Sveitarstjórn

76. fundur 13. september 2017

76. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2014-2018, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, miðvikudaginn 13. september 2017 kl. 14:00.

Fundinn sátu: Valtýr Þór Hreiðarsson oddviti, Guðfinna Steingrímsdóttir varaoddviti, Halldór Jóhannesson aðalmaður, Ólafur Rúnar Ólafsson aðalmaður, Anna Karen Úlfarsdóttir aðalmaður, Sigurður Halldórsson 1. varamaður, Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri og Harpa Halldórsdóttir skrifstofustjóri.

Fundargerð ritaði: Harpa Halldórsdóttir, skrifstofustjóri.

Dagskrá:

1.

1709006 - Tillaga um breytingu á aðalskipulagi í landi Heiðarholts.

 

Eigandi Heiðarholts óskar eftir því að heimilt verði að byggja fleiri en tvö íbúðarhús neðan þjóðvegar 1 skv. meðfylgjandi skipulagsuppdrætti.

 

Guðfinna Steingrímsdóttir vék af fundi undir þessum lið. Sveitarstjórn samþykkir að fara í þessar breytingar á aðalskipulagi skv. meðfylgjandi tillögu og felur sveitarstjóra og skipulagsfulltrúa að hefja lögformlegt ferli.

 

   

2.

1709005 - Valsárhverfi- kostnaðaráætlun fyrir fyrsta áfanga unnin af Verkís.

 

Kostnaðaráætlun var lögð fram og eftir töluverðar umræður er það mat sveitarstjórnar að það sé of kostnaðarsamt að fara strax í allan fyrsta áfanga hverfisins. Sveitarstjórn ákveður að við fyrstu úthlutun lóða skuli einungis farið í hluta áfangans til að lágmarka áhættu sveitarsjóðs.

 

   

3.

1709008 - Gatnagerðargjöld á Svalbarðseyri.

 

Núverandi gjaldskrá verður óbreytt til áramóta 2017.

 

   

4.

1709009 - Viðauki við fjárhagsáætlun 2017

 

Sveitarstjórn hafði áður samþykkt styrk til Vináttu í verki - Landssöfnunar vegna náttúruhamfaranna á Grænlandi, að upphæð 100.000 kr. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn fjárveitingu allt að 3.900.000 kr. vegna geymslugámaplans og hrægámaplans. Þessum kostnaði verður mætt með aukaframlagi sem nýverið barst frá Jöfnunarsjóði vegna tekna af skatti á fjármálafyrirtæki en ekki var gert ráð fyrir þeim greiðslum í fjárhagsáætlun. Nema þær um 4.000.000 kr.

 

   

5.

1709007 - Bréf dags. 28. ágúst frá Búfesti hsf.

 

Þar er fjallað um möguleika á samstarfi við sveitarfélög og almannasamtök um nýtt framboð íbúða.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

6.

1709004 - Bréf dags. 25. ágúst frá Skipulagsstofnun.

 

Stofnunin hefur komist að þeirri niðurstöðu að endurbygging á varphúsi í Sveinbjarnargerði og framkvæmdir þær sem því fylgja séu ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

7.

1709003 - Bréf dags. 30. ágúst frá Skipulagsstofnun.

 

Í bréfinu tilkynnir stofnunin sveitarfélaginu að hún geri ekki athugasemd við að sveitarstjórn birti auglýsingu um samþykkt deiliskipulags Valsárhverfis.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

8.

1709002 - Fundargerð 298. fundar stjórnar Eyþings.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

9.

1709001 - Fundargerð 852. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30.