Sveitarstjórn

87. fundur 15. mars 2018

87. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2014-2018, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, 15. mars 2018 kl. 13:45.

Fundinn sátu: Valtýr Þór Hreiðarsson oddviti, Guðfinna Steingrímsdóttir varaoddviti, Halldór Jóhannesson aðalmaður, Ólafur Rúnar Ólafsson aðalmaður, Anna Karen Úlfarsdóttir aðalmaður, Sigurður Halldórsson 1. varamaður, Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri, Harpa Halldórsdóttir skrifstofustjóri og Fannar Freyr Magnússon ritari.

Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon, skrifstofustjóri.

Dagskrá:

1.

Ósafl - Umsókn um tímabundin stöðuleyfi fyrir svefngáma - 1803002

 

Sveitastjórn samþykkir erindið samkvæmt meðfylgjandi afstöðu mynd.

 

   

2.

Fiskey hf - Afskrifa hlutabréf vegna gjaldþrots - 1803008

 

Sveitastjórn samþykkir að afskrifa hlutaféið.

 

   

3.

Bréf frá Jónu Valdísi Reynisdóttur - Varðandi uppsögn á leigusamningi - 1803007

 

Sveitastjórn samþykkir að framlengja leigusamninginn en felur sveitastjóra jafnframt að gera breytingar á leigurverði í samræmi við umræður á fundinum. Stefna sveitastjórnar er að leiguverð sé nær markaðsverði en verið hefur án þess þó að hvika frá þeirri stefnu sinni að selja íbúðir í eigu sveitafélagsins svo fljótt sem auðið er.

 

   

4.

Sýslumaðurinn á Norðurlandi Eystra - Afskriftarbeiðni - 1803006

 

Sveitarstjórn samþykkir beiðnina.

 

   

5.

Gásakaupstaður ses - Aðalfundarboð - 1803005

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

6.

Bréf dags. 22. feb. frá Búfesti hsf - Varðandi mögulegt samstarf - 1803004

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

7.

Íbúafundur í apríl - 1803011

 

Fundurinn verður haldinn í Valsárskóla 7.apríl kl. 10:30. Nánar auglýst síðar.

 

   

8.

Þingsályktunartillaga um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku - 1803009

 

"6. Þingsályktunartillaga um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku, frá nefndarsviði Alþingis, dags 26. feb. 2018.
Sveitastjórn Svalbarðsstrandahrepps fagnar framkominni þingályktunartillögu og skýrum vilja stjórnvalda til að jafna og efla búsetuskilyrði um landið. Með tengingu lykilsvæða verði landið eitt raforkusvæði til framtíðar, sbr. skýringar við lið 7 í greinagerð, en það er afar mikilvægt m.t.t. jafnræðis, miðlunar og nýtingar orku, öryggis og hagkvæmni kerfisins.
Sveitastjórn telur algert bann við línulögnum yfir hálendið ótímabært, enda getur slíkt bann torveldað mjög og jafnvel komið í veg fyrir að framangreint markmið um eitt raforkusvæði megi nást. Sveitastjórn telur einnig nauðsynlegt að notkun orða og hugtaka sé skýr og merking óumdeild. Komið hefur fram að ekki eru allir sammála um merkingu, t.d. orðanna; Línulagnir, hálendið og lykilsvæði.
Sveitastjórn hvetur Alþingi til að huga vel að innra samræmi ályktunarinnar, að einstakar greinar vinni ekki gegn öðrum eða markmiðum hennar í heild. Sérstaklega skal tekið undir það sem segir í 5. lið: "Gæta skal jafnvægis milli efnahagslegra, samfélagslegra og umhverfislegra áhrifa við uppbygginguna". "

 

   

9.

Skólanefnd - Fundargerð 21. fundar - 1803010

 

Sveitastjórn samþykkir að verða við erindi c-liðs fundagerðar.

 

   

10.

Fundargerð nr. 303 frá stjórn Eyþings - 1803003

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

11.

Aðalfundur Flokkurnar Eyjafjörður ehf - Fundargerð og ársreikningur - 1803001

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

12.

Tilboð í Tjarnartún 4 - 1803012

 

Tekið á dagskrá með samþykki allra sveitastjórnamanna.

 

Sveitastjórn hefur undanfarna mánuði kannað ýmsar hugmyndir varðandi byggingaframkvæmdir sveitafélagsins á byggingu íbúðarhúsnæðis við Tjarnartún. Tilboð hefur borist frá Þ.J. verktökum ehf. í byggingu tveggja parhúsa við Tjarnartún. Fyrirhugaðar framkvæmdir myndu hefjast í vor. Sveitastjórn hefur kynnt sér efni og innihald tilboðsins. Sveitastjórn er jákvæð gagnvart verkefninu en frestar afgreiðslu erindisins til næsta fundar.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:15.