Sveitarstjórn

5. fundur 21. ágúst 2018

5. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2014-2018, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, 21. ágúst 2018 kl. 13:30.

Fundinn sátu: Gestur J. Jensson oddviti, Anna Karen Úlfarsdóttir varaoddviti, Guðfinna Steingrímsdóttir aðalmaður, Ólafur Rúnar Ólafsson aðalmaður, Árný Þóra Ágústsdóttir 1. Varamaður, Björg Erlingsdóttir (gestur) og Fannar Freyr Magnússon skrifstofustjóri.

Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon, Skrifstofustjóri.

 

Dagskrá:

1.

Bakkatún 4 - Beiðni frá lóðhafa - 1808005

 

 

Lóðhafi við Bakkatún 4 hefur farið þess á leit við byggingarfulltrúa að sökklar undir hluta hússins verði síkkaðir talsvert vegna mikils landhalla á byggingarreit. Við þetta verður til óuppfyllt rými undir hluta hússins sem viðbúið er að verði nýtt sem kjallari þegar fram í sækir, en skv. gildandi deiliskipulagi skal húsið að Bakkatúni 4 vera einnar hæðar einbýlishús.

 

 

Með tilliti til grundunaraðstæðna á lóðinni heimilar sveitarstjórn að óuppfyllt rými verði undir hluta hússins sbr. framangreint, enda er um óverulegt frávik að ræða sbr. gr. 5.8.4. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Frávik þetta er bundið við viðkomandi lóð og verður ekki hluti skipulagsskilmála annarra lóða í Bakkatúni.

 

 

 

 

Gestir

 

 

Vigfús Björnsson – 13:30

 

     

2.

Deiliskipulagstillaga Sunnuhlíðar dags. 2. apríl 2014 - 1808006

 

 

Fyrir fundinum liggur deiliskipulagstillaga fyrir Sunnuhlíð dags. 2. apríl 2014 sem unnin var af Búgarði. Tillagan tekur til breytingar á eldra deiliskipulagi sem samþykkt var í sveitarstjórn 9. nóv. 2010 en öðlaðaðist ekki gildi vegna galla í málsmeðhöndlun. Skv. tilmælum Skipulagsstofnunar ber að ljúka málsmeðferð skipulagstillögunnar skv. 41. og 42. grein skipulagslaga líkt og um nýtt deiliskipulag væri að ræða.

 

 

Sveitarstjórn samþykkir að fela skiplagsfulltrúa að uppfæra skipulagstillögu með tilliti til tilmæla Skipulagsstofnunar og auglýsa að því búnu tillöguna skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

 

 

 

 

Gestir

 

 

Vigfús Björnsson – 13:30

 

     

3.

Tjarnartún - Bæta við lóð - 1808007

 

 

Málinu er frestað til næsta fundar.

 

 

 

 

Gestir

 

 

Vigfús Björnsson – 13:30

 

     

4.

Erindi frá Norðurorku v. lántöku, dags. 25. júlí 2018. - 1808002

 

 

Ákvörðun um veita einfalda ábyrgð, veðsetningu í tekjum til tryggingar ábyrgð og veiting umboðs til að undirrita lánasamning og taka að sér þær skuldbindingar sem greinir í lánsamningi vegna láns Norðurorku hf. frá Lánasjóði sveitarfélaga:

 

 

Sveitarfélagið Svalbarðsstrandarhreppur samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns Norðurorku hf. hjá Lánasjóði sveitarfélaga með útgreiðslufjárhæð allt að kr. 2.600.000.000, með lokagjalddaga þann 15. nóvember 2055, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér. Nær samþykki sveitarstjórnar jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir. Eignarhlutur Svalbarðsstrandarhrepps í Norðurorku hf. er 0,4541% og er hlutdeild sveitarfélagsins í þessari ábyrgð því kr. 11.807.188,-

Er lánið tekið til endurfjármögnun eldri skulda vegna fráveitu sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Gesti Jenssyni kt. 0205714549 , oddvita Svalbarðsstrandarhrepps veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Svalbarðsstrandarhrepps að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

 

     

5.

Boðun landsþings Sambands ísl. sveitarfélaga sem haldið verður 26. -28. sept. 2018. - 1808003

 

 

Sveitastjórn samþykkir að senda sveitarstjóra og oddvita fyrir hönd Svalbarðsstrandahrepps á landsþingið.

 

     

6.

Skipun fjallskilastjóra Svalbarðsstrandahreppss 2018 - 2022. - 1808004

 

 

Máni Guðmundsson var skipaður fjallskilastjóri á tímabilinu 2018-2022.

 

     

7.

Skipan fulltrúa á aðalfund Eyþings - 1808008

 

 

Í bréfi frá 12.júní óskar Pétur Þór Jónasson, fyrir hönd stjórnar Eyþings, eftir að Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps skipi fulltrúa sína á Aðalfund Eyþings sem haldinn verður dagana 21. og 22. september. Jafnframt er þess óskað að skipaðir verða varamenn fyrir viðkomandi aðila.

 

 

Tekið á dagskrá með samþykki allra fundarmanna. Sveitarstjórn skipar Björgu Erlingsdóttur og Gest Jensson sem fulltrúa sína á Aðalfundi Eyþings og Anna Karen Úlfarsdóttir og Guðfinna Steingrímsdóttir eru útnefndar varafulltrúar

 

     
       

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:30.