Sveitarstjórn

21. fundur 14. maí 2019

FUNDARGERÐIN

Fundargerð

21. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2018-2022, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, 14. maí 2019 kl. 14:00.

Fundinn sátu: Gestur J. Jensson, Anna Karen Úlfarsdóttir, Guðfinna Steingrímsdóttir, Valtýr Þór Hreiðarsson, Ólafur Rúnar Ólafsson, Björg Erlingsdóttir og Fannar Freyr Magnússon.

Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon, Skrifstofustjóri.

 

Dagskrá:

1.

Kynning á innheimtuþjónustu Motus - 1206009

 

Kynning á innheimtuþjónustu MOTUS

 

Fulltrúar frá MOUTS sátu fundinn undir þessum lið og kynntu þá þjónustu sem MOTUS býður sveitarfélögum og snýr að innheimtu og þá sérstaklega frum- og milliinnheimtu.

     

3.

Hallland - breyting á lóð við Húsabrekku - 1905007

 

Lóðareigandi óskar eftir breytingu á lóð við Húsabrekku

 

Málinu frestað til 21. maí.

     

4.

Sólheimar 11 - 1902018

 

Á fundi sveitarstjórnar 05.03.2019 var óskað eftir breytingaruppdrætti vegna lóðar Sólheimar 11. Breytingauppdráttur frá landeiganda lagður fram

 

Málinu frestað til 21. maí.

     

5.

Fasteignaskrá - leiðrétting á húsaskrá Þjóðskrár - 1905001

 

Þjóðskrá gerði breytingar á húsaskrá þegar breytt var til samræmis við fasteignaskrá. Farið yfir þær breytingar sem gerðar voru og þær athugasemdir sem borist hafa.

 

Sveitarstjóra er falið að hafa samband við hluteigandi og ganga frá leiðréttingu við Þjóðskrá Íslands.

     

6.

Hundagerði á Svalbarðseyri - 1905010

 

Erindi til sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps þar sem óskað er eftir að upp verði komið hundagerði á Svalbarðseyri.

 

Sveitarstjóra er falið að finna mögulegan stað og kostnað við hundagerði á Svalbarðseyri áður en ákvörðun er tekin.

     

7.

Löggæslumyndavélar við vegöxl norðan Vaðlaheiðarganga - 1905002

 

Myndavélar - kynning og ósk um leyfi fyrir löggæslumyndavélum við vegöxl norðan Vaðlaheiðarganga

 

Sveitarstjórn tekur jákvætt í verkefnið og fagnar aukinni þjónustu Neyðarlínunnnar við Svalbarðsstrandarhrepp.

     

8.

Fjármál 2019 - 1905006

 

Staða eftir fyrsta ársfjórðun 2019

 

Lag fram til kynningar.

     

9.

Húsnæðisáætlun Svalbarðsstrandarhrepps - 1901020

 

Húsnæðisáætlun Svalbarðsstrandarhrepps, drög lögð fram

 

Sveitarstjóra er falið að fara yfir fyrsta uppkast af Húsnæðisáætlun Svalbarðsstrandarhrepps og renna yfir þær athugasemdir sem höfundur hefur sett fram.

     

10.

Gagnaver á starfssvæði Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar - 1905004

 

Erindi frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar vegna kortlagningar lóða fyrir gagnaver lagt fram til kynningar.

 

Erindinu er vísað til næsta fundar þar sem fjallað verður um nýtt Aðalskipulag.

     

11.

Efni vegna gatnagerðar og lagfæringar gatna í Svalbarðsstrandarhreppi - 1905008

 

Aðgengi að efni í eigu sveitarfélagsins til gatnagerðar og viðhalds gatna í Svalbarðsstrandarhreppi

 

Sveitarstjóra er falið að finna út hversu mikið efni þarf í komandi gatnagerð við Bakkatún. Málinu frestað þangað til að kemur í ljós hversu margir rúmmetrar af efni er hægt að ráðstafa til þeirra sem óska eftir því.

     

12.

Útsýnispallur í Vaðlaheiði - 1401020

 

Útsýnispallur suður af Halllandsnesi. Óskað er eftir viðauka vegna samningsgerðar og hönnunarvinnu

 

Sveitarstjórn samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun um 2.500.000 af handbæru féi í undirbúningsvinnu við útsýnispall. 2.500.000 kr færast þá frá handbæru féi á deild 0929 (annar skipulagskostnaður) undir önnur sérfræðiþjónusta bókhaldslykill 3390.

     

13.

Sala/Leiga á íbúðum við Laugartún - 1407285

 

Sala íbúða við Laugartún 7

 

Þær íbúðir sem settar voru á sölu í Laugartúni seldust strax á uppsettu verði. Sveitarstjórn telur það jákvætt og gefur góð fyrirheit vegna sölu á íbúðum í Tjarnartúni.

     

14.

Norðurstrandarleið - Arctic Coast Way - 1901012

 

Formleg opnun Norðurstrandaleiðar 8. júní 2019. Markaðsstofa Norðurlands óskar eftir þátttöku sveitarfélaga á Norðurstrandarleið.

 

Sveitarstjóra er falið að finna viðburð sem framlag Svalbarðsstrandarhrepps við opnun Norðurstrandarleiðar.

     

15.

Götulýsing í Svalbarðsstrandarhreppi - yfirtaka á götulýsingakerfi í Svalbarðsstrandarhreppi - 1904010

 

Götulýsing í Svalbarðsstrandarhreppi - yfirtaka á götulýsingakerfi í Svalbarðsstrandarhreppi

 

Samþykkt að skrifa undir samning við Rarik um yfirtöku við götulýsingar sem tekur gildi um áramótin.

     

2.

Hallland deiliskipulag 2018 - 1811003

 

Athugasemdir Skipulagsstofnunar vegna deiliskipulagstillögu í landi Halllands, svæði Íb15

 

Málinu frestað til 21. maí.

     

16.

Fundargerð nr. 115 Byggingarnefnd Eyjafjarðarsvæðis - 1905005

 

Fundargerð fundar nr. 115 í Sipulags- og byggingarnefnd Eyjafjarðarsvæðis lögð fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar.

Sveitarstjórn vekur athygli á 1 máli fundarins sem snýr að Tjarnartúni 4.

Tjarnartún 4 bílskúr 2019 - 1904010
Þ.J. verktakar ehf., kt. 650602-3310, Smáratúni 8, Svalbarðseyri, sækja um byggingarleyfi vegna 54,2 fm. bílgeymslu við syðri íbúð parhúss við Tjarnartún 4, Svalbarðseyri. Meðfylgjandi eru uppdrættir frá Þresti Sigurðssyni á Opus verfræðistofu dags. 2019-04-11.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

     

17.

Fundargerð nr. 870 frá stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 1905009

 

Fundargerð nr. 870 frá stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar.

     

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:15.