Fundargerð
21. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2018-2022, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, 14. maí 2019 kl. 14:00.
Fundinn sátu: Gestur J. Jensson, Anna Karen Úlfarsdóttir, Guðfinna Steingrímsdóttir, Valtýr Þór Hreiðarsson, Ólafur Rúnar Ólafsson, Björg Erlingsdóttir og Fannar Freyr Magnússon.
Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon, Skrifstofustjóri.
Dagskrá:
| 
 1.  | 
 Kynning á innheimtuþjónustu Motus - 1206009  | 
|
| 
 Kynning á innheimtuþjónustu MOTUS  | 
||
| 
 Fulltrúar frá MOUTS sátu fundinn undir þessum lið og kynntu þá þjónustu sem MOTUS býður sveitarfélögum og snýr að innheimtu og þá sérstaklega frum- og milliinnheimtu.  | 
||
| 
 3.  | 
 Hallland - breyting á lóð við Húsabrekku - 1905007  | 
|
| 
 Lóðareigandi óskar eftir breytingu á lóð við Húsabrekku  | 
||
| 
 Málinu frestað til 21. maí.  | 
||
| 
 4.  | 
 Sólheimar 11 - 1902018  | 
|
| 
 Á fundi sveitarstjórnar 05.03.2019 var óskað eftir breytingaruppdrætti vegna lóðar Sólheimar 11. Breytingauppdráttur frá landeiganda lagður fram  | 
||
| 
 Málinu frestað til 21. maí.  | 
||
| 
 5.  | 
 Fasteignaskrá - leiðrétting á húsaskrá Þjóðskrár - 1905001  | 
|
| 
 Þjóðskrá gerði breytingar á húsaskrá þegar breytt var til samræmis við fasteignaskrá. Farið yfir þær breytingar sem gerðar voru og þær athugasemdir sem borist hafa.  | 
||
| 
 Sveitarstjóra er falið að hafa samband við hluteigandi og ganga frá leiðréttingu við Þjóðskrá Íslands.  | 
||
| 
 6.  | 
 Hundagerði á Svalbarðseyri - 1905010  | 
|
| 
 Erindi til sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps þar sem óskað er eftir að upp verði komið hundagerði á Svalbarðseyri.  | 
||
| 
 Sveitarstjóra er falið að finna mögulegan stað og kostnað við hundagerði á Svalbarðseyri áður en ákvörðun er tekin.  | 
||
| 
 7.  | 
 Löggæslumyndavélar við vegöxl norðan Vaðlaheiðarganga - 1905002  | 
|
| 
 Myndavélar - kynning og ósk um leyfi fyrir löggæslumyndavélum við vegöxl norðan Vaðlaheiðarganga  | 
||
| 
 Sveitarstjórn tekur jákvætt í verkefnið og fagnar aukinni þjónustu Neyðarlínunnnar við Svalbarðsstrandarhrepp.  | 
||
| 
 8.  | 
 Fjármál 2019 - 1905006  | 
|
| 
 Staða eftir fyrsta ársfjórðun 2019  | 
||
| 
 Lag fram til kynningar.  | 
||
| 
 9.  | 
 Húsnæðisáætlun Svalbarðsstrandarhrepps - 1901020  | 
|
| 
 Húsnæðisáætlun Svalbarðsstrandarhrepps, drög lögð fram  | 
||
| 
 Sveitarstjóra er falið að fara yfir fyrsta uppkast af Húsnæðisáætlun Svalbarðsstrandarhrepps og renna yfir þær athugasemdir sem höfundur hefur sett fram.  | 
||
| 
 10.  | 
 Gagnaver á starfssvæði Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar - 1905004  | 
|
| 
 Erindi frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar vegna kortlagningar lóða fyrir gagnaver lagt fram til kynningar.  | 
||
| 
 Erindinu er vísað til næsta fundar þar sem fjallað verður um nýtt Aðalskipulag.  | 
||
| 
 11.  | 
 Efni vegna gatnagerðar og lagfæringar gatna í Svalbarðsstrandarhreppi - 1905008  | 
|
| 
 Aðgengi að efni í eigu sveitarfélagsins til gatnagerðar og viðhalds gatna í Svalbarðsstrandarhreppi  | 
||
| 
 Sveitarstjóra er falið að finna út hversu mikið efni þarf í komandi gatnagerð við Bakkatún. Málinu frestað þangað til að kemur í ljós hversu margir rúmmetrar af efni er hægt að ráðstafa til þeirra sem óska eftir því.  | 
||
| 
 12.  | 
 Útsýnispallur í Vaðlaheiði - 1401020  | 
|
| 
 Útsýnispallur suður af Halllandsnesi. Óskað er eftir viðauka vegna samningsgerðar og hönnunarvinnu  | 
||
| 
 Sveitarstjórn samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun um 2.500.000 af handbæru féi í undirbúningsvinnu við útsýnispall. 2.500.000 kr færast þá frá handbæru féi á deild 0929 (annar skipulagskostnaður) undir önnur sérfræðiþjónusta bókhaldslykill 3390.  | 
||
| 
 13.  | 
 Sala/Leiga á íbúðum við Laugartún - 1407285  | 
|
| 
 Sala íbúða við Laugartún 7  | 
||
| 
 Þær íbúðir sem settar voru á sölu í Laugartúni seldust strax á uppsettu verði. Sveitarstjórn telur það jákvætt og gefur góð fyrirheit vegna sölu á íbúðum í Tjarnartúni.  | 
||
| 
 14.  | 
 Norðurstrandarleið - Arctic Coast Way - 1901012  | 
|
| 
 Formleg opnun Norðurstrandaleiðar 8. júní 2019. Markaðsstofa Norðurlands óskar eftir þátttöku sveitarfélaga á Norðurstrandarleið.  | 
||
| 
 Sveitarstjóra er falið að finna viðburð sem framlag Svalbarðsstrandarhrepps við opnun Norðurstrandarleiðar.  | 
||
| 
 15.  | 
 Götulýsing í Svalbarðsstrandarhreppi - yfirtaka á götulýsingakerfi í Svalbarðsstrandarhreppi - 1904010  | 
|
| 
 Götulýsing í Svalbarðsstrandarhreppi - yfirtaka á götulýsingakerfi í Svalbarðsstrandarhreppi  | 
||
| 
 Samþykkt að skrifa undir samning við Rarik um yfirtöku við götulýsingar sem tekur gildi um áramótin.  | 
||
| 
 2.  | 
 Hallland deiliskipulag 2018 - 1811003  | 
|
| 
 Athugasemdir Skipulagsstofnunar vegna deiliskipulagstillögu í landi Halllands, svæði Íb15  | 
||
| 
 Málinu frestað til 21. maí.  | 
||
| 
 16.  | 
 Fundargerð nr. 115 Byggingarnefnd Eyjafjarðarsvæðis - 1905005  | 
|
| 
 Fundargerð fundar nr. 115 í Sipulags- og byggingarnefnd Eyjafjarðarsvæðis lögð fram til kynningar  | 
||
| 
 Lagt fram til kynningar.  | 
||
| 
 17.  | 
 Fundargerð nr. 870 frá stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 1905009  | 
|
| 
 Fundargerð nr. 870 frá stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar  | 
||
| 
 Lagt fram til kynningar.  | 
||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:15.