Sveitarstjórn

6. fundur 03. september 2018

Fundinn sátu: Gestur J. Jensson oddviti, Anna Karen Úlfarsdóttir varaoddviti, Valtýr Þór Hreiðarsson aðalmaður, Guðfinna Steingrímsdóttir aðalmaður, Árný Þóra Ágústsdóttir 1. varamaður, Björg Erlingsdóttir og Fannar Freyr Magnússon skrifstofustjóri.

Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon, Skrifstofustjóri.

 

Dagskrá:

1.

Tjarnartún - Bæta við lóð - 1808007

 

Fyrir fundinum liggur skipulagsuppdráttur frá Teiknistofu arkitekta dags. 3. september 2018 þar sem gerð er grein fyrir breytingum á gildandi deiliskipulagi Valsárhverfis.
Breytingin felst í fyrsta lagi í því að bílskúrsrétt er bætt við parhúsalóðir að Tjarnartúni 4 og 6 og að báðar lóðir stækki samhliða því um rúma 2 metra í norður-suður stefnu. Breytingartillagan víkur að óverulegu leyti frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi gildandi deiliskipulags og telst því óveruleg breyting sbr. gr. 5.8.2 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013.
Sveitarstjórn samþykkir breytinguna og felur skipulagsfulltrúa að fullnusta gildistöku hennar.

Í öðru lagi felst breytingin í því að nýrri lóð er bætt við í Tjarnartúni og spennistöð milli Tjarnartúns 2 og 4 er færð inn á deiliskipulagsuppdrátt. Samhliða þessari breytingu yrði afmörkun íbúðarsvæðis Íb4 (Valsárhverfis) í aðalskipulagsuppdrætti sveitarfélagsins löguð að deiliskipulagslínum og eignarmörkum.
Sveitarstjórn telur að bæði deiliskipulags- og aðalskipulagsbreytingin sem um ræðir teljist óverulegar skv. viðmiðum í gr. 4.8.3 og 5.8.2. í skipulagsreglugerð. Sveitarstjórn samþykkir báðar breytingartillögur og felur skipilagsfulltrúa að fullnusta aðalskipulagsbreytingu skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í kjölfar gildistöku aðalskipulagsbreytingar er skipulagsfulltrúa ennfremur falið að fullnusta síðarnefnda deiliskipulagsbreytingu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga.

     

2.

Aðalskipulagstillaga fyrir Geldingsá - uppfærð tillaa - 1809002

 

Fyrir fundinum liggur tillaga að breytingu á aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps vegna íbúðarsvæða í landi Geldingsár. Tillagan hefur verið uppfærð miðað við athugasemdir sem Skipulagsstofnun setti fram við yfirferð skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa uppfærða tillögu skv. 31. gr. fyrrgreindra laga.

     

Guðfinna Steingrímsdóttir vék af fundi

3.

Aðalskipulag og deiliskipulag Heiðarholti - afgreiðsla athugasemda - 1809003

 

1. erindi. Sendandi: Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar
Sendandi gerir ekki athugasemd við tillöguna

Gefur ekki tilefni til bókunar.

2. erindi. Sendandi Minjastofnun Íslands
Sendandi telur heimildir vera um að tveir stekkir hafi verið innan skipulagssvæðis Heiðarholts og bendir í framhaldinu á ákvæði laga um menningarminjar nr. 80/2012 um ábyrgð og skyldur framkvæmdaraðila þegar ókunnar minjar finnast við framkvæmdir. Gefur ekki tilefni til bókunar.

3. erindi. Sendandi Norðurorka
Sendandi bendir á að ranghermt sé í skipulagstillögum að Norðurorka reki rafveitu á skipulagssvæðinu.

Sveitarstjórn samþykkir að orðalag skipulgastillögu skuli leiðrétt í samræmi við athugasemd sendanda.

Sendandi bendir á að stofnlögn hitaveitu liggi í um 20 m fjarlægð frá lóðarmörkum og að hús á skipulagssvæðinu myndu tengjast lögninni með þrýstiminnkara.
Gefur ekki tilefni til bókunar.

Sendandi bendir á að stofnveita vatns liggi ofan þjóðvegar 1, en hús sem fyrir eru á hafi vatn úr einkaveitu. Sendandi telur að það þarfnist frekari skoðunar hvort vænlegt sé að tengja eitt hús við vatnsveitu NO þar sem fara þarf í gegnum Þjóðveg 1. Þá sérstaklega þar sem ekki er þörf á að þvera þjóðveginn til að tengja hitaveituna. Samkvæmt aðalskipulagi er reiknað með 5 húsum á svæðinu en fyrir eru þau 2. Telja mætti eðlilegt í ljósi þeirrar fjárfestingar sem Norðurorka þyrfti að leggja í verkið að öll 5 húsin á svæðinu yrðu tengd inn á vatnsveitu Norðurorku.


