Sveitarstjórn

2. fundur 28. júní 2018

2. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2014-2018, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, 28. júní 2018 kl. 13:45.

Fundinn sátu: Gestur J. Jensson oddviti, Anna Karen Úlfarsdóttir varaoddviti, Valtýr Þór Hreiðarsson aðalmaður, Guðfinna Steingrímsdóttir aðalmaður, Ólafur Rúnar Ólafsson aðalmaður, Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri og Fannar Freyr Magnússon skrifstofustjóri.

Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon, skrifstofustjóri.

Dagskrá:

1.

Laun sveitarstjórnar - 1806010

 

Ákveðið að taka mið af launaþróun annarra sveitarfélaga í Eyjafirði við ákvöðrun á prósentuhlutfalli. Miðað er við hlutfall af þingfararkaupi.

Oddviti 11,5% fast og 2% fyrir hvern fund
Aðrir sveitastjórnarfulltrúar 5% fast og 2% fyrir hvern fund
Formenn nefnda 2,5% fyrir hvern fund
Aðrir nefndarmenn 1,8% fyrir hvern fund

Launataflan gildir frá 1. júlí 2018.

     

2.

Brunavarnaáætlun 2018 - 2022 - 1806005

 

Slökkviliðsstjóri situr fundinn undir þessum lið.

 

Sveitastjórn samþykkir framlagða áætlun.

     

3.

Bréf dags. 13. júní frá Stefáni Tryggvasyni - 1806011

 

Fjallar um mögulega heimildarlausa ákvörðun um upprekstur í heiðina.

 

Sveitastjórn hefur tekið málið fyrir en þarf að taka sér tíma við að meta innihald bréfsins og ráðfæra sig við ráðgjafa sína. Bréfinu verður svarað fyrir tilsettan tíma.

     

4.

Fyrirspurn til sveitarstjórnar dags. 22. júní frá Ingibjörgu Jóhannesdóttur - 1806012

 

Sveitastjórn felur oddvita að svara fyrirspurninni.

Sérbókun:
Varðandi fyrirspurn Ingibjargar, leggja Valtýr og Ólafur fram eftirfarandi sérbókun.

- Umræðum sveitarstjórnar um áframhaldandi ráðningu núverandi sveitarstjóra var einhliða slitið af meirihluta sveitarstjórnar í þessu máli.
- Ekki liggur ljóst fyrir hvað liggur að baki þessari ákvörðun. Engar bókanir eða skriflegar athugasemdir hafa komið fram varðandi störf sveitarstjóra sem okkur er kunnugt um.
- Fyrir liggur að beinn kostnaður sveitarfélagsins vegna ráðningar nýs sveitarstjóra verður á sjöundu milljón króna.
- Skiptikostnaður getur hins vegar verið mun meiri takist ekki að ráða sveitarstjóra sem hefur góða þekkingu á innviðum íslensks stjórnkerfis, með góða undirstöðuþekkingu á verklegum framkvæmdum og jafnframt víðtæka stjórnunarreynslu. Ráðning nýs óreynds sveitarstjóra gæti kostað skattgreiðendur Svalbarðsstrandarhrepps tug eða jafnvel tugi milljóna króna.
- Á næstu misserum er reiknað með að útgjöld vegna framkvæmda nemi um 250 miljónum. Á móti koma inngreiðslur vegna sölu íbúða og lóða á komadi árum. Hér þarf að vanda verulega vel til verka í litlu sveitarfélagi.
- Minnihluti hefur þegar bókað áhyggjur af líklegri vanstjórnun sveitarfélagsins á næstu mánuðum.
- Með tilliti til ofangreindra athugasemda leyfir minnihluti sér því að álita að minni hagsmunir séu nú teknir fram fyrir meiri og að engin haldbær rök liggja þar að baki.

     

5.

Bréf dags. 11. júní frá Skipulagsstofnun - 1806014

 

Fjallar um fyrirhugaðan jarðstreng sem tengir Hólsvirkjun við tengivirki að Rangárvöllum.

 

Lagt fram til kynningar

     

6.

Minjasafnið - Ársreikningur 2017 - 1806013

 

Lagt fram til kynningar

     

7.

Geldingsá-Tillaga að breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi - 1806015

 

Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa tillögu að aðalskipulagsbreytingu skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að auglýsa samhliða deiliskipulagstillögu skv. 1. mgr. 41. gr. sömu laga.

     

Sveitarstjórn þakkar sveitarstjóranum Eiríki H. Haukssyni fyrir árangursrík og vel unnin störf og óskar honum velfarnaðar í þeim störfum sem hann mun takast á við í framtíðinni.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00.