Sveitarstjórn

71. fundur 16. júní 2017

71. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2014-2018, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, miðvikudaginn 16. júní 2017 kl. 16:00.

Fundinn sátu: Valtýr Þór Hreiðarsson oddviti, Guðfinna Steingrímsdóttir varaoddviti, Halldór Jóhannesson aðalmaður, Ólafur Rúnar Ólafsson aðalmaður, Sigurður Halldórsson 1. varamaður, Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri og Harpa Halldórsdóttir skrifstofustjóri.

Fundargerð ritaði: Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri

Dagskrá:

1.

1706006 – Deiliskipulag norðan Valsár.

 

Sveitarstjórn hefur borist bréf frá Skipulagsstofnun dags, 9. júní þar sem gerðar eru nokkrar athugasemdir við skipulagstillöguna.

Árni Ólafsson arkitekt fór yfir athugasemdirnar og gerði síðan grein fyrir þeim minni háttar breytingum sem hann leggur til að verði gerðar á tillögunni.

Sveitarstjórn samþykkir framlagða tillögu og felur sveitarstjóra og skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna aftur með áorðnum breytingum.

Sveitarstjórn fór yfir nafnlausar götur á eyrinni og gaf þeim þeim eftirfarandi nöfn.

Lækjartún, Bakkatún, Tjarnartún, Borgartún, Barðstún, Eyrartún, Skólatún og Sjávargata,

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16.55