5. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2014-2018, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, 21. ágúst 2018 kl. 13:30.
Fundinn sátu: Gestur J. Jensson oddviti, Anna Karen Úlfarsdóttir varaoddviti, Guðfinna Steingrímsdóttir aðalmaður, Ólafur Rúnar Ólafsson aðalmaður, Árný Þóra Ágústsdóttir 1. Varamaður, Björg Erlingsdóttir (gestur) og Fannar Freyr Magnússon skrifstofustjóri.
Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon, Skrifstofustjóri.
Dagskrá:
| 
 1.  | 
 Bakkatún 4 - Beiðni frá lóðhafa - 1808005  | 
 
  | 
|
| 
 Lóðhafi við Bakkatún 4 hefur farið þess á leit við byggingarfulltrúa að sökklar undir hluta hússins verði síkkaðir talsvert vegna mikils landhalla á byggingarreit. Við þetta verður til óuppfyllt rými undir hluta hússins sem viðbúið er að verði nýtt sem kjallari þegar fram í sækir, en skv. gildandi deiliskipulagi skal húsið að Bakkatúni 4 vera einnar hæðar einbýlishús.  | 
 
  | 
||
| 
 Með tilliti til grundunaraðstæðna á lóðinni heimilar sveitarstjórn að óuppfyllt rými verði undir hluta hússins sbr. framangreint, enda er um óverulegt frávik að ræða sbr. gr. 5.8.4. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Frávik þetta er bundið við viðkomandi lóð og verður ekki hluti skipulagsskilmála annarra lóða í Bakkatúni.  | 
 
  | 
||
| 
 
  | 
|||
| 
 Gestir  | 
 
  | 
||
| 
 Vigfús Björnsson – 13:30  | 
 
  | 
||
| 
 2.  | 
 Deiliskipulagstillaga Sunnuhlíðar dags. 2. apríl 2014 - 1808006  | 
 
  | 
|
| 
 Fyrir fundinum liggur deiliskipulagstillaga fyrir Sunnuhlíð dags. 2. apríl 2014 sem unnin var af Búgarði. Tillagan tekur til breytingar á eldra deiliskipulagi sem samþykkt var í sveitarstjórn 9. nóv. 2010 en öðlaðaðist ekki gildi vegna galla í málsmeðhöndlun. Skv. tilmælum Skipulagsstofnunar ber að ljúka málsmeðferð skipulagstillögunnar skv. 41. og 42. grein skipulagslaga líkt og um nýtt deiliskipulag væri að ræða.  | 
 
  | 
||
| 
 Sveitarstjórn samþykkir að fela skiplagsfulltrúa að uppfæra skipulagstillögu með tilliti til tilmæla Skipulagsstofnunar og auglýsa að því búnu tillöguna skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010  | 
 
  | 
||
| 
 
  | 
|||
| 
 Gestir  | 
 
  | 
||
| 
 Vigfús Björnsson – 13:30  | 
 
  | 
||
| 
 3.  | 
 Tjarnartún - Bæta við lóð - 1808007  | 
 
  | 
|
| 
 Málinu er frestað til næsta fundar.  | 
 
  | 
||
| 
 
  | 
|||
| 
 Gestir  | 
 
  | 
||
| 
 Vigfús Björnsson – 13:30  | 
 
  | 
||
| 
 4.  | 
 Erindi frá Norðurorku v. lántöku, dags. 25. júlí 2018. - 1808002  | 
 
  | 
|
| 
 Ákvörðun um veita einfalda ábyrgð, veðsetningu í tekjum til tryggingar ábyrgð og veiting umboðs til að undirrita lánasamning og taka að sér þær skuldbindingar sem greinir í lánsamningi vegna láns Norðurorku hf. frá Lánasjóði sveitarfélaga:  | 
 
  | 
||
| 
 Sveitarfélagið Svalbarðsstrandarhreppur samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns Norðurorku hf. hjá Lánasjóði sveitarfélaga með útgreiðslufjárhæð allt að kr. 2.600.000.000, með lokagjalddaga þann 15. nóvember 2055, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér. Nær samþykki sveitarstjórnar jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir. Eignarhlutur Svalbarðsstrandarhrepps í Norðurorku hf. er 0,4541% og er hlutdeild sveitarfélagsins í þessari ábyrgð því kr. 11.807.188,-  | 
 
  | 
||
| 
 5.  | 
 Boðun landsþings Sambands ísl. sveitarfélaga sem haldið verður 26. -28. sept. 2018. - 1808003  | 
 
  | 
|
| 
 Sveitastjórn samþykkir að senda sveitarstjóra og oddvita fyrir hönd Svalbarðsstrandahrepps á landsþingið.  | 
 
  | 
||
| 
 6.  | 
 Skipun fjallskilastjóra Svalbarðsstrandahreppss 2018 - 2022. - 1808004  | 
 
  | 
|
| 
 Máni Guðmundsson var skipaður fjallskilastjóri á tímabilinu 2018-2022.  | 
 
  | 
||
| 
 7.  | 
 Skipan fulltrúa á aðalfund Eyþings - 1808008  | 
 
  | 
|
| 
 Í bréfi frá 12.júní óskar Pétur Þór Jónasson, fyrir hönd stjórnar Eyþings, eftir að Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps skipi fulltrúa sína á Aðalfund Eyþings sem haldinn verður dagana 21. og 22. september. Jafnframt er þess óskað að skipaðir verða varamenn fyrir viðkomandi aðila.  | 
 
  | 
||
| 
 
 Tekið á dagskrá með samþykki allra fundarmanna. Sveitarstjórn skipar Björgu Erlingsdóttur og Gest Jensson sem fulltrúa sína á Aðalfundi Eyþings og Anna Karen Úlfarsdóttir og Guðfinna Steingrímsdóttir eru útnefndar varafulltrúar  | 
 
  | 
||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:30.