Sveitarstjórn

86. fundur 22. febrúar 2018

86. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2014-2018, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, 22. febrúar 2018 kl. 13:45.

Fundinn sátu: Valtýr Þór Hreiðarsson oddviti, Guðfinna Steingrímsdóttir varaoddviti, Halldór Jóhannesson aðalmaður, Ólafur Rúnar Ólafsson aðalmaður, Sigurður Halldórsson 1. varamaður, Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri og Harpa Halldórsdóttir skrifstofustjóri.

Fundargerð ritaði: Harpa Halldórsdóttir, skrifstofustjóri.

Dagskrá:

1.

Erindi frá Æskunni varðandi Frisbígolf völl - 1802012

 

Æskan óskar eftir að sveitarfélagið heimili notkun á landi vegna Frisbígolfvallar skv. meðfylgjandi uppdrætti. Sveitarstjórn samþykkir einróma að verða við erindinu.

 

   

2.

Erindi frá íbúum - Fyrirkomulag á snjómokstri í sveitinni - 1802013

 

Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að vinna að tillögum um verklag.

 

   

3.

Landskipti í Höfn - Beiðni um upplýsingar - 1802011

 

Sveitarstjórn fól sveitarstjóra og lögmanni sveitarfélagsins að afla upplýsinga og senda þær viðkomandi aðilum.

 

   

4.

BB bygging ehf - krafa um greiðslu skaðabóta vegna skipulags - 1802010

 

Lagt fram til kynningar. Sveitarstjóra og lögmanni sveitarfélagsins falið að vinna áfram í málinu.

 

   

5.

Íbúðir í eigu sveitarfélagsins - Framtíðarplön - 1802014

 

Sveitarstjóra falið að segja upp tveimur leigusamningum vegna íbúða í eigu sveitarfélagsins og undirbúa söluferli.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30.