83. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2014-2018, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, 11. janúar 2018 kl. 16:00.
Fundinn sátu: Valtýr Þór Hreiðarsson oddviti, Guðfinna Steingrímsdóttir varaoddviti, Ólafur Rúnar Ólafsson aðalmaður, Halldór Jóhannesson aðalmaður, Sigurður Halldórsson 1. varamaður, Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri og Harpa Halldórsdóttir skrifstofustjóri.
Fundargerð ritaði: Harpa Halldórsdóttir, skrifstofustjóri.
Dagskrá:
| 
 1.  | 
 Ósk um breytingu á aðalskipulagi - 1801003  | 
|
| 
 Ari Fossdal fyrir hönd Árholts ehf óskar eftir breytingu á aðalskipulagi í landi Geldingsár skv. meðfylgjandi skipulagsuppdrætti.  | 
||
| 
 Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að unnin verði tillaga að gerð breytinga á aðalskipulagi í landi Geldingsár skv. meðfylgjandi skipulagsuppdrætti.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 2.  | 
 Íþróttamaður UMSE árið 2017 - Styrkbeiðni - 1801002  | 
|
| 
 Áður ákveðinn styrkur vegna ársins 2018 er að fjárhæð 120.000 kr.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 3.  | 
 Umsögn um tækifærisleyfi - 1801004  | 
|
| 
 Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn sveitarstjórnar um veitingu á tækifærisleyfi þann 3. febrúar í Valsárskóla (þorrablót).  | 
||
| 
 Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að umrætt tækifærisleyfi verði veitt.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 4.  | 
 Fundargerð nr. 855 frá stjórn Sambandi ísl. sveitarfélaga - 1801001  | 
|
| 
 Lagt fram til kynningar.  | 
||
| 
 
  | 
||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:15.