Sveitarstjórn

22. fundur 22. maí 2019

Fundargerð XXII

Fundargerð

22. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2018-2022, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, 22. maí 2019 kl. 14:00.

Fundinn sátu: Gestur J. Jensson, Anna Karen Úlfarsdóttir, Guðfinna Steingrímsdóttir, Valtýr Þór Hreiðarsson, Ólafur Rúnar Ólafsson, Björg Erlingsdóttir, Fannar Freyr Magnússon og Vigfús Björnsson.

Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon, Skrifstofustjóri.

 

Dagskrá:

1.

Sólheimar 11 - 1902018

 

Á fundi sveitarstjórnar 05.03.2019 var óskað eftir breytingaruppdrætti vegna lóðar Sólheimar 11. Breytingauppdráttur frá landeiganda lagður fram

 

Sveitarstjórn samþykkir tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að því tilskildu að byggingarskilmálar um mænishæð eigi eingöngu við um mænishæð íbúðarhúss.
Sveitarstjórn telur að breytingin varði ekki hagsmuni annara en umsækjanda og sveitarfélagsins og því skuli fallið frá grenndarkynningu sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga.

     

2.

Hallland - breyting á lóð við Húsabrekku - 1905007

 

Lóðareigandi óskar eftir breytingu á lóð við Húsabrekku

 

Sveitarstjórn óskar eftir nánari upplýsingum um nýtingaráform. Málinu frestað

     

3.

Heiðarból - ósk um rúmkun byggingarréttar vegna byggingar bílskúrs - 1904006

 

Sveitarstjórn óskaði eftir nánari teikningum og hafa þær borist.

 

Deiliskipulag fyrir íbúðarsvæði ÍB22 í landi Heiðarholts var samþykkt á fundi sveitarstjórnar 2019-04-16 og má vænta þess að gildistaka skipulagsins verði auglýst í B-deild stjórnartíðinda á næstu vikum. Í samþykktu skipulagi segir að samþykkt byggingarreits fyrir viðbyggingu eða bílskúr við Heiðarból teljist óveruleg breyting á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010, svo lengi sem heildar byggingarmagn íbúðarhúss og viðbyggingar/bílskúrs sé undir 300 fm.
Sveitarstjórn vísar erindinu í grenndarkynningu á grundvelli fyrrnefndrar lagagreinar. Sveitarsstjórn kallar eftir ítarlegri uppdrætti af húsinu til að nota við grenndarkynningu. Heimilt verður að stytta tímabil grenndarkynningar skv. 3 mgr. 44. gr. skipulagslaga. Ef engin andmæli berast á grenndarkynningatímabili telst erindið samþykkt og skal skipulagsfulltrúa þá falið að fullnusta gildistöku óverulegrar skipulagsbreytingar skv. 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga.

     

5.

Valsárhverfi skipulag - Tjarnartún og Bakkatún - 1808007

 

Breytingatillögur vegna lóða við Bakkatún 11,13 og fimmtán lagðar fram.

 

Farið yfir teikningar vegna breytinga á lóðum í Bakkatúni 11-15. Samþykkt að lóðum verði fjölgað og þær samtals sex á þessum þremur lóðum. Arktiekt falið að skila inn teikningum.

     

Gestir undir þessum lið: Árni Ólafsson og Lilja Filippusdóttir

6.

Aðalskipulag 2020- - 1901003

 

Vinna við endurskoðun aðalskipulags skipulögð, viðfangsefni og áherslur ákveðin.

 

Farið yfir lýsingu að endurskoðun aðalskipulags. Árni Ólafsson og Lilja Filippusdóttir sátu fundinn undir þessum lið.

     

4.

Hallland deiliskipulag 2018 - 1811003

 

Athugasemdir Skipulagsstofnunar vegna deiliskipulagstillögu í landi Halllands, svæði Íb15

 

Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulag fyrir íbúðarsvæði ÍB15 í landi Halllands og felur skipualgsfulltrúa að fullnusta gildistöku þess skv. 42. gr. skipulagslaga.

     

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00.

 

 

Gestur J. Jensson

Anna Karen Úlfarsdóttir

Guðfinna Steingrímsdóttir

Valtýr Þór Hreiðarsson

Ólafur Rúnar Ólafsson

Björg Erlingsdóttir