Sveitarstjórn

74. fundur 09. ágúst 2017

74. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2014-2018, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, miðvikudaginn 9. ágúst 2017 kl. 15:00.

Fundinn sátu: Valtýr Þór Hreiðarsson oddviti, Guðfinna Steingrímsdóttir varaoddviti, Halldór Jóhannesson aðalmaður, Ólafur Rúnar Ólafsson aðalmaður, Anna Karen Úlfarsdóttir aðalmaður, Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri og Harpa Halldórsdóttir skrifstofustjóri.

Fundargerð ritaði: Harpa Halldórsdóttir, skrifstofustjóri.

Dagskrá:

1.

1708001 - Greið leið ehf - Hlutafjáraukning 2017

 

Sveitarstjórn samþykkir að taka þátt í hlutafjáraukningu Greiðrar leiðar ehf. 2017. Hlutur sveitarfélagsins í aukningunni er 1.036.437 kr.

 

   

2.

1708002 - Deiliskipulag norðan Valsár

 

Tillagan var auglýst aftur vegna minni háttar athugasemda frá Skipulagsstofnun. Frestur til að skila inn athugasemdum rann út 2. ágúst s.l. en engar athugasemdir bárust innan tilskilins frests. Sveitarstjórn samþykkir því endanlega deiliskipulagstillögu og felur skipulagsfulltrúa og sveitarstjóra að ljúka lögbundnu ferli hennar.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30.