Sveitarstjórn

75. fundur 23. ágúst 2017

75. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2014-2018, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, miðvikudaginn 23. ágúst 2017 kl. 14:00.

Fundinn sátu: Valtýr Þór Hreiðarsson oddviti, Guðfinna Steingrímsdóttir varaoddviti, Halldór Jóhannesson aðalmaður, Anna Karen Úlfarsdóttir aðalmaður, Sigurður Halldórsson 1. varamaður, Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri og Harpa Halldórsdóttir skrifstofustjóri.

Fundargerð ritaði: Harpa Halldórsdóttir, skrifstofustjóri.

Dagskrá:

1.

1708003 - Deiliskipulag norðan Valsár.

 

Tekið á dagskrá með samþykki allra sveitarstjórnarmanna.
Sveitarstjórn stefnir að því að seinni hluta septembermánaðar liggi fyrir gögn varðandi íbúðarhúsalóðir í Valsárhverfi, svo sem úthlutunarreglur, verð á lóðum, dýpt á könnunarholum og fl.

 

   

2.

1708004 - Geymslugámaplan.

 

Tekið á dagskrá með samþykki allra sveitarstjórnarmanna.
Sveitarstjórn samþykkir að stækka gámaplanið í síðasta sinn og verður svæðið þá fullnýtt.

 

   

3.

1708005 - Fundargerð nr. 106 frá Byggingarnefnd Eyjafjarðarsvæðis.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

4.

1708006 - Fundargerð nr. 297 frá EYÞINGI

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:05.