Sveitarstjórn

1. fundur 14. júní 2018

1. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2018 - 2022, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, 14. júní 2018 kl. 13:30.

Fundinn sátu: Valtýr Þór Hreiðarsson aðalmaður, Guðfinna Steingrímsdóttir aðalmaður, Ólafur Rúnar Ólafsson aðalmaður, Anna Karen Úlfarsdóttir aðalmaður, Gestur Jensson aðalmaður og Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri.

Dagskrá:

Almenn mál

1.

1806007 - Verkaskipting sveitarstjórnar
Tillaga erum aðGestur Jensson verði oddviti og Anna Karen Úlfarsdóttir verði varaoddviti.
Atkvæðagreiðsla féll þannig að tillagan var samþykkt með þremur greiddum atkvæðum og tveir sátu hjá.

     

2.

1806008 - Skipan í nefndir á kjörtímabilinu
Skólanefnd:

Inga Árnadóttir (formaður)

Sigurður Halldórsson

Árný Þóra Ágústsdóttir

Varamenn:

1. Elín Svava Ingvarsdóttir

2. Halldór Arinbjarnarson

3. Gestur Jensson

 

Félagsmálanefnd:

Svava Hrund Friðriksdóttir (formaður)

Gísli Arnason

Hrafndís Bára Einarsdóttir

Varamenn:

1. Íris Axelsdóttir

2. Hanna Dóra Ingadóttir

3. Ólafur Rúnar Ólafsson

 

Umhverfis- og atvinnumálanefnd:

Elísabet Ásgrímsdóttir

Eva Sandra Bentsdóttir

Halldór Jóhannesson

Harpa Barkardóttir

Hilmar Dúi Björgvinsson

Varamenn:

1. Guðmundur Emilsson

2. Jakob Björnsson

3. Svala Einarsdóttir

 

Kjörstjórn:

Edda Guðbjörg Aradóttir (formaður)

Árni Jónsson

Sara Þorgilsdóttir

Varamenn:

1. Sigurður Halldórsson

2. Jóna Valdís Reynisdóttir

3. Örn Smári Kjartansson

 

Bókasafnsnefnd:

Anna Jóhannesdóttir

Guðríður Snjólfsdóttir

Sólveig Guðmundsdóttir

Varamenn:

1. Sveinberg Laxdal

2. Halldóra Marý Kjartansdóttir

3. Anna María Snorradóttir, sem jafnframt er umsjónarkona safnsins

 

Fulltrúar í byggingarnefnd:

Björn Ingason aðalmaður

Sveinn Steingrímsson varamaður

 

Fulltrúi á fundum Hafnarsamlags Norðurlands:

Ólafur Rúnar Ólafsson

Sveitarstjóri til vara

 

Fulltrúar í svæðisskipulagsnefnd:

Oddviti

Sveitarstjóri

 

Fulltrúi í þjónusturáði um málefni fatlaðra:

Sveitarstjóri

Formaður félagsmálanefndar til vara



     

3.

1806010 - Laun sveitarstjórnar
Frestað til næsta fundar.

     

4.

1806009 - Ráðning sveitarstjóra
Tillaga kom fram um að auglýsa eftir sveitarstjóra og var sú tillaga samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveimur.
Sérbókun lögð fram af minnihluta:
Við hörmum þá ákvörðun meirihluta sveitarstjórnar að slíta viðræðum um tímabundna ráðningu núverandi sveitarstjóra.

Við teljum að þessi ákvörðun stuðli ekki að hag sveitarfélagsins og setji í uppnám hugmyndir um þá uppbyggingu sem átt hefur sér stað á undaförnum misserum.

Við óttumst mjög að vanstjórnað tímabil fari í hönd á næstu mánuðum þegar mest er þörf á að sinna nýjum mikilvægum og mjög kostnaðarsömum verkefnum varðandi nýja hverfið.

Við teljum að bæði sveitarstjórn og sveitarstjóri hafi unnið að heilhug að uppbyggingu og öðrum góðum verkum sem komu m.a. fram hjá framtíðarnefnd, sem var opin fyrir hugmyndum allra íbúa.

     

5.

1806005 - Brunavarnaáætlun 2018 – 2022
Frestað til næsta fundar.

     

6.

1806006 - Fundargerð nr. 860 frá stjórn Sambands ísl. Sveitarfélaga
Lagt fram til kynningar.

     

7.

1806004 - Svæðisskipulagsnefnd - fundargerð 5. Fundar
Aðalskipulagsbreyting í landi Geldingsár var rædd og samþykkt á fundinum.

     

8.

1806001 - Umsögn um rekstrarleyfi

 

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn sveitarstjórnar á umsókn Elísabetar Þórhallsdóttur sem sækir um rekstrarleyfi fyrir ferðaþjónustu í Smáratúni 1.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd að umrætt leyfi verði veitt.

     

9.

1806002 - Kjörnefnd - fundargerð 6. fundar

 
  1. Ganga frá kjörbréfum.
    2. Gögn til Hagstofunnar.
    3. Eyða kjörgögnum.

Lagt fram til kynningar.

     

10.

1806003 - Umhverfis- og atvinnmálanefnd - fundargerð 14. fundar

 

1. Sjálfbært samfélag, umhverfisstefna fyrir Svalbarðsströnd – Framhald.
2. Upprekstur í heiðina.
3. Önnur mál.

Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina og þá um leið nýja umhverfisstefnu.

     

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13.55