Sveitarstjórn

80. fundur 23. nóvember 2017

80. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2014-2018, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, 23. nóvember 2017 kl. 13:45.

Fundinn sátu: Valtýr Þór Hreiðarsson oddviti, Guðfinna Steingrímsdóttir varaoddviti, Halldór Jóhannesson aðalmaður, Ólafur Rúnar Ólafsson aðalmaður, Anna Karen Úlfarsdóttir aðalmaður, Sigurður Halldórsson 1. varamaður, Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri og Harpa Halldórsdóttir skrifstofustjóri.

Fundargerð ritaði: Harpa Halldórsdóttir, skrifstofustjóri.

Dagskrá:

1.

Ákvörðun útsvarsprósentu fyrir árið 2018 - 1711006

 

Samþykkt að hlutfall útsvars 2018 verði óbreytt, þ.e. 14,52%.

 

   

2.

Fjárhagsáætlun 2018 fyrri umræða - 1711013

 

Drög að fjárhagsáætlun 2018 lögð fram til fyrri umræðu.

 

   

3.

Geldingsá - Ósk um breytingu á aðalskipulagi og heimild til að vinna deiliskipulag - 1711011

 

Erindinu er frestað til næsta fundar þar sem verið er að skoða mögulegar breytingar á aðalskipulagi í næsta nágrenni.

 

   

4.

Ósk um landskipti í landi Helgafells - 1711009

 

Sveitarstjórn samþykkir viðkomandi landskipti skv. meðfylgjandi hnitsettum skipulagsuppdrætti með fyrirvara um að þinglýst verði kvöð sem varðar lagnaleiðir og aðkomu að húsnæði á viðkomandi landi.

 

   

5.

Fjölís - Samningur um ljósritun og hliðstæða eftirgerð í sveitarfélögum - 1711014

 

Sveitarstjóra falin afgreiðsla á málinu.

 

   

6.

Minjasafnið - Aðalfundarboð þann 30.11.2017 - 1711012

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

7.

SAMAN hópurinn - Beiðni um fjárstuðning - 1711010

 

Sveitarstjórn verður ekki við beiðninni að þessu sinni.

 

   

8.

Aflið - Beiðni um fjárstuðning - 1711008

 

Samþykkt að veita styrk að fjárhæð 80.000 kr.

 

   

9.

Stólar í Safnaðarheimilið - 1711005

 

Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og vísar því til fjárhagsáætlunargerðar.

 

   

10.

Umhverfisnefnd - Fundargerð 11. fundar - 1711007

 

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina.

 

   

11.

Tekið á dagskrá með samþykki allra sveitarstjórnarmanna - 1711015

 

Sveitarstjórn lýsir yfir áhuga á að selja íbúðir í eigu sveitarfélagsins á árinu 2018.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00.