Fundinn sátu: Valtýr Þór Hreiðarsson, Guðfinna Steingrímsdóttir, Ólafur Rúnar Ólafsson, Anna Karen Úlfarsdóttir, Árný Þóra Ágústsdóttir, Björg Erlingsdóttir, Fannar Freyr Magnússon, Gestur J. Jensson, og Vigfús Björnsson.
Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon, skrifstofustjóri.
Dagskrá:
| 
 1.  | 
 Hallland deiliskipulag 2018 - 1811003  | 
|
| 
 Athugasemdarfrestur vegna auglýsingar tillögu að deiliskipulagi íbúðarsvæðis ÍB15 í landi Halllands var til 20. ágúst síðastliðinn. Eitt erindi barst á auglýsingartíma tillögunnar.  | 
||
| 
 Athugasemdafrestur vegna auglýsingar tillögu að deiliskipulagi íbúðarsvæðis ÍB15 í landi Halllands skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 var til 20. ágúst sl. og barst eitt erindi á auglýsingartíma tillögunnar.  | 
||
| 
 Guðfinna vék af fundi undir þessum lið  | 
||
| 
 2.  | 
 Fyrirspurn frá Erni Smára varðandi staðsetninug á nýbygginu húss í landi Heiðarholts - 1810009  | 
|
| 
 Hnitsetning á lóð í landi Heiðarholts  | 
||
| 
 Fyrir fundinum ligggur fyrir erindi frá Erni Smára Kjartanssyni þar sem óskað er eftir samþykki sveitarstjórnar á lóðarmörkum og nafngift lóðarinnar Húsatúns. Erindinu fylgir hnitsettur uppdráttur frá Búgarði dags. 10 nóvember 2018.  | 
||
| 
 3.  | 
 Fjárhagsáætlun 2019 - 1810018  | 
|
| 
 Seinni umræða á fjárhagsáætlun 2019  | 
||
| 
 Seinni umræðu um fjárhagsáætlun er frestað til næsta fundar  | 
||
| 
 4.  | 
 Reglur um umókn um skólavist utan lögheimilis - 1809005  | 
|
| 
 Skólanefnd hefur skilað sínum athugasemdum við reglur um skólavist utan lögheimilis sem bíða samþykkis sveitarstjórnar.  | 
||
| 
 Sveitarstjórn samþykkir reglurnar.  | 
||
| 
 5.  | 
 Brunabót - Ágóðahlutagreiðsla 2018 - 1810027  | 
|
| 
 Ágóðahlutagreiðsla 2018 frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands. Hlutdeild sveitarfélagsins í Sameignarsjóði EBÍ er 0.361% og greiðsla ársins þann 30. október verður þá hlutfall af kr. 50 milljónum eða kr. 180.500.  | 
||
| 
 Lagt fram til kynningar  | 
||
| 
 6.  | 
 Varphænsnahús Sveinbjarnargerðir - úrskurður 46-2017 - 1811006  | 
|
| 
 úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála lagður fyrir sveitarstjórn  | 
||
| 
 Lagt fram til kynningar  | 
||
| 
 7.  | 
 Umhverfis- og atvinnumálanefnd - 01 - 1810005F  | 
|
| 
 Fundargerð fundar umhverfis- og atvinnumálanefndar nr. 01 lögð fram til samþykktar  | 
||
| 
 Fundargerð umhverfis- og atvinnumálanefndar nr. 1 lögð fram til kynningar  | 
||
| 
 8.  | 
 Fundargerð 313. fundar Eyþings - 2018 - 1811001  | 
|
| 
 Fundargerð frá 313. fundi Eyþings 01.11.2018. Lögð fram til kynningar  | 
||
| 
 Lagt fram til kynningar  | 
||
| 
 9.  | 
 Flokkun Eyjafjörður ehf - aðalfundur og aukaaðalfundur 2018 - 1811004  | 
|
| 
 Fundargerð framhaldsaðalfundar Flokkunar lögð fram til kynningar  | 
||
| 
 Lagt fram til kynningar  | 
||
| 
 10.  | 
 Fyrirspurn um landnýtingu í Helgafelli - 1810007  | 
|
| 
 Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið en óskar eftir hnitsettri staðsetningu húsnæðisins, byggingarlýsingu á húsinu og nánari útlistun á starfseminni sem mun fara þar fram. Málinu er frestað til næsta fundar.  | 
||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00.