani við kirkjuna, sem og mögulegan kostnað.

Sveitarstjóra falið að hafa samband við Sóknarnefndina.

 

   

7.

1705011 - Fundargerð nr. 10 frá Félagsmálanefnd

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

8.

1705010 - Fundargerð nr. 9 frá Umhverfis- og atvinnumálanefnd

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

9.

1705017 - Fundargerð nr. 17 frá Skólanefnd

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

10.

1705009 - Fundargerð dags. 22. mars frá Almannavarnarnefnd Eyjafjarðar

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

11.

1705007 - Fundarboð á aðalfund Landskerfis bókasafna hf

 

Samþykkt að senda fundarboðið til formanns Bókasafnsnefndar og bókasafnvarða.

 

   

12.

1705016 - Aðalfundur hjá Greið leið ehf þann 29. maí

 

Samþykkt að oddvita verði veitt umboð til að sækja aðalfundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.

 

   

Halldór Jóhannesson yfirgaf fundinn kl. 14:40.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00.