Sveitarstjórn

19. fundur 02. apríl 2019

Fundargerð

19. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2018-2022, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, 2. apríl 2019 kl. 14:00.

Fundinn sátu: Gestur J. Jensson, Anna Karen Úlfarsdóttir, Guðfinna Steingrímsdóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Árný Þóra Ágústsdóttir, Valtýr Þór Hreiðarsson, Ólafur Rúnar Ólafsson, Björg Erlingsdóttir, Fannar Freyr Magnússon og Vigfús Björnsson.

Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon, Skrifstofustjóri.

 

Dagskrá:

1.

Geldingsá-Tillaga að breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi - 1806015

 

Farið yfir innsendar athugasemdir og tillögur að svörum lagðar fram

 

Sveitarstjórn fjallar um erindi sem bárust á auglýsingatímabili aðal- og deiliskipulagstillaga fyrir Geldingsá, en athugasemdafrestur var til 12. nóvember 2018. Erindum er skipt upp í aðskildar athugasemdir, og þær athugasemdir sem eru efnislega sambærilegar eru afgreiddar saman. Samþykkt sveitarstjórnar er eftirfarandi og erindi eru afgreidd í þeirri röð sem á eftir fer:

Athugasemdir sem tengjast breyttri landnotkun og byggingarmagni á íbúðarsvæðum ÍB23, ÍB24 og ÍB25 í auglýstri skipulagstillögu:
Erindi 1, athugasemd b), Sendandi Ari Fossdal f.h. Árholts ehf.: Sendandi gerir athugasemd við að áform sem fram koma á deiliskipulagstillögu um byggingu sex húsa á landeign L199999 þar sem það brýtur í bága við þau áform að hafa á svæðinu eingöngu dreifða byggð og stærri lóðir, en ekki götu eins og um hverfi sé að ræða.

Erindi 3, athugasemd a), Sendandi Jóhannes Fossdal, Hilda Hansen, Margrét Heinreksdóttir, Gunnhildur Ingólfsdóttir, Árni Njálsson: Sendandi mótmælir harðlega áformum um að sex íbúðahús rísi á landeign L199999 sem fram koma í auglýstri deiliskipulagstillögu. Sendandi vísar til þess að þegar núverandi eigandi landsins keypti það, á svipuðum tíma og eigendur Árholts og Ljósheima keyptu sínar eignir, mun hafa verið gert ráð fyrir að þar mættu rísa þrjú einbýlishús, sem var nokkurn veginn í samræmi við þær kvaðir á fyrrtöldum lóðum, að þar risiaðeins eitt einbýlishús á hvorri. Hugmyndin var, að húsin í Geldingsárlandi væru einskonar millistig milli sveitar og þéttbýlis, þar ríkti kyrrð og fegurð ósnortins lands, lóðirnar eru stórar og útsýni víðáttumikið og fagurt, sem réði úrslitum um fjárfestingu okkar í þeim. Með því að heimila fjölgun húsanna um helming, úr þrem í sex, er verið að breyta þessu umhverfi, búa til hálfgert þorp og útrýma upphaflegri hugmynd um útlit og umhverfi byggðarinnar

Erindi 3, athugasemd c), Sendandi Jóhannes Fossdal, Hilda Hansen, Margrét Heinreksdóttir, Gunnhildur Ingólfsdóttir, Árni Njálsson: Sendandi telur að að núverandi fasteignir í Geldingsárlandi munu falla verulega í verði ef sex hús bætast þar við. Fasteignirnar voru keyptar í þeirri góðu trú, að verið væri að fjárfesta í fábýlislandi en ekki fjölbýli. Það er því ljóst, að núverandi eigendur þessarra þriggja húsa mun verða fyrir verulegu fjárhagstjóni verði “þorp? þetta byggt.

Erindi 5, athugasemd b), Sendandi Vegagerðin: Sendandi bendir á að skilgreining íbúðarbyggðar utan þéttbýlis sé mögulega á skjön við ákvæði um vöxt þéttbýlisstaða í kafla 3.2.1. í Landsskipulagsstefnu 2015-2026. Sendandi bendir á að skilgreining íbúðarsvæða utan þéttbýlis en í nánd við stóra þéttbýliskjarna muni auka umferð á þjóðvegum og erfitt verði að tryggja öryggi þar sem svo háttar til. Sendandi telur að umferðaröryggi hljóti að teljast sameiginlegt markmið ríkis og sveitarfélaga og beinir því til sveitarstjórnar að huga að uppbyggingu sveitarfélagsins með umferðaröryggi að leiðarljósi.

