Sveitarstjórn

72. fundur 28. júní 2017

72. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2014-2018, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, miðvikudaginn 28. júní 2017 kl. 13:30.

Fundinn sátu: Valtýr Þór Hreiðarsson oddviti, Guðfinna Steingrímsdóttir varaoddviti, Halldór Jóhannesson aðalmaður, Ólafur Rúnar Ólafsson aðalmaður, Anna Karen Úlfarsdóttir aðalmaður, Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri og Harpa Halldórsdóttir skrifstofustjóri.

Fundargerð ritaði: Harpa Halldórsdóttir, skrifstofustjóri.

Dagskrá:

1.

1706007 - Hvatningarverkefni íbúa Svalbarðsstrandarhrepps.

 

Í bréfi dagsettu 26.05.2017 vilja Elísabet Ásgrímsdóttir og Sveinn Steingrímsson spyrja hvort til sé umhverfisstefna hér, hver hún sé og hvort vilji sé til að marka enn skýrari umhverfisstefnu fyrir samfélagið?

 

Elísabet Ásgrímsdóttir var gestur fundarins undir þessum lið og kynnti hugmyndir þeirra. Sveitarstjórn fagnar því frumkvæði sem hér er sýnt og er mjög jákvæð gagnvart þeim hugmyndum sem settar eru fram. Samþykkt að fela Umhverfisnefnd að vinna að mótun umhverfisstefnu fyrir samfélagið, sem og frekari útfærslu á þeim hugmyndum sem hafa komið fram. Stefnt skal að því að drög verði lögð fyrir sveitarstjórn seint á þessu ári.

 

   

2.

1706014 - Kjör oddvita til eins árs.

 

Valtýr Þór Hreiðarsson var kjörinn einróma oddviti til eins árs. Guðfinna Steingrímsdóttir var jafnframt kjörinn varaoddviti til eins árs.

 

   

3.

1706011 - Ósk um landskipti úr landi Sólbergs.

 

Tölvupóstur dags. 16.06.2017 frá Úlfari Arasyni, þar sem hann fer fram á landskipti í landi Sólbergs skv. meðfylgjandi hnitsettum skipulagsuppdrætti.

 

Anna Karen Úlfarsdóttir vék af fundi undir þessum lið. Sveitarstjórn samþykkir landskiptin skv. meðfylgjandi hnitsettum skipulagsuppdrætti.

 

   

4.

1706012 - Umsögn um veitingu rekstrarleyfis.

 

Í bréfi dags. 22.06.2017 óskar Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra eftir umsögn sveitarstjórnar á veitingu rekstrarleyfis í Sunnuhlíð (gömlu fjárhúsunum).

 

Valtýr Þór Hreiðarsson vék af fundi undir þessum lið. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að umrætt rekstrarleyfi verði veitt.

 

   

5.

1706008 - Erindi dags. 23.06.2017 frá Æskunni.

 

Stjórn Æskunnar óskar eftir styrk frá sveitarfélaginu til að kaupa ný fótboltamörk.

 

Sveitarstjórn samþykkir að veita styrk að fjárhæð allt að 400.000 kr.

 

   

6.

1706013 - Fundargerð nr. 18 frá skólanefnd.

 

a) Staða mála
b) Skóladagatal 2017-2018
c) Bókun 1
d) Samningur um námsráðgjöf

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

7.

1706010 - Skýrsla RHA um sameiningarmöguleika.

 

Skýrslan fjallar um kosti og galla þess að sameina Eyþing, AFE og AÞ.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

8.

1706009 - Fundargerð nr. 296 frá stjórn Eyþings.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:45.