Sveitarstjórn

8. fundur 04. október 2018

Fundargerð

8. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2018-2022, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, 4. október 2018 kl. 14:00.

Fundinn sátu: Gestur J. Jensson, Anna Karen Úlfarsdóttir, Valtýr Þór Hreiðarsson, Guðfinna Steingrímsdóttir, Ólafur Rúnar Ólafsson og Fannar Freyr Magnússon.

Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon, Skrifstofustjóri.

 

Dagskrá:

1.

Rotþróarmál - 1809009

 

Eftir verðkönnun var Verkval ehf með lægsta verðið og er oddvita falið að ganga frá samningi við Verkval ehf.

     

2.

Kaup á nýrri skúringarvél - 1810001

 

Sveitarstjórn felur Bjarneyju Steingrímsdóttir starfsmann Valsárskóla að fá tilboð í nýja vél svo hægt sé að ganga frá kaupum sem fyrst.

     

3.

Beiðni frá Ara Fannari - Viðgerð á kantsteinum í smáratúni - 1810002

 

Málinu er vísað til sveitarstjóra.

     

4.

Ósk um endurnýjun samstarfssamning við Svalbarðsstrandahrepp 2018-2021 - 1810004

 

Samþykkt að endurnýja samstarfssamninginn.

     

5.

Beiðni frá Borghildi Maríu - 1810005

 

Málinu er vísað til Ólafs Rúnars sveitarstjórnarmanns.

     

6.

Fyrirspurn um landnýtingu í Helgafelli - 1810007

 

Fyrir fundinum liggur erindi frá Ragnhildi Ingólfsdóttur arkitekti sem fyrir hönd landeigenda spyr hvort heimilt sé að byggja 250 - 300 fm hús á einni hæð ásamt húsi fyrir gufubað í landi Helgafells. Stærra húsið yrði staðsett á túni norð-vestur af íbúðarhúsi í um 50 til 60 m fjarlægð frá ströndu, sbr. uppdrátt sem erindinu fylgir. Áformað er að nýta húsið til gistingar og annarar þjónustu fyrir ferðamenn. Tekið er fram að fyrirhuguð staðsetning er á svæði sem í gildandi aðalskipulagi er skilgreint sem gott landbúnaðarland (L1).
Í kafla 4.3.1. í greinargerð gildandi aðalskipulags segir að nýbyggingar skuli að jafnaði ekki heimilaðar á góðu landbúnaðarlandi og í kafla 2.3.1. í landsskipulagsstefnu segir að landi sem henti vel til ræktunar skuli almennt ekki ráðstafað með óafturkræfum hætti til annara nota. Með hliðsjón af þessu leggur sveitarstjórn til við málshefjanda að tillaga verði endurskoðuð þannig að húsunum sem um ræðir verði valinn staður þar sem þau spilla síður notum af góðu landbúnaðarlandi.

     

7.

Bréf frá Þóru Hjalta um stöðu snjómoksturs fyrir komandi vetur - 1810008

 

Verið er að vinna í drögum að nýrri snjómokstursáætlun fyrir Svalbarðsstrandahrepp

     

Guðfinna vék af fundi meðan mál 1810009 var tekið fyrir

8.

Fyrirspurn frá Erni Smára varðandi staðsetninug á nýbygginu húss í landi Heiðarholts - 1810009

 

Vegna aðstæðna í landslagi samþykkir sveitarstjórn fyrir sitt leyti að byggt sé 80 metra frá miðlínu vegar.

     

9.

Fundargerð 309. fundar Eyþings - 1810006

 

Fundargerð stjórnar Eyþings lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps vill benda á að í mannauðsstefnu Eyþings, sjötta kafla kemur fram að það teljist ekki samrýmast hlutleysi Eyþings í pólitísku samráði og vandaðri stjórnsýslu að starfsmaður þess taki sæti á framboðslistum til sveitarstjórna eða Alþingis samhliða starfi sínu hjá Eyþingi. Af sömu ástæðu þá er starfsmaður ekki pólitískur fulltrúi í nefndum sveitarstjórna eða á vegum Alþingis. Ennfremur segir að starfsmaður má ekki taka við starfi í þjónustu annars aðila eða taka að sér stjórnarsetu í fyrirtæki/stofnun/sveitarfélagi samhliða störfum hjá Eyþingi nema með skriflegu samþykki framkvæmdastjóra. Hafi framkvæmdastjóri sjálfur slík áform ber honum að leita samþykkis formanns stjórnar. Rétt er að banna starfsmanni slík störf, sem í fyrri mgr. greinir, ef það er síðar leitt í ljós að þau fara ekki saman við starf hans hjá Eyþingi.
Bent er á að starfsmaður sem kemur til með að leysa framkvæmdastjóra af í veikindaleyfi er fulltrúi í stjórn sveitarfélags og gera þarf grein fyrir hvernig aðkoma starfsmannsins verður að sveitarstjórnarmálum á starfstímanum.

     

Mál 1810010-1810012 voru tekin fyrir á fundi með samþykki sveitarstjórnar

Valtýr vék af fundi undir meðan mál 1810010 var tekið fyrir.

10.

Ósk um stofnun nýrrar lóðar úr landi Sunnuhlíðar skv meðfylgjandi hnitsettri teikningu frá Búgarði - samtals 3,7 hektarar. - 1810010

 

Sveitarstjórn er samþykk stofnun nýrrar lóðar skv. meðfylgjandi hnitsetningu.

     

11.

Skipan í fulltrúaráð Eyþings - 1810012

 

Sveitarstjórn skipar sveitarstjóra sem fulltrúa Svalbarðsstrandahrepps í fulltrúaráði Eyþings.

     

12.

Órækt við gamla tipp - 1810013

 

Ákveðið er að drena og ganga frá svæðinu svo hægt sé að slá það.

     

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00.