Sveitarstjórn

16. fundur 19. febrúar 2019

Fundargerð

16. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2018-2022, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, 19. febrúar 2019 kl. 14:00.

Fundinn sátu: Gestur J. Jensson, Anna Karen Úlfarsdóttir, Guðfinna Steingrímsdóttir, Valtýr Þór Hreiðarsson, Ólafur Rúnar Ólafsson, Björg Erlingsdóttir og Vigfús Björnsson.

Fundargerð ritaði: Björg Erlingsdóttir, sveitarstjóri.

 

Dagskrá:

1.

Geldingsá-Tillaga að breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi - 1806015

 

Bréf lögræðings landeiganda kynnt

 

Bréf hefur ekki borist frá lögfræðingi landeiganda og málinu frestað til næsta fundar.

     

3.

Stöðuleyfi vegna lausafjármuna - 1902015

 

Byggingarfulltrúi mætir á fundinn og kynnir málsmeðferð og gjaldtöku vegna stöðuleyfa lausafjármuna

 

Vigfús fer yfir þær reglur sem eru til viðmiðunar þegar leyfi er veitt vegna stöðu lausafjármuna eins og gáma og tímabundins húsnæðis. Byggingarfulltrúi kemur til með að gera uppkast að bréfi þar sem farið er yfir þær reglur sem eru um stöðuleyfi lausafjármuna, bréfið verður lagt fyrir sveitarstjórnir sem embætti byggingarfulltrúa heyrir undir til umsagnar. Málinu frestað. Vigfús víkur af fundi.

     

4.

Sóknaráætlun - 1902016

 

Vinna við endurskoðun sóknaráætlunar fyrir Eyjafjörð hefst á næstu mánuðum. Farið yfir þau skjöl sem skoðuð verða og sóknaráætlun skoðuðu útfrá endurskoðun Aðalskipulags, heimsmarkmiðum Sameinuðuþjóðanna og þeim áherslum sem sveitarfélagið vinnur eftir.

 

Sveitarstjórn leggur áherslu á að sveitarstjórnir á Eyjafjarðarsvæðinu hittist og ræði um þær áherslur sem lagðar eru þegar kemur að uppbyggingu sjóeldis við fjörðinn. Sveitarstjóra og oddvita falið að kanna áhuga annarra sveitarfélaga á sameiginlegri stefnu.

     

6.

Erindisbréf umhverfis- og atvinnumálanefndar 2018-2022 - 1901029

 

Erindisbréf umhverfis- og atvinnumálanefndar lagt fram til samþykktar

 

Samþykkt og sveitarstjóra falið að birta á heimasíðu og birta í stjórnartíðindum.

     

7.

Aðalskipulag 2020- - 1901003

 

Farið yfir tilboð í vinnu vegna endurskoðunar aðalskipulags og verkefnaáætlun

 

Ákveðið að ganga til samninga við Teiknistofa Arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga.

     

8.

Hafnarsamlag Norðurlands - uppfærður stofnsamningur - 1902014

 

Breyting á stofnsamningi kynnt. Stjórnarmönnum fjölgar úr 7 í 8 og hvert sveitarfélag á þá sinn fulltrúa í stjórn. Akureyrarbær tilnefnir fimm fulltrúa, þar af formann. Hörgársveit, Grýtubakkahreppur og Svalbarðsstrandarhreppur tilnefnir hvert sinn fulltrúa.

 

Ólafur Rúnar kynnir þær breytingar sem verða á samþykktum. Sveitarstjórn þarf að tilnefna varamann ef breytingar verða samþykkta á aðalfundi í maí.

     

9.

Húsnæðisáætlun Svalbarðsstrandarhrepps - 1901020

 

Stefna í húsnæðismálum lögð fram til umræðu

 

