Sveitarstjórn

85. fundur 08. febrúar 2018

85. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2014-2018, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, 8. febrúar 2018 kl. 13:45.

Fundinn sátu: Valtýr Þór Hreiðarsson oddviti, Guðfinna Steingrímsdóttir varaoddviti, Halldór Jóhannesson aðalmaður, Ólafur Rúnar Ólafsson aðalmaður, Anna Karen Úlfarsdóttir aðalmaður, Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri og Harpa Halldórsdóttir skrifstofustjóri.

Fundargerð ritaði: Harpa Halldórsdóttir, skrifstofustjóri.

Dagskrá:

1.

Brú lífeyrissjóður - samkomulag um uppgjör - 1802007

 

Áður á dagskrá síðasta fundar.

 

Fyrir fundinum lá það sen nefnt er "Samkomulag um uppgjör" frá lífeyrissjóðnum Brú. Sú skylda hvílir á þeim launagreiðendum sem greiða til sjóðsins að lífeyrisskuldbindingar séu tryggðar. Samtals er um að ræða 40 milljarða sem skipt er á milli þeirra laungreiðenda sem greitt hafa í sjóðinn. Krafan sem gerð er á Svalbarðsstrandarhrepp er kr. 18.244.998.- Brú lífeyrissjóður gefur kost á að stærsti hluti þessara kröfu sé greiddur með skuldabréfi.

Sveitarstjórn samþykkir að greiða ofangreinda kröfu kr. 18.244.998.- með fyrirvara um réttmæti útreikninga og kröfugerðar. Svalbarðsstrandahreppur áskilur sér allan rétt til að krefjast endurgreiðslu og hæstu lögleyfðu vaxta, komi síðar í ljós að kröfugerðin hafi reynst of há eða óréttmæt að hluta eða í heild.

Sveitarstjórn gerir ekki ráð fyrir að mæta þessum útgjöldum með lántöku en samráð verður haft við endurskoðendur um meðferð gjaldfærslu.

 

   

2.

Ósk um að framkvæmdarleyfi gildi til 9 ára í stað 5 ára - 1802005

 

Um er að ræða efnistöku í landi Sigluvíkur.

 

Sveitarstjórn er jákvæð gagnvart því að veita framkvæmdaleyfið til 9 ára en óskar frekari gagna um vinnsluaðferðir og umgang á svæðinu á framkvæmdartíma.

 

   

3.

Fallorka - Beiðni um ábyrgð Svalbarðsstrandarhrepps vegna lántöku - 1802008

 

Sveitarstjórn samþykkir að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Fallorku ehf., dótturfyrirtækis Norðurorku hf., hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 2.990.000 kr. til 15 ára.

 

   

4.

Erindi frá Skipulagsstofnun vegna tillögu að matsáætlun fyrir fiskeldi AkvaFuture - 1802004

 

Sveitarstjórn leggur áherslu á að vinnu við burðarþolsmat Eyjafjarðar verði lokið svo fljótt sem kostur er, enda frumforsenda fyrir öllum eldisáformum að það liggi fyrir. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að ganga frá umsögn til Skipulagsstofnunar, um tillögu að matsáætlun.

 

   

5.

Skólanefnd - Fundargerð 20. fundar - 1802006

 

Lagt fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að undanskildum d. lið. Sveitarstjórn hefur ekki á móti kirkjuskóla í Álfaborg svo framarlega sem slíkt er haldið utan venjulegs skólatíma.

 

   

6.

Fundargerð nr. 856 frá stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga - 1802003

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

7.

Fundargerð nr. 302 frá stjórn Eyþings - 1802009

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00.