Afgreiðsla sveitarstjórnar á athugasemdum sem lúta að byggingarmagni og landnotkun: Samkvæmt gildandi aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps er heimilt að byggja tiltekinn fjölda íbúðar- og frístundahúsa á lögbýlum sem til staðar voru við gildistöku skipulagsins, sjá kafla 4.3.3 í greinargerð aðalskipulags. Ljóst er að byggingarheimildir á fyrirhuguðum íbúðarsvæðum ÍB23, ÍB24 og ÍB25 í auglýstri skipulagstillögu eru langt umfram þær heimildir sem til staðar eru í gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins og telur sveitarstjórn einsýnt að eðli og ásýnd nærumhverfis gerbreytist við fyrrgreinda uppbyggingu á svæðinu. Í gildandi skipulagslöggjöf er rík áhersla á að stefnumótun sveitarfélags sem fram kemur í aðalskipulagi sé unnin í samráði við hagsmunaaðila sem í hlut eiga og miðli málum þeirra á milli, sbr. gr. 4.1.1. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Eins og hér háttar til telur sveitarstjórn því ekki unnt að framkvæma róttæka breytingu á samþykktri stefnu sveitarfélagsins í óþökk hagsmunaaðila á svæðinu og umsagnaraðila. Athugasemdir sem fram koma í innsendum erindum lúta einkum að íbúðarsvæði ÍB25 en sveitarstjórn telur þó ljóst að rök sem fram koma eigi jafnt við um íbúðarsvæðin þrjú ÍB23, ÍB24 og ÍB25. Með vísan í jafnræðisreglu stjórnsýslulaga samþykkir sveitarsjórn að skerða byggingarmagn í auglýstri skipulagstillögu þannig að á hverju íbúðarsvæði ÍB23, ÍB24 og ÍB25 verði heimild fyrir alls þremur íbúðarlóðum á hverju svæði, eða alls níu íbúðarlóðum á svæðunum þremur. Með þessu móti telur sveitarstjórn að áhrif uppbyggingar á nærumhverfi séu milduð auk þess sem komið sé til móts við sjónarmið varðandi umferðaröryggi og hagkvæma uppbyggingu íbúðarsvæða sem fram koma í erindi Vegagerðinnar og Landsskipulagsstefnu. Sveitarstjórn tekur ekki afstöðu til staðhæfinga sem fram koma í athugasemd 3 c) um fjárhagstjón sem af skipulagsbreytingu leiði.

Athugasemdir sem lúta að vegtengingu og umferðaröryggi:

Erindi 3, athugasemd b), Sendandi Jóhannes Fossdal, Hilda Hansen, Margrét Heinreksdóttir, Gunnhildur Ingólfsdóttir, Árni Njálsson: Sendandi telur aðra veigamikila röksemd gegn því að þetta verði leyft er, að vegurinn að Geldingsá ber ekki þá umferð sem óhjákvæmilega mun mun fylgja sex einbýlishúsum í viðbót við þau sem fyrir eru. Ekki einasta er vegurinn mjór og illa gerður heldur liggur hann svo til upp í austurgafli hússins í Árholti og hefur á undanförnum árum sigið þar svo að hætta stafar af. Sendandi vísar einnig til aukinnar slysahættu við íbúðarhús í Árholti samfara aukinni umferð um veginn.

Erindi 5, athugasemd a), sendandi Vegagerðin: Sendandi bendir á að Árholtsvegur (8507) teljist ekki ná nema 20 m norður fyrir tengingu að Geldingsá, en að vegur þar fyrir norðan teljist vera einkavegur. Sendandi gerir því ekki athugasemd við nýja tengingu. Vegagerðin bendir þó á að skv. veghönnunarreglum skuli vera að lágmarki 100 m milli tenginga við héraðsvegi.

Afgreiðsla sveitarstjórnar á athugasemdum sem lúta að vegtengingu og umferðaröryggi: Að höfðu samráði við Vegagerðina telur sveitarstjórn að tenging Árholtsvegar (8507) við þjóðveg uppfylli ekki núgildandi kröfur til tenginga við þjóðveg. Ennfremur vísar sveitarstjórn til þess að þar sem fleiri en 10 íbúðareiningar tengist við þjóðveg sé æskilegt að auknar kröfur séu gerðar til vegtengingar svo umferðaröryggi teljist fullnægjandi, sbr. t.d. norskar veghönnunarreglur. Ennfremur telur sveitarstjórn að fjarlægð milli Árholts og heimreiðar að Geldingsá samræmist ekki gildandi kröfum skipulagsreglugerðar og teljist því að óbreyttu ekki fullnægjandi vegtenging fyrir íbúðarsvæði ÍB25 og verslunar og þjónustusvæði V9. Sveitarstjórn samþykkir að áður en deiliskipulag fyrir íbúðarsvæði ÍB23, ÍB24, ÍB25 eða verslunar og þjónustusvæði V9 verði samþykkt skuli úrbætur á ofangreindum vanköntum vera fullhannaðar og samþykktar.

