Sveitarstjórn

73. fundur 12. júlí 2017

73. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2014-2018, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, miðvikudaginn 12. júlí 2017 kl. 13:30.

Fundinn sátu: Valtýr Þór Hreiðarsson oddviti, Guðfinna Steingrímsdóttir varaoddviti, Halldór Jóhannesson aðalmaður, Ólafur Rúnar Ólafsson aðalmaður, Anna Karen Úlfarsdóttir aðalmaður, Sigurður Halldórsson 1. varamaður, Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri og Harpa Halldórsdóttir skrifstofustjóri.

Fundargerð ritaði: Harpa Halldórsdóttir, skrifstofustjóri.

Dagskrá:

1.

1707002 - Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn sveitarstjórnar.

 

Í tölvupósti 10. júlí óskar stofnunin eftir umsögn um það hvort fyrirhuguð endurbygging alifuglahúss í Sveinbjarnargerði skuli háð mati á umhverfisáhrifum.

 

Halldór Jóhannesson vék af fundi undir þessum lið. Að höfðu samráði við lögmann sveitarfélagsins var eftirfarandi bókun gerð: Sveitarstjórn telur að fyrirhugaðar framkvæmdir séu í samræmi við aðalskipulag sveitarfélagsins. Þá telur sveitarstjórn að fyrirhugaðar framkvæmdir og rekstur komi ekki til með að hafa umtalsverð áhrif á umhverfið. Sveitarstjórn telur því að ekki sé nauðsynlegt að fram fari mat á umhverfisáhrifum.

 

   

2.

1707001 - Umsögn um veitingu rekstrarleyfis.

 

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn sveitarstjórnar á veitingu rekstrarleyfis fyrir gististað í flokki 2 að Heiðarbyggð 21 og 22. Umsóknaraðili er Tærgesen ehf.

 

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að umrætt rekstrarleyfi verði veitt en bendir á að leyfið felur í sér hækkun fasteignaskatts (úr flokki A í flokk C). Þjónustustig við Heiðarbyggð helst óbreytt.

 

   

3.

1707006 - Greið leið ehf. Fundargerð aðalfundar þann 29.05.2017.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

4.

1707005 - Fundargerðir nr. 191-193 frá Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

5.

1707004 - Fundargerð nr. 105 frá Bygginganefnd.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00.