Sveitarstjórn

78. fundur 26. október 2017

78. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2014-2018 var haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, fimmtudaginn 26. október 2017 kl. 14:00.

Mættir: Valtýr Hreiðarsson oddviti, Guðfinna Steingrímsdóttir varaoddviti, Halldór Jóhannesson aðalmaður, Anna Karen Úlfarsdóttir aðalmaður, Sigurður Halldórsson 1. varamaður, Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri og Harpa Halldórsdóttir skrifstofustjóri.

Fundarritari: Harpa Halldórsdóttir

Dagskrá:

Almenn mál

1.

1710011 - Íbúðabygging við Laugartún 1-3.

Hugmyndir ræddar og ákveðið að skoða málið frekar.

     

2.

1710013 - Landskipti í landi Gautstaða.

 

Kristján Friðriksson óskar eftir landskiptum skv. meðfylgjandi hnitsettum skipulagsuppdrætti. Byggt verður nýtt íbúðarhús á landspildunni.

Sveitarstjórn samþykkir landskiptin skv. meðfylgjandi hnitsettum uppdrætti.

   

3.

1710012 - Umhverfis- og atvinnumálanefnd - 10. fundur.

 

Gámasvæði, umgengni og merkingar.
b) Sorphirða, tíðni og skipting milli almenns sorps og endurvinnslu.
c) Sjálfbært samfélag, umhverfisstefna fyrir Svalbarðsströnd.
d) Samningur um losanir á rotþróm.
e) Önnur mál.

Lagt fram til kynningar.

 

4.

1710014 - Kjörstjórn - 4. fundur.

Lagt fram til kynningar.

5.

 

1710015 -Tekið á dagskrá með samþykki allra sveitarstjórnarmanna.

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn sveitarstjórnar varðandi veitingu á rekstrarleyfi fyrir gistiþjónustu í Gömlu-búð. Umsóknaraðili er Safnasafnið ses.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að umrætt rekstrarleyfi verði veitt en bendir á að leyfið getur falið í sér hækkun fasteignaskatts (úr flokki A í flokk C).

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00