Fundargerð
15. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2018-2022, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, 5. febrúar 2019 kl. 14:00.
Fundinn sátu: Gestur J. Jensson, Anna Karen Úlfarsdóttir, Guðfinna Steingrímsdóttir, Valtýr Þór Hreiðarsson, Ólafur Rúnar Ólafsson, Björg Erlingsdóttir, Fannar Freyr Magnússon og Vigfús Björnsson.
Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon, Skrifstofustjóri.
Dagskrá:
| 
 1.  | 
 Húsnæðisáætlun Svalbarðsstrandarhrepps - 1901020  | 
|
| 
 Stefna sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps í húsnæðismálum. Fyrstu drög að markmiðum og stefnu lögð fram til umræðu  | 
||
| 
 Lagt fram til kynningar - Málið verður tekið fyrir á næsta fundi.  | 
||
| 
 3.  | 
 Valsárhverfi - framkvæmd - 1810024  | 
|
| 
 Farið yfir tilboð frá fasteignasölum vegna sölu eigna við Tjarnartún og Laugartún  | 
||
| 
 Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að hefja viðræður við fasteignasöluna Byggð.  | 
||
| 
 4.  | 
 Erindisbréf umhverfis- og atvinnumálanefndar 2018-2022 - 1901029  | 
|
| 
 Drög erindisbréfs umhverfis- og atvinnumálanefndar lögð fram  | 
||
| 
 Sveitastjóri kynnti drög að erindisbréfi Umhverfis- og atvinnumálanefndar. Málinu frestað til næsta fundar.  | 
||
| 
 5.  | 
 Sveitarfélögin og heimsmarkimiðin - 1901028  | 
|
| 
 Bréf frá forsætisráðuneytinu kynnt þar sem sveitarfélög eru hvött til að kynna sér og aðlaga stefnumótun sína að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna  | 
||
| 
 Málinu er vísað til Umhverfis- og atvinnumálanefndar og óskað eftir umsögn um bréf forsætisráðherra.  | 
||
| 
 6.  | 
 Vinnuskóli 2019 - 1901013  | 
|
| 
 Farið yfir auglýsingar, skipulag og skráningu starfsmanna vinnuskólans 2019  | 
||
| 
 Lagt til kynningar  | 
||
| 
 7.  | 
 Viðhald fjallsgirðingar - 1309003  | 
|
| 
 Farið yfir stöðu mála og verkefni framundan  | 
||
| 
 Sveitarstjóra og oddvita falið að vinna áfram að þessum málaflokk  | 
||
| 
 2.  | 
 Sólfjörð hotels ehf- umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar - 1901015  | 
|
| 
 Umsagnar sveitarstjórnar óskað vegna umsókanar um rekstrarleyfi gistingar fyrir Sólfjörð hótels efh, Sveinbjarnargerði.  | 
||
| 
 Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að umrætt rekstrarleyfi verði framlengt.  | 
||
| 
 8.  | 
 Umhverfis- og atvinnumálanefnd - 03. - 1812002F  | 
|
| 
 Lagt fram til kynningar  | 
||
| 
 9.  | 
 Fundargerð nr. 865 frá stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga - 1812005  | 
|
| 
 Fundargerð lögð fram til kynningar  | 
||
| 
 Lagt fram til kynningar  | 
||
| 
 10.  | 
 Fundargerð nr. 866. frá stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 1901019  | 
|
| 
 Fundargerð lögð fram til kynningar  | 
||
| 
 Lagt fram til kynningar  | 
||
| 
 11.  | 
 Fundargerð nr. 867 frá stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 1901027  | 
|
| 
 Fundargerð nr. 866 frá stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.  | 
||
| 
 Lagt fram til kynningar  | 
||
| 
 Harpa Barkardóttir og Jean-Marc Plessy mæta á fund.  | 
||
| 
 12.  | 
 Fyrirspurn um landnýtingu í Helgafelli - 1810007  | 
|
| 
 Mál tekið fyrir með afbrigðum. Eigendur Helgafells, Harpa Barkardóttir og Jean-Marc Plessy komu á fundinn.  | 
||
| 
 Landeigendur gera grein fyrir áformunm sínum og svara spurningum sveitarstjórnarmanna.  | 
||
| 
 Harpa Barkardóttir og Jean-Marc Plessy yfirgefa fund.  | 
||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:15.