Erindi 1, athugasemd a), Sendandi Ari Fossdal f.h. Árholts ehf.: Sendandi vísar til ákvæða í kaupsamningum milli núv. og fyrri landeiganda (dags. 2004-10-20 og 2008-09-12) þar sem tilgreindar eru byggingarheimildir á landinu. Sendandi gerir fyrir hönd Árholts ehf. eiganda jarðarinnar Geldingsár, athugasemd við fyrirhuguð áform um byggingu sex húsa á lóðinni þar sem ekki er heimild til þess í kaupsamningi. Erindinu fylgir skjal sem ber yfirskriftina „Kvöð um fjölda húsa á lóð“, þinglýst 2018-06-25, þar sem 3. grein fyrrnefndra kaupsamninga kemur fram. Skjalið er undirritað af sendanda og Jóhannesi Fossdal.
Afgreiðsla sveitarstjórnar á athugasemd 1a: Sveitarstjórn bendir á að sveitarfélagið sé ekki aðili að kaupsamningum vegna landeignar L199999 sem vísað er til í erindi sendanda og að landeigendur geti ekki með samningum sín á milli takmarkað skipulagsvald sveitarfélagsins að því forspurðu. Sveitarstjórn samþykkir að athugasemd sendanda gefi ekki tilefni til breytinga á auglýstri deiliskipulagstillögu.

2. erindi, sendandi Norðurorka.
Athugasemd a): Sendandi bendir á að Svæði ÍB23 og ÍB24 liggja ofan á stofnæð hitaveitu og svæði V9 liggur ofan á heimæðinni að Geldingsá.
Afgreiðsla sveitarstjórnar á athugasemd 2a: Sveitarstjórn telur að við deiliskipulagningu íbúðarsvæða ÍB23 og ÍB24 skuli gera grein fyrir byggingarskilmálum í nánd við stofnæðar hita- og vatnsveitu.

Athugasemd b): Sendandi bendir á að miðlunartankar og stofnlagnir vatnsveitu séu innan svæðis ÍB24 og stofnlagnir og heimæðar vatnsveitu séu innan svæðis ÍB23.
Afgreiðsla sveitarstjórnar á athugasemd 2b: Sveitarstjórn telur að við deiliskipulagningu íbúðarsvæða ÍB23 og ÍB24 skuli gera grein fyrir byggingarskilmálum í nánd við stofnæðar hita- og vatnsveitu.

Athugasemd c): Sendandi áréttar að ef færa þarf veitulagnir innan skipulagssvæðis vegna úthlutunar nýrra lóða til húsbygginga, fellur kostnaður á þann er óskar breytinganna.
Afgreiðsla sveitarstjórnar á athugasemd 2c: Gefur ekki tilefni til bókunar.

4. erindi, sendandi Minjastofnun.
Athugasemd a): Sendandi upplýsir að skv. fyrirliggjandi fornleifaskráningu fyrir Svalbarðsstrandarhrepp og vettvangsferð minjavarðar sé ekki vitað um fornleifar innan skipulagssvæðisins.
Afgreiðsla sveitarstjórnar á athugasemd 4a: Gefur ekki tilefni til bókunar.

Athugasemd b): Sendandi vekur athygli á 2. mgr. 24. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012.
Afgreiðsla sveitarstjórnar á athugasemd 4b: Gefur ekki tilefni til bókunar.

6. erindi, sendandi Skipulagsstofnun ? athugasemdir varðandi aðalskipulagstillögu.
Athugasemd a): Sendandi minnir á að stefna um landnotkun skal rökstudd með vísun í sett markmið sveitarstjórnar, byggðaþróun undanfarinna ára og líklega framvindu sem gera þarf grein fyrir í skipulaginu. Gera skal grein fyrir forsendum stefnu og hvernig staðið verður að framfylgd hennar í einstökum málaflokkum.“, sbr. 4.1.2 í skipulagsreglugerð. Að mati stofnunarinnar er tilefni til að setja fram áætlun um þörf fyrir íbúðir með hliðsjón af áætlaðri íbúaþróun í sveitarfélaginu, sbr. einnig Landsskipulagsstefnu um sjálfbæra byggð í dreifbýli
Afgreiðsla sveitarstjórnar á athugasemd 6a: Sveitarstjórn vísar til kafla 3.2 í greinargerð gildandi aðalskipulags þar sem m.a. kemur fram að aukinnar eftirspurnar gæti eftir íbúðarhúsnæði í dreifbýli syðst í sveitarfélaginu. Einnig er sett fram spá um fjölgun íbúa í sveitarfélaginu á komandi árum. Á grundvelli þessara forsenda telur sveitarstjórn að fyrirhuguð íbúðarsvæði í landi Geldingsár sé til þess fallin að mæta hluta eftirspurnar eftir íbúðarhúsnæði á næstu árum. Sveitarstjórn samþykkir að athugasemd sendanda gefi ekki tilefni til breytinga á auglýstri skipulagstillögu.

