Sveitarstjórn

77. fundur 11. október 2017

77. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2014-2018, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, miðvikudaginn 11. október 2017 kl. 14:00.

Fundinn sátu: Valtýr Þór Hreiðarsson oddviti, Guðfinna Steingrímsdóttir varaoddviti, Halldór Jóhannesson aðalmaður, Ólafur Rúnar Ólafsson aðalmaður, Anna Karen Úlfarsdóttir aðalmaður, Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri og Harpa Halldórsdóttir skrifstofustjóri.

Fundargerð ritaði: Harpa Halldórsdóttir, skrifstofustjóri.

Dagskrá:

1.

1710010 - Lóðarúthlutun í Valsárhverfi

 

Farið verður yfir þær umsóknir sem hafa borist.

 

Í samræmi við úthlutanarreglur um lóðarveitingar frá 13. september 2017 var tveimur lóðum úthlutað núna, lóðinni Bakkatún nr. 4 úthlutað til Guðmundar Emilssonar og Þóru Sigríðar Torfadóttur. Fyrirvari er gerður um staðfestingu Minjastofnunar. Jafnframt var nyrstu lóð við Tjarnartún úthlutað til Hrafndísar Báru Einarsdóttur og Hermanns Hafþórssonar.

 

   

2.

1710001 - Kjörskrá vegna alþingiskosninganna 28. október 2017

 

Sveitarstjóra er veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem upp kunna að koma, fram að kjördegi vegna alþingiskosninganna 28. október n.k. í samræmi við 27. gr. laga um kosningar til Alþingis.

Viðbót: Þar sem sveitarstjóri hefur tekið sæti á lista sem býður fram í komandi kosningum hefur sveitarstjórn falið formanni kjörstjórnar, Eddu Guðbjörgu Aradóttur þetta verkefni.

 

   

3.

1710004 - Landskipti í Sveinbjarnargerði 1

 

Bjarnargerði ehf óskar eftir að 3,7 ha. landspilda verði gerð að sjálfstæðri lóð skv. meðfylgjandi hnitsettum skipulagsuppdrætti.

 

Halldór Jóhannesson tók ekki þátt í afgreiðslu málsins. Sveitarstjórn samþykkir landskiptin skv. meðfylgjandi hnitsettum skipulagsuppdrætti.

 

   

4.

1710005 - Landskipti í Sveinbjarnargerði 2

 

Grænegg ehf óskar eftir að 2 ha. landspilda verði gerð að sjálfstæðri lóð skv. meðfylgjandi hnitsettum skipulagsuppdrætti.

 

Sveitarstjórn samþykkir landskiptin skv. meðfylgjandi hnitsettum skipulagsuppdrætti.

 

   

5.

1710009 - Umsögn um veitingu rekstrarleyfis

 

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn sveitarstjórnar varðandi veitingu á rekstrarleyfi fyrir gistiþjónustu að Heiðarbyggð 21 og 22. Umsóknaraðili er Tærgesen ehf.

 

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að umrætt rekstrarleyfi verði veitt en bendir á að leyfið felur í sér hækkun fasteignaskatts (úr flokki A í flokk C). Þjónustustig við Heiðarbyggð helst óbreytt.

 

   

6.

1710008 - Fundargerð nr. 194 frá Heilbrigðisnefnd

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

7.

1710007 - Fundargerð nr. 107 frá Bygginganefnd

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

8.

1710006 - Fundargerð nr. 299 frá stjórn Eyþings

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

9.

1710003 - Skólanefnd - Fundargerð 19. fundar

 

a) Staða mála
b) Erindi dags. 27. sept. frá Þóru Torfadóttur

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

10.

1710002 - Félagsmálanefnd - Fundargerð 11. fundar

 

a) Staða mála
b) Önnur mál

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00.