Sveitarstjórn

4. fundur 09. ágúst 2018

4. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2014-2018, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, 9. ágúst 2018 kl. 16:00.

Fundinn sátu: Gestur J. Jensson oddviti, Anna Karen Úlfarsdóttir varaoddviti, Guðfinna Steingrímsdóttir aðalmaður, Árný Þóra Ágústsdóttir 1. Varamaður, Sigurður Halldórsson 3. varamaður og Fannar Freyr Magnússon skrifstofustjóri.

Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnusson, Skrifstofustjori.

 

Dagskrá:

1.

Ráðning sveitarstjóra - Greint verður frá niðurstöður ráðningarferlisins - 1808001

 

Oddviti gerði grein fyrir niðurstöðu auglýsingar vegna ráðningar sveitarstjóra Svalbarðsstrandarhrepps.

Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps leitaði til Hagvangs vegna auglýsinga- og ráðningarferlis nýs sveitarstjóra. Alls sóttu 12 einstaklingar um starfið en umsóknarfrestur rann út 14. júlí 2018.
Sveitarstjórn auk 1. varamanns fór yfir allar umsóknir er bárust og á grunni vinnu Hagvangs voru fimm aðilar boðaðir í fyrstu viðtöl og því næst tveir í framhaldsviðtal.
Sveitarstjórn samþykkir að ganga til samninga við Björgu Erlingsdóttur um stöðu sveitarstjóra Svalbarðsstrandarhrepps 2018-2022. Oddvita er falið að ganga frá ráðningarsamningi við Björgu Erlingsdóttur.
Björg hefur starfað sem sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðis hjá Grindavíkurbæ frá 2016. Áður starfaði hún m.a. sem sviðsstjóri miðlunarsviðs hjá Listasafni Íslands, og sem forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar um 7 ára skeið.
Björg er uppalin á Akureyri. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1991, BA prófi í þjóðfræði frá HÍ árið 1997 og Cand.Mag gráðu í þjóðfræði og safnafræði árið 2001 frá Háskólanum í Lundi. Björg hefur einnig lokið diplómanámi í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands.
Björg hyggst flytja á Svalbarðseyri og gert er ráð fyrir að hún taki til starfa á haustmánuðum.

     

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:15.