Sveitarstjórn

92. fundur 23. maí 2018

92. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2014-2018, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, 23. maí 2018 kl. 13:45.

Fundinn sátu: Valtýr Þór Hreiðarsson oddviti, Guðfinna Steingrímsdóttir varaoddviti, Ólafur Rúnar Ólafsson aðalmaður, Anna Karen Úlfarsdóttir aðalmaður, Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri, Sigurður Halldórsson 1. varamaður og Fannar Freyr Magnússon skrifstofustjóri.

Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon, skrifstofustjóri.

Dagskrá:

1.

Kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninga 2018 - 1805013

 

Sveitarstjórn samþykkti framlagða kjörskrá. Sveitarstjóra og formanni kjörstjórnar veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna sveitarstjórnarkosninga 26. maí n.k. í samræmi við 10 gr. laga nr. 5/1998 um kosningar til sveitarstjórna .

     

2.

Ráðgjafaskýrsla frá Ráðrík ehf - 1805014

 

Skýrslan fjallar um gatnagerð og húsbyggingu

 

Ráðgjafakýrsla Ráðríks um gatnagerð og húsbyggingar var lögð fram til kynningar og fjallað um niðurstöður í henni.
Niðurstaða Ráðríks var eftirfarandi:
Verkefnið gengur upp samkvæmt fjárhagsáætlun Svalbarðsstrandarhrepps 2018 - 2021.
Eftirfarandi rök styðja niðurstöðuna:
1 Rekstur sveitarfélagsins sýnir jákvæða niðurstöðu öll árin nema eitt, þ.e. 2019. Þar sýnir samstæðan rekstrarhalla að upphæð 591 þús.kr.
2 Skuldahlutfall sveitarfélagsins er milli 20 og 30%, en samkvæmt sveitarstjórnarlögum má það ekki fara yfir 150% af reglulegum tekjum.
3 Veltufé frá rekstri er gott öll árin og einnig handbært fé í árslok ríflegt öll árin.
4 Í dag er töluverð eftirspurn eftir lóðum í hinu nýja hverfi. Einnig verða fleiri leiguíbúðir settar í söluferli.
5 Vakin er athygli á að afskriftir, sérstaklega af gatnagerð er stór hluti af rekstrargjöldum.

     

3.

Verksamningur við Þ.J. verktaka ehf um Tjarnartún 4 og 6 - 1805012

 

Verksamningurinn og verkefnalýsing voru lögð fram og samþykkt einróma af sveitastjórn. Sveitastjóra er falið að ganga frá samningum við verktaka. Heildar samningsupphæð fyrir fjórar íbúðir er tæpar 146 milljónir með lóðarverði.

     

4.

Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar - 1805006

 

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn sveitarstjórnar. Umsækjandi er B&B Sólheimar 9 ehf., kt. 541015-3450

 

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að umrætt rekstrarleyfi verði veitt.

     

5.

Minjasafnið - Aðalfundarboð - 1805009

 

Lagt fram til kynningar

     

6.

Fundargerð dags. 15. maí frá Almannavarnarnefnd Eyjafjarðar - 1805011

 

Lagt fram til kynningar.

     

7.

Styrkbeiðni vegna ferðar á íþróttamót á Spáni - 1805010

 

Sveitarstjórn samþykkir styrktarbeiðnina og ákveður að veita kr. 30.000 í styrk til keppnisferðalagsins.

     

8.

Fyrirspurn frá Ísref ehf dags. 18. maí er varðar iðnaðarlóð á Svalbarðseyri - 1805008

 

Sveitastjórn tekur jákvætt í erindið en telur nauðsynlegt að endurskoða deiliskipulag á Svalbarðseyri(eyrinni) áður en ákvarðanir verða teknar.

     

9.

Eyþing - Fundargerð stjórnar nr. 305 - 1805007

 

Lagt fram til kynningar

     

10.

Kjörnefnd fundargerð 5. fundar - 1805004

 

Lagt fram til kynningar

     

11.

Greið leið ehf - Ársreikningur 2017 - 1805005

 

Lagt fram til kynningar

     

12.

Landsskipti í Gautsstöðum - 1805015

 

Beiðni hefur verið send inn af Pétri Friðrikssyni dagsett 23.maí 2018 um landskipti á jörð í Gautsstöðum.

 

Sveitarstjórn samþykkir viðkomandi landskipti skv. meðfylgjandi hnitsettum skipulagsuppdrætti með fyrirvara um að þinglýst verði kvöð sem varðar lagnaleiðir og aðkomu að húsnæði á viðkomandi landi.

     

13.

Ný persónuverndarlög - 1805016

 

Sveitarstjóri kynnti stöðu mála varðandi úrbætur í löggjöf um persónuvernd. Stefnt er að samvinnu við Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahrepp og Hörgársveit við innleiðingu löggjafarinnar.

 

Sveitarstjórn samþykkti að sveitarstjóri vinni málið áfram á þeim grundvelli, m.a. er stefnt að ráðningu sameiginlegs persónuverndarfulltrúa.

     

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30.