Sveitarstjórn samþykkir að kallað skuli eftir viðbrögðum húseigenda við athugasemd Norðurorku og að orðalagi skipulagstillaga sé breytt ef ekki er fyrirséð að íbúðarbyggð tengist vatnsveitu Norðurorku.


4. erindi. Sendandi Vegagerðin

Sendandi bendir á að helgunarsvæði þjóðvegar ofan skipulagssvæðis sé 30 m til hvorrar handar og að svo verði áfram eftir að umferð verður hleypt á Vaðaheiðargöng.

Fjarlægð byggingarreits skv. deiliskipulagstillögu frá miðlínu þjóðvegar er 30 m og því gefur athugasemd sendanda ekki tilefni til breytinga á tillögu.

Sendandi ítrekar athugasemd sem sett var fram í umsögn um skipulagslýsingu þess efnis að loka beri túntengingu við þjóðveg gengt Heiðarholtsvegi.

Sveitarstjórn samþykkir að á skipulagsuppdrætti skuli gera grein fyrir því að túntenging skuli aflögð.


Almennar athugasemdir:
Staðsetning byggingarreitar er í um 70 m fjarlægð frá miðlínu þjóðvegar og er því ekki við samræmi við skilmála í kafla 6.1.1. í aðalskipulagi og grein 5.3.2.5 í skipulagsreglugerð, þar sem gerð er krafa um 100 m fjarlægð.

Með vísan til kafla 6.1.1. í gildandi aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps samþykkir sveitarstjórn að byggingarreit á deiliskipulagi skuli hliðrað svo krafa um 100 m
fjarlægð bygginga frá stofnvegum sé uppfyllt að því gefnu að staðhættir leyfi.

     

4.

Umsögn um rekstraleyfi - Flokkur II Gististaður án veitinga - Kotabyggð 14 - 1808019

 

Málinu er frestað meðan byggingarfulltúa er falið að útbúa grenndarkynningu varðandi rekstrarleyfið.

     

5.

Rotþróarútboð - 1808014

 

Lagt fram til kynningar

     

6.

Bréf til sveitarstjórnar - rotþró fyrir Sólheima 4, 7 og 9 - 1809001

 

Málinu er vísað til oddvita

     

7.

Uppgjör á Brú - 1808016

 

Lokauppgjör á Brú lagt fyrir nefndina

 

Lagt fram bréf dags. 8. ágúst 2018 frá Eyþingi um uppgjör vegna breytinga á A deild brúar lífeyrissjóðs. Stjórn Eyþings óskar eftir því að aðildarsveitarfélögin greiði framlag Eyþings vegna uppgjörs á varúðar- og jafnvægissjóði að upphæð 7,2 m.kr. Greiðsluþátttaka aðildarsveitarfélaganna miðast við íbúafjölda með sama hætti og árgjald Eyþings. Hlutur Svalbarðsstrandahrepps er 116.354 kr.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að greiða hlut Svalbarðsstrandahrepps og verður upphæðin fjármögnuð með handbæru fé.

     

8.

Skipan fulltrúa á samráðsfund Eyþings föstudaginn 7. september - 1808018

 

Sveitarsstjórn tilnefnir Valtý Hreiðarsson sem fulltrúa Svalbarðsstrandahrepps.

     

9.

Svar við bréfi Stefáni Tryggvasyni frá 13.júní. - 1808021

 

Lagt fram til kynningar

     

10.

224. fundur Norðurorku þann 21.08.18 - 1808017

 

Lagt fram til kynningar

     

11.

Umsókn fyrir Þórhall Forna í tónlistarskóla á Akureyri - 1808015

 

Umsókn um framhaldsnám í tónlistarskóla á Akureyri

 

Sveitarstjórn samþykkir að umsóknina.

     

12.

Skólanefnd fundargerð 1. fundar - 1808020

 

Lagt fram til kynningar

     

13.

Skólanefnd fundargerð 2. fundar - 1809004

 

Fundargerð er lögð til kynningar.

Sveitarstjórn hefur ritað drög að nýjum reglum um skólavist barna utan lögheimilis og vísar þeim til skólanefndar til umsagnar.

     

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:30.