Sveitarstjórn

82. fundur 21. desember 2017

82. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2014-2018, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, 21. desember 2017 kl. 13:45.

Fundinn sátu: Valtýr Þór Hreiðarsson oddviti, Halldór Jóhannesson aðalmaður, Ólafur Rúnar Ólafsson aðalmaður, Anna Karen Úlfarsdóttir aðalmaður, Sigurður Halldórsson 1. varamaður, Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri og Harpa Halldórsdóttir skrifstofustjóri.

Fundargerð ritaði: Harpa Halldórsdóttir, skrifstofustjóri.

Dagskrá:

1.

Viðauki við fjárhagsáætlun 2017 - 1712012

 

Sveitarstjórn samþykkir að gera viðauka við fjárhagsáætlun 2017 skv. meðfylgjandi fylgiskjali dagsett 21.12.2017. Um er að ræða framkvæmdaraukningu sem nemur 21 millj. kr. Þetta var fjármagnað með auknum skatttekjum að upphæð 12,4 millj. kr. og lækkun á eigin fé að upphæð 8,6 millj. kr.

 

   

2.

Fjárhagsáætlun 2018 - loka umræða - 1712007

 

Álagningarhlutfall gjalda 2018:

Útsvarsprósenta (hámark) 14,52% verður óbreytt frá fyrra ári.

Álagningarprósentur fasteignagjalda verða óbreyttar frá fyrra ári:

Fasteignaskattur A af fasteignamati 0,385%.
Fasteignaskattur B af fasteignamati 1,32%.
Fasteignaskattur C af fasteignamati 1,20%.
Lóðarleiga af fasteignamati lóða 1,75%.
Fráveitugjald/holræsagjald af fasteignamati húss og lóðar 0,19%

Vatnsskattur er samkvæmt gjaldskrá Norðurorku.

Örorku- og ellilífeyrisþegar fá afslátt samkvæmt reglum Svalbarðsstrandarhrepps, tekjuviðmiðunarmörk hækka um 5%.

Sorphirðugjald verður:

Fyrirtæki A kr. 38.000.-
Fyrirtæki B kr. 72.000.-
Fyrirtæki C kr. 154.500.-
Minni býli kr. 24.500.-
Stærri býli kr. 72.000.-
Frístundahús kr. 15.500.-
Íbúðarhús kr. 38.000.-

Gjaldtaka fyrir losun rotþróa verður óbreytt.

Frístundastyrkur barna verður kr. 25.000.-

Styrkur til örorku- og ellilífeyrisþega vegna snjómokstur verður 44.500.- en tekjutengdur með sömu viðmiðunarmörkum og reglur um afslátt af fasteignaskatti.

Aðrar gjaldskrár hækka um 3% nema gámaleiga sem hækkar um 25%. Gjaldskrár verða birtar á heimasíðu hreppsins á næstunni.

Farið var yfir drög að fjárhagsáætlun Svalbarðsstrandarhrepps 2018 og gerðar lítils háttar breytingar. Fjárhagsáætlun var því næst samþykkt.

Samkvæmt henni verður 4 mkr. afgangur af rekstri samstæðunnar 2018. Skatttekjur eru áætlaðar 238 mkr. og framlög Jöfnunarsjóðs 103 mkr. Samanlagðar tekjur A- og B-hluta (samstæðu) eru áætlaðar 371,9 mkr., rekstrargjöld A- og B-hluta 369,1 mkr. og afskriftir á árinu eru áætlaðar um 22,9 mkr. Fjármagnsliðir eru áætlaðir jákvæðir um 4 mkr. Fyrirhuguð fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum er 78,5 mkr. Handbært fé í árslok 2018 er áætlað 91,1 mkr. og langtímaskuldir sveitarfélagins í árslok eru áætlaðar 12,1 mkr.

 

   

3.

Fjárhagsáætlun - þriggja ára áætlun - loka umræða - 1712008

 

Árin 2019-2021 er reiknað með óbreyttum tekjum og rekstrarkostnaði. Fjárfestingahreyfingar árin 2019-2021 eru áætlaðar 20 millj. kr. á ári. Þriggja ára áætlun samþykkt.

 

   

4.

Erindi dags. 12. des. frá Landgræðslu Ríkisins - 1712011

 

Endurheimt og varðveisla votlendis á Íslandi.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

5.

Umhverfisnefnd - fundargerð 12. fundar - 1712013

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

6.

Fundargerð nr. 301 frá stjórn Eyþings - 1712009

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

7.

Fundargerð nr. 196 frá Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra - 1712010

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

8.

Skortur á húsnæði í Svalbarðsstrandarhreppi - 1712014

 

Tekið á dagskrá með samþykki allra sveitarstjórnarmanna.

 

Vegna skorts á húsnæði í Svalbarðsstrandarhreppi hefur sveitarstjórn áhuga á að kanna byggingu parhúsa við Tjarnartún árið 2018.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00