77. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2014-2018, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, miðvikudaginn 11. október 2017 kl. 14:00.
Fundinn sátu: Valtýr Þór Hreiðarsson oddviti, Guðfinna Steingrímsdóttir varaoddviti, Halldór Jóhannesson aðalmaður, Ólafur Rúnar Ólafsson aðalmaður, Anna Karen Úlfarsdóttir aðalmaður, Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri og Harpa Halldórsdóttir skrifstofustjóri.
Fundargerð ritaði: Harpa Halldórsdóttir, skrifstofustjóri.
Dagskrá:
| 
 1.  | 
 1710010 - Lóðarúthlutun í Valsárhverfi  | 
|
| 
 Farið verður yfir þær umsóknir sem hafa borist.  | 
||
| 
 Í samræmi við úthlutanarreglur um lóðarveitingar frá 13. september 2017 var tveimur lóðum úthlutað núna, lóðinni Bakkatún nr. 4 úthlutað til Guðmundar Emilssonar og Þóru Sigríðar Torfadóttur. Fyrirvari er gerður um staðfestingu Minjastofnunar. Jafnframt var nyrstu lóð við Tjarnartún úthlutað til Hrafndísar Báru Einarsdóttur og Hermanns Hafþórssonar.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 2.  | 
 1710001 - Kjörskrá vegna alþingiskosninganna 28. október 2017  | 
|
| 
 Sveitarstjóra er veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem upp kunna að koma, fram að kjördegi vegna alþingiskosninganna 28. október n.k. í samræmi við 27. gr. laga um kosningar til Alþingis. Viðbót: Þar sem sveitarstjóri hefur tekið sæti á lista sem býður fram í komandi kosningum hefur sveitarstjórn falið formanni kjörstjórnar, Eddu Guðbjörgu Aradóttur þetta verkefni.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 3.  | 
 1710004 - Landskipti í Sveinbjarnargerði 1  | 
|
| 
 Bjarnargerði ehf óskar eftir að 3,7 ha. landspilda verði gerð að sjálfstæðri lóð skv. meðfylgjandi hnitsettum skipulagsuppdrætti.  | 
||
| 
 Halldór Jóhannesson tók ekki þátt í afgreiðslu málsins. Sveitarstjórn samþykkir landskiptin skv. meðfylgjandi hnitsettum skipulagsuppdrætti.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 4.  | 
 1710005 - Landskipti í Sveinbjarnargerði 2  | 
|
| 
 Grænegg ehf óskar eftir að 2 ha. landspilda verði gerð að sjálfstæðri lóð skv. meðfylgjandi hnitsettum skipulagsuppdrætti.  | 
||
| 
 Sveitarstjórn samþykkir landskiptin skv. meðfylgjandi hnitsettum skipulagsuppdrætti.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 5.  | 
 1710009 - Umsögn um veitingu rekstrarleyfis  | 
|
| 
 Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn sveitarstjórnar varðandi veitingu á rekstrarleyfi fyrir gistiþjónustu að Heiðarbyggð 21 og 22. Umsóknaraðili er Tærgesen ehf.  | 
||
| 
 Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að umrætt rekstrarleyfi verði veitt en bendir á að leyfið felur í sér hækkun fasteignaskatts (úr flokki A í flokk C). Þjónustustig við Heiðarbyggð helst óbreytt.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 6.  | 
 1710008 - Fundargerð nr. 194 frá Heilbrigðisnefnd  | 
|
| 
 Lagt fram til kynningar.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 7.  | 
 1710007 - Fundargerð nr. 107 frá Bygginganefnd  | 
|
| 
 Lagt fram til kynningar.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 8.  | 
 1710006 - Fundargerð nr. 299 frá stjórn Eyþings  | 
|
| 
 Lagt fram til kynningar.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 9.  | 
 1710003 - Skólanefnd - Fundargerð 19. fundar  | 
|
| 
 a) Staða mála  | 
||
| 
 Lagt fram til kynningar.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 10.  | 
 1710002 - Félagsmálanefnd - Fundargerð 11. fundar  | 
|
| 
 a) Staða mála  | 
||
| 
 Lagt fram til kynningar.  | 
||
| 
 
  | 
||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00.