Stefna sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps er að boðið verði upp á fjölbreytt og vandað búsetuumhverfi, bæði í þéttbýli á Svalbarðseyri og í dreifðri íbúðarbyggð í suðurhluta sveitarfélagsins.
Framboð húsnæðis þarf að miðast við eðlilega endurnýjun og tryggja það að húsagerðir svari þörfum allra aldurs- og þjóðfélagshópa. Tryggja þarf að þannig sé staðið að uppbyggingu nýs húsnæðis að staðsetning, stærð og gerð þess falli vel að þörfum íbúa. Nýta þarf innviði vel, huga að gönguhæfi og tengingu byggðar og náttúru.
Íbúðarbyggð utan þéttbýlis skal skipulögð með það í huga að íbúar njóti tengsla við umhverfi og náttúru. Byggingar á lögbýlum, utan búreksturs, verði heimilar í takmörkuðum mæli eftir því sem á er kveðið er á um í aðalskipulagi.
Svalbarðseyri verður eini þéttbýlisstaðurinn í sveitarfélaginu og megináhersla skal lögð á íbúðarbyggð á Svalbarðseyri með góðum byggingarlóðum í fallegu bæjarumhverfi. Á Svalbarðseyri verður leitast við að svara eftirspurninni á byggingarsvæði, sem nýtur nálægðar við skóla og leikskóla og verður hluti sveitaþorps með ákveðin einkenni og gæði. Stefnt er á þéttingu núverandi byggðar og ný byggingarsvæði í norðurhluta þorpsins.

     

10.

Landskipti í Höfn - 1802011

 

Lagt fram til kynningar: Landskipti í Höfn - bréf lögmanns sveitarfélagsins til lögmanns málsaðila.

 

Lagt fram til kynningar.

     

11.

Byggingafulltrúi Eyjafjarðarsvæðis - slit og afskráning félagsins - 1902004

 

Slit og afsrkáning embættis byggingarfulltrúa Eyjafjarðarsvæðis kt. 640608-0480. Lagt fram á fundinum: Fundargerð 29.01.2019 ásamt ársreikningi 2017, lokareikningi og tilkynningu til Fyrirtækjaskrár RSK

 

Lagt fram og samþykkt.

     

16.

Skólanefnd - 04. - 1901003F

 

Fundargerð skólanefndar lögð fram til kynningar

 

16.1

1808012 - Staða mála fyrir komandi skólaár

 

Lagt fram til kynningar

 

16.2

1901025 - Skóladagatal allra deilda 2019-2020

 

Sveitarstjórn kynnt umræðan

 

16.3

1407183 - Tónlistarskóli, staða mála

 

Sveitarstjórn kynnt staða tónlistarskólans

 

16.4

1901026 - Álfaborg - leikskólaráðgjafi

 

Skýrslan lögð fram til kynningar.

     

17.

Umhverfis- og atvinnumálanefnd - 4 - 1901005F

 

Fundargerð lögð fram til kynningar

 

17.1

1811011 - Umhverfisstefna - stefnumótun sveitarfélagsins í umhverfismálum

   
 

17.2

1901028 - Sveitarfélögin og heimsmarkimiðin

   
 

17.3

1901012 - Norðurstrandarleið - Arctic Coast Way

   
 

17.4

1609009 - Hjólreiða og göngustígur

   
 

17.5

1902001 - Spurningakönnun - sorphirða

   
 

17.6

1610103 - Gámasvæðið og umgengni um það

   
 

17.7

1902002 - Atvinnumál

   
 

17.8

1902003 - Umhverjfismál - fræðsla

   
     

12.

Fundargerð 227. fundar Norðurorku - 1902010

 

Fundargerð 227. fundar Norðurorku lögð fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar

     

13.

Fundargerð 228. fundar Norðurorku - 1902009

 

Fundargerð 228. fundar Norðurorku lögð fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar

     

14.

Fundargerð 229. fundar Norðurorku - 1902008

 

Fundargerð 229. fundar Norðurorku lögð fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar

     

15.

Fundargerð 230. fundar Norðurorku - 1902007

 

Fundargerð 230. fundar Norðurorku lögð fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar

     

2.

Sólheimar 11 - 1902018

 

Mál tekið fyrir með afbrigðum. Bréf frá eigendum Sólheima nr. 11 kynnt.

 

Málið kynnt. Óskað er eftir áliti byggingarfulltrúa og málinu frestað til næsta fundar.

     

5.

Vinnuskóli 2019 - 1901013

 

Mál tekið fyrir með afbrigðum. Farið yfir áætlanir um fjölda starfsmanna í vinnuskóla og laun.

 

Launatölur kynntar. Sveitarstjórn samþykkir laun nemenda í vinnuskóla
7. bekkur 560 kr. á tímann með orlofi
8. bekkur 650 kr. á tímann með orlofi
9. bekkur 850 kr. á tímann með orlofi
10. bekkur 1.250kr. á tímann með orlofi

     

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00.

 

 

Gestur J. Jensson

Anna Karen Úlfarsdóttir

Guðfinna Steingrímsdóttir

Valtýr Þór Hreiðarsson

Ólafur Rúnar Ólafsson

Björg Erlingsdóttir

Vigfús Björnsson