Fundargerð
8. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2018-2022, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, 4. október 2018 kl. 14:00.
Fundinn sátu: Gestur J. Jensson, Anna Karen Úlfarsdóttir, Valtýr Þór Hreiðarsson, Guðfinna Steingrímsdóttir, Ólafur Rúnar Ólafsson og Fannar Freyr Magnússon.
Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon, Skrifstofustjóri.
Dagskrá:
| 
 1.  | 
 Rotþróarmál - 1809009  | 
|
| 
 Eftir verðkönnun var Verkval ehf með lægsta verðið og er oddvita falið að ganga frá samningi við Verkval ehf.  | 
||
| 
 2.  | 
 Kaup á nýrri skúringarvél - 1810001  | 
|
| 
 Sveitarstjórn felur Bjarneyju Steingrímsdóttir starfsmann Valsárskóla að fá tilboð í nýja vél svo hægt sé að ganga frá kaupum sem fyrst.  | 
||
| 
 3.  | 
 Beiðni frá Ara Fannari - Viðgerð á kantsteinum í smáratúni - 1810002  | 
|
| 
 Málinu er vísað til sveitarstjóra.  | 
||
| 
 4.  | 
 Ósk um endurnýjun samstarfssamning við Svalbarðsstrandahrepp 2018-2021 - 1810004  | 
|
| 
 Samþykkt að endurnýja samstarfssamninginn.  | 
||
| 
 5.  | 
 Beiðni frá Borghildi Maríu - 1810005  | 
|
| 
 Málinu er vísað til Ólafs Rúnars sveitarstjórnarmanns.  | 
||
| 
 6.  | 
 Fyrirspurn um landnýtingu í Helgafelli - 1810007  | 
|
| 
 Fyrir fundinum liggur erindi frá Ragnhildi Ingólfsdóttur arkitekti sem fyrir hönd landeigenda spyr hvort heimilt sé að byggja 250 - 300 fm hús á einni hæð ásamt húsi fyrir gufubað í landi Helgafells. Stærra húsið yrði staðsett á túni norð-vestur af íbúðarhúsi í um 50 til 60 m fjarlægð frá ströndu, sbr. uppdrátt sem erindinu fylgir. Áformað er að nýta húsið til gistingar og annarar þjónustu fyrir ferðamenn. Tekið er fram að fyrirhuguð staðsetning er á svæði sem í gildandi aðalskipulagi er skilgreint sem gott landbúnaðarland (L1).  | 
||
| 
 7.  | 
 Bréf frá Þóru Hjalta um stöðu snjómoksturs fyrir komandi vetur - 1810008  | 
|
| 
 Verið er að vinna í drögum að nýrri snjómokstursáætlun fyrir Svalbarðsstrandahrepp  | 
||
| 
 Guðfinna vék af fundi meðan mál 1810009 var tekið fyrir  | 
||
| 
 8.  | 
 Fyrirspurn frá Erni Smára varðandi staðsetninug á nýbygginu húss í landi Heiðarholts - 1810009  | 
|
| 
 Vegna aðstæðna í landslagi samþykkir sveitarstjórn fyrir sitt leyti að byggt sé 80 metra frá miðlínu vegar.  | 
||
| 
 9.  | 
 Fundargerð 309. fundar Eyþings - 1810006  | 
|
| 
 Fundargerð stjórnar Eyþings lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps vill benda á að í mannauðsstefnu Eyþings, sjötta kafla kemur fram að það teljist ekki samrýmast hlutleysi Eyþings í pólitísku samráði og vandaðri stjórnsýslu að starfsmaður þess taki sæti á framboðslistum til sveitarstjórna eða Alþingis samhliða starfi sínu hjá Eyþingi. Af sömu ástæðu þá er starfsmaður ekki pólitískur fulltrúi í nefndum sveitarstjórna eða á vegum Alþingis. Ennfremur segir að starfsmaður má ekki taka við starfi í þjónustu annars aðila eða taka að sér stjórnarsetu í fyrirtæki/stofnun/sveitarfélagi samhliða störfum hjá Eyþingi nema með skriflegu samþykki framkvæmdastjóra. Hafi framkvæmdastjóri sjálfur slík áform ber honum að leita samþykkis formanns stjórnar. Rétt er að banna starfsmanni slík störf, sem í fyrri mgr. greinir, ef það er síðar leitt í ljós að þau fara ekki saman við starf hans hjá Eyþingi.  | 
||
| 
 Mál 1810010-1810012 voru tekin fyrir á fundi með samþykki sveitarstjórnar Valtýr vék af fundi undir meðan mál 1810010 var tekið fyrir.  | 
||
| 
 10.  | 
 Ósk um stofnun nýrrar lóðar úr landi Sunnuhlíðar skv meðfylgjandi hnitsettri teikningu frá Búgarði - samtals 3,7 hektarar. - 1810010  | 
|
| 
 Sveitarstjórn er samþykk stofnun nýrrar lóðar skv. meðfylgjandi hnitsetningu.  | 
||
| 
 11.  | 
 Skipan í fulltrúaráð Eyþings - 1810012  | 
|
| 
 Sveitarstjórn skipar sveitarstjóra sem fulltrúa Svalbarðsstrandahrepps í fulltrúaráði Eyþings.  | 
||
| 
 12.  | 
 Órækt við gamla tipp - 1810013  | 
|
| 
 Ákveðið er að drena og ganga frá svæðinu svo hægt sé að slá það.  | 
||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00.