Sveitarstjórn

84. fundur 25. janúar 2018

84. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2014-2018, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, 25. janúar 2018 kl. 13:45.

Fundinn sátu: Guðfinna Steingrímsdóttir varaoddviti, Halldór Jóhannesson aðalmaður, Ólafur Rúnar Ólafsson aðalmaður, Anna Karen Úlfarsdóttir aðalmaður, Sigurður Halldórsson 1. varamaður, Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri og Harpa Halldórsdóttir skrifstofustjóri.

Fundargerð ritaði: Harpa Halldórsdóttir, skrifstofustjóri.

Fundinn situr einnig Vigfús Björnsson skipulagsfulltrúi sveitarfélagsins.

Dagskrá:

1.

Geldingsá - Breyting á aðalskipulagi - skipulagslýsing - 1801007

 

Sveitarstjórn samþykkir að setja skipulagslýsinguna í lögformlegt ferli og felur skipulagsstjóra og sveitarstjóra að fylgja málinu eftir.

 

   

2.

Heiðarholt - skipulagslýsing - umsagnir - 1801011

 

Guðfinna Steingrímsdóttir vék af fundi undir þessum lið. Skipulagsfulltrúi fór yfir þær ábendingar sem bárust frá umsagnaraðilum sbr. meðfylgjandi fylgiskjal. Sveitarstjórn felur skipulagshönnuði að hafa hliðsjón af umsögnunum.

 

   

3.

Svæðisskipulag Eyjafjarðar - skipulagslýsing - 1801006

 

Breyting vegna flutningslína raforku.

 

Fundargerðin og skipulagslýsing lögð fram, en Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar hefur unnið skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á svæðisskipulaginu vegna flutningslína raforku, Blöndulínu 3 og Hólasandslínu 3, sbr. 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í lýsingunni er gerð grein fyrir helstu forsendum, fyrirliggjandi stefnu, umfangi og áherslum umhverfismats áætlunarinnar og hvernig samráði og kynningu verður háttað. Svæðisskipulagsnefnd leggur lýsinguna fram til samþykktar sveitarstjórna allra sveitarfélaga á skipulagssvæðinu. Lýsingin verður síðan send umsagnaraðilum og kynnt almenningi og öðrum sem hagsmuna eiga að gæta.

Sveitarstjórn samþykkti lýsinguna og felur svæðisskipulagsnefnd að kynna hana almenningi og öðrum hagsmunaaðilum.

 

   

4.

Akureyrarakademían - styrkbeiðni - 1801008

 

Lagt fram erindi þar sem kynnt er samræðuþing um stjórnmál á Akureyri 27. jan. n.k. Þá fylgir erindi frá Akureyrar Akademíunni um styrk vegna viðburðarins.

 

Beiðninni er hafnað.

 

   

5.

Brú lífeyrissjóður - samkomulag um uppgjör - 1801010

 

Lögð fram gögn frá Brú lífeyrissjóði varðandi uppgjör Svalbarðsstrandarhrepps á lífeyrisiðgjöldum til sjóðsins.

 

Sveitarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu til næsta fundar og felur sveitarstjóra að vinna áfram í málinu.

 

   

6.

Tillaga að aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 - 1801009

 

Skipulagsfulltrúi fór yfir málið og lagði fram minnisblað. Sveitarstjórn er sammála um að fela skipulagsfulltrúa að koma á framfæri þeim athugasemdum sem þar eru frá Svalbarðsstrandarhreppi.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:30.