Sveitarstjórn

13. fundur 08. janúar 2019

Fundargerð 13

Fundinn sátu: Gestur J. Jensson, Anna Karen Úlfarsdóttir, Guðfinna Steingrímsdóttir, Valtýr Þór Hreiðarsson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Árný Þóra Ágústsdóttir, Ólafur Rúnar Ólafsson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Halldór Jóhannesson, Fannar Freyr Magnússon, Björg Erlingsdóttir og Vigfús Björnsson.

Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon, Skrifstofustjóri.

 

Dagskrá:

1.

Aðalskipulag 2020- - 1901003

 

Árni Ólafsson kemur á fundinn og farið verður yfir vinnufyrirkomulag við endurskoðun nýs aðalskiplags

 

Árni kynnti verklag við endurskoðun aðalskipulags Svalbarðsstrandahrepps.

Málinu frestað til næsta fundar.

     

2.

Geldingsá-Tillaga að breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi - 1806015

 

Farið yfir innkomnar athugasemdir.

 

Sveitarstjórn tekur fyrir athugasemdir sem bárust á auglýsingatíma aðal- og deiliskipulagstillaga fyrir Geldingsá.

Sveitarstjórn fjallar um athugasemdirnar og frestar afgreiðslu málsins.

     

3.

Deiliskipulagstillaga Sunnuhlíðar dags. 2. apríl 2014 - 1808006

 

Farið yfir innkomnar athugasemdir

 

Sveitarstjórn fjallar um innkomnar athugasemdir vegna deiliskipulags í Sunnuhlíð. Erindi eru afgreitt í þeirri röð sem eftir fer.

1. erindi sendandi vegagerðin.
a)
Sendandi bendir á að 100 m skuli vera á milli vegtenginga á héraðsvegum.

Afgreiðsla sveitarstjórnar: Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að ræða við landeiganda og skipulagshönnuð um hvernig hægt sé að koma til móts við athugasemdina.

b)
Sendandi bendir á að kröfur sem lúta að veghelgunarsvæði.

Afgreiðsla sveitarstjórnar: Sveitarstjórn felur skipulagshönnuði að færa veghelgunarsvæði inn á skipulagsuppdrátt.

c)
Sendandi bendir á að þar sem deiliskipulag nær yfir þjóðveg skuli það ná yfir allt veghelgunarsvæði.

Afgreiðsla sveitarstjórnar: Gefur ekki tilefni til bókunar.

d)
Sendandi vekur athygli á ritinu Vegir og skipulag.

Afgreiðsla sveitarstjórnar: Gefur ekki tilefni til bókunar.

2. erindi sendandi Norðurorka.

a)
Sendandi bendir á að heitavatnslögn að Sunnuhlíð sé grönn og ber ekki mikla notkun. Bent er á að landeigandi þurfi að bera kostnaðinn af breytingu á lögninni ef til frekari uppbygginga kemur á svæðinu.

Afgreiðsla sveitarstjórnar: Gefur ekki tilefni til bókunar.

b) Sendandi vill árétta að ef færa þarf veitulagnir vegna úthlutunar nýrra lóða til húsbygginga, fellur kostnaður á þann er óskar breytinganna.

Afgreiðsla sveitarstjórnar: Gefur ekki tilefni til bókunnar.

3. erindi sendandi Minjastofnun
a) Sendandi upplýsir að skv. fyrirliggjandi fornleifaskráningu fyrir Svalbarðsstrandarhrepp og vettvangsferð minjavarðar sé ekki vitað um fornleifar innan skipulagssvæðisins.

Afgreiðsla sveitarstjórnar: Gefur ekki tilefni til bókunnar.

b) Sendandi vekur athygli á 2. mgr. 24. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012.

Afgreiðsla sveitarstjórnar: Gefur ekki tilefni til bókunnar.

4. erindi sendandi Skipulagsstofnun.

a) Sendandi gerir athugasemd við misvísandi hugtakanotkun hvað varðar frístundahús og ferðaþjónustuhús.

Afgreiðsla sveitarstjórnar: Sveitarstjórn felur skipulagshönnuði að færa misræmi til betri vegar.

b) Sendandi bendir á að stærðir allra lóða skuli koma fram á uppdrætti.

Afgreiðsla sveitarstjórnar: Sveitarstjórn felur skipulagshönnuði að færa lóðarstærðir inn á skipulagsuppdrátt.

c) Sendandi bendir á að fjarðlægð byggingareita frá mörkum lögbýla skuli vera í samræmi við aðalskipulag.

Afgreiðsla sveitarstjórnar: Sveitarstjórn felur skipulagshönnuði að ganga úr skugga um að kröfu aðalskipulags sé fullnægt.

     

4.

Sigluvík, áhalda- og tækjageymsla - 1901005

 

Sigluvík: Umsókn um byggingarreit vegna áhalda- og tækjageymslu

 

Fyrir fundinum liggur erindi frá Rögnvaldi A. Sigurðssyni þar sem óskað er eftir bygginareit fyrir niðurgrafna geymslu við sumarbústað í landi Sigluvíkur. Erindinu fylgi uppdráttur frá Guðjóni Þ. Sigfússyni.

Með vísan í 1. mgr 44. gr. skipulagslaga samþykkir sveitarstjórn að erindið skuli grenndarkynnt fyrir hagsmunaaðilum.

     

5.

Vaðlaheiðargöng opnun og opnunarhátíð - 1811002

 

Óskað er eftir viðauka vegna hátíðarhalda við opnun Vaðlaheiðarganga 12. janúar 2019

 

Sveitarstjórn samþykkir aukafjárveitingu upp á 255.000 kr. til hátíðarhalda við opnun Vaðlaheiðarganga sem tekinn verður af handbæru féi.

     

6.

Valsárhverfi - kynningarmál - 1901004

 

Farið yfir áætlanir í kynningarmálum vegna lóða í Valsárhverfi

 

Málinu frestað til næsta fundar.

     

7.

Vatnamál - 1901002

 

Óskað er eftir að sveitarfélagið tilnefni fulltrúa umhverfis- eða náttúruverndarnefndar í vatnasvæðanefnd í samræmi við lög nr. 36/2011 og reglugerð nr. 935/2011 um stjórn vatnamála.

 

Sveitarstjórn útnefnir Starra Heiðmarsson til að vera fulltrúa Svalbarðsstrandahrepps í vatnasvæðanefnd.

     

8.

Upplýsingaskilti við þjóðveg-Vaðlaheiðargöng - 1901006

 

Áningastaður með upplýsingaskilti. Breytingar verða á upplýsingagjöf til ferðamanna við tilkomu Vaðlaheiðarganga.

 

Sveitarstjórn vísar málinu til umhverfis-og atvinnumálanefnd.

     

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:00.