Athugasemd b): Sendandi bendir á misræmi þar sem verslunar- og þjónustusvæði V9 er kallað V6 í texta greinargerðar.
Afgreiðsla sveitarstjórnar á athugasemd 6b: Sveitarstjórn felur skipulagshönnuði að lagfæra misræmi í texta greinargerðar.

Athugasemd c): Sendandi minnir á að leyfi landbúnaðarráðherra þarf fyrir breyttri landnotkun á landbúnaðarlandi þarf að liggja fyrir við endanlega afgreiðslu sveitarstjórnar á aðalskipulagsbreytingunni ásamt umsögnum heilbrigðiseftirlitsins og Minjastofnunar.
Afgreiðsla sveitarstjórnar á athugasemd 6c: Gefur ekki tilefni til bókunar.

7. erindi, sendandi Skipulagsstofnun ? athugasemdir varðandi deiliskipulagstillögu.

Athugasemd a): Sendandi bendir á að skv. gildandi aðalskipulagi skuli byggingarreitir vera í 30 m fjalægð frá mörkum landnotkunarreits.
Afgreiðsla sveitarstjórnar á athugasemd 7a: Sveitarstjórn felur skipulagshönnuði að sjá til þess að byggingarreitir séu hvergi nær mörkum landnotkunarreits en 30 m í deiliskipulagstillögu fyrir land L199999.

Athugasemd b): Sendandi bendir á að gera skuli grein fyrir hvernig gengið verði frá aðkomuvegi.
Afgreiðsla sveitarstjórnar á athugasemd 7b: Sveitarstjórn felur skipulagshönnuði að gera grein fyrir uppbyggingu og gerð aðkomuvegar í greinargerð deiliskipulagstillögu fyrir landeign L199999.

Athugasemd c): Sendandi bendir á að skýra þurfi neðri sniðmynd á skipulagsuppdrætti í samhengi við skrifaðan texta.
Afgreiðsla sveitarstjórnar á athugasemd 7c: Sveitarstjórn felur skipulagshönnuði að laga misræmi milli tilgreindrar vegghæðar og þakhæðar húss með flatt þak. Ennfremur felur sveitarstjórn skipulagshönnuði að skýra ákvæði byggingarskilmála um leyfilegan hæðafjölda íbúðarhúsa í deiliskipulagstillögu fyrir landeign L199999.

Athugasemd d): Sendandi bendir á að þar sem veitur og aðkomuvegur er utan lóða er æskilegt að fram komi hver beri ábyrgð áframfylgd skipulagsins hvað þá þætti varðar, að öðrum kosti þarf að gæta þess að samningar liggi fyrir um þessi atriði áður en leyfi eru veitt til framkvæmda.
Afgreiðsla sveitarstjórnar á athugasemd 7d: Sveitarstjórn samþykkir að tryggja skuli að viðhlítandi samningar vegna veitna og aðkomuvegar liggi fyrir áður en framkvæmda- og byggingarleyfi eru veitt. Sveitarstjórn telur að athugasemd sendanda gefi ekki tilefni til breytinga á auglýstri deiliskipulagstillögu.

Með hliðsjón af erindum sem bárustu á auglýsingartíma skal auglýstum skipulagstillögum breytt líkt og fram kemur í afgreiðslu sveitarstjórnar á athugasemdum sem tengjast breyttri landnotkun og byggingarmagni, vegtengingu og umferðaröryggi, auk afgreiðslu á athugasemdum 6 b), 7 a), 7 b) og 7 c).

     

2.

Aðalskipulag 2020- - 1901003

 

Farið yfir verkefnaáætlun og fundi sem fyrirhugaðir eru vegna endurskoðunar aðalskipulags

 

Til umræðu voru næstu skref í vinnu við endurskoðun aðalskipulags Svalbarðsstrandarhrepps.
Vilji sveitastjórnar er að boða til opinna funda þar sem íbúum sveitarsfélagsins gefst tækifæri til að koma skoðunum sínum á framfæri. Stefnt er að því að halda fundina á komandi vordögum, nánari tímasetning verður auglýst síðar.

     

4.

Eyþing - fundir fulltrúaráðs - 1902013

 

Fundur fulltrúaráðs Eyþings var haldið mánudaginn 25. mars. Umræður fundarins kynntar

 

Sveitarstjóri kynnti umræður fulltrúaráðs Eyþings um sameiginlegt stoðkerfi sveitarfélaga á Norðurlandi eystra.

     

5.

Húsnæðisáætlun Svalbarðsstrandarhrepps - 1901020

 

Fulltrúi frá Ráðrík kemur á fundinn og fer yfir verkefnið

 

Guðný frá Ráðrík kynnti sveitarstjórn fyrir stöðu á gerð húsnæðisáætlunar Svalbarðsstrandahrepps.

     

6.

Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga - fjárfestingar og skuldbindingar - 1903009

 

Bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum lögð fram til kynningar.

 

Lagt fram til kynningar. Annað bréfið er vegna fjárhagsáætlunar 2019 og áætlaðra fjárfestinga á árinu, hitt snýr að framkvæmd fjárfestinga og röðun þeirra verkefna sem á að framkvæma á árinu. Eftirlitsnefndin kemur til með að óska eftir nánari upplýsingum í lok árs.

     

7.

Bókun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna áforma um skerðingu á tekjum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga - 1903013

 

Erindi framkvæmdarstjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga lagt fram - álktun um tekjutap vegna frystinga framlaga ríkisins til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga

 

Sveitarstjórn Svalbarðsstrandahrepps tekur undir bókun sem samþykkt var þann 29.mars 2019 á 33. þingi Sambands íslenskra Sveitafélaga. Þar er krafist þess, að áform ríkisstjórnarinnar um að skerða framlög ríkissjóðs til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga á næstu tveimur árum verði dregin til baka.
Samþykkt landsþingsins í heild sinni má finna á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga.

     

9.

Ráðning þroskaþjálfa-iðjuþjálfa við Valsárskóla - 1903014

 

Valsárskóli óskar eftir að ráðinn verði þroskaþjálfi/iðjuþjálfi tímabundið til tveggja ára.

 

Sveitastjórn samþykkir að ráðinn verði ráðinn starfsmaður tímabundið í maímánuð. Ákvörðun um framhald verður tekin í lok skólaárs.

     

10.

Bréf frá starfsmönnum Álfaborgar varðandi skóladagatal og lokanir deilda á Álfaborg - 1903018

 

Bréf frá starfsmönnum Álfaborgar varðandi lokanir deilda í Álfaborg og skóladagatal

 

Bréf starfsmanna Álfaborgar var lagt til kynningar fyrir sveitarstjórn. Sveitarstjórn þakkar starfsmönnunum fyrir góðar ábendingar.

     

3.

Breyting á Aðalskipulagi Grýtubakkahrepps 2010-2022 - 1903019

 

Breyting á aðalskipulagi Grýtubakkahrepps 2010-2022 Skipulagslýsing lögð fram. Svalbarðsstrandarhreppur er umsagnaraðili og óskað er eftir umsögnum umsagnaraðila.

 

Sveitarstjórn fjallar um skipulagslýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi Grýtubakkahrepps. Sveitarstjórn gerir engar athugasemdir við breytingarnar.

     

11.

Búnaðarsamband Eyjafjarðar - tillaga frá aðalfundi BSE um innkaup mötuneyta - 1903017

 

Áskorun frá aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar 5.03.2019 þar sem skorað er á allar bæjar- og sveitastjórnir í Eyjafirði að beita sér fyrir að mötuneyti grunn- og leikskóla á þeirra vegum noti sem mest af íslensku hráefni.

 

Bréfið er lagt til sveitarstjórn. Skilaboðum bréfsins hefur verið komið til þeirra sem sjá um innkaup á matvælum á vegum Svalbarðsstrandahrepps.

     

8.

Fundargerð 231. fundar Norðurorku - 1903007

 

Fundargerð 231. fundar Norðurorku lögð fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar.

     

12.

Almannavarnarnefnd - fundur 20.03.2019 - 1903015

 

Fundargerða Almannavarnarnefndar Eyjafjarðar, fundur í stjórn nefndarinnar og undirritun ársreiknings

     

13.

Fundargerð nr. 869 frá stjórn Sambands íslenskra sveitafélaga - 1903016

 

Samband íslenskra sveitarfélaga, fundargerð nr. 869 lögð fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar.

